Tíska og hönnun

Ný verslun Geysis opnuð með pompi og prakt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fólk virtist skemmta sér vel.
Fólk virtist skemmta sér vel. myndir/Laimonas Dom Baranauskas

Á síðustu tveimur vikum hafa umfangsmiklar framkvæmdir átt sér stað í verslun Geysis á Skólavörðustíg 16. Um er að ræða fyrstu verslun fyrirtækisins og var ný verslun opnuð á laugardaginn.

Þá var  hulunni svipt af breytingunum og opnaði verslunin á Skólavörðustíg 16 aftur, endurhönnuð af innanhúshönnuðinum Hálfdani Pedersen, sem herrafataverslunin GEYSIR KARLMENN.

Á sama tíma hafa verið gerðar breytingar á verslun Geysis á Skólavörðustíg 7. Hún umbreyttist í kvenfataverslun og fær nafnið GEYSIR KONUR í takt við verslun Geysis í Kringlunni sem núþegar hafði þá áherslu í vöruúrvali.

Það var því glatt á hjalla á Skólavörðustígnum á laugardaginn en slegið var upp í veglegt opnunarpartí í tilefni af breytingunum. Margt var um manninn og löng röð myndaðist fyrir utan verslunina rétt fyrir opnun.

Tónlistarmaðurinn Hermigervill þeytti skífum og barþjónar frá Snaps framreiddu dýrindis kokkteila ásamt ásamt öðrum gómsætum veitingum.

Fyrstu 50 gestirnir voru leystir út með troðfullum gjafapokum. Einnig var happdrætti í gangi þar sem nokkrir þátttakendur unnu til veglegra verðlauna.

Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.