Sport

Vann silfur og bætti Íslandsmetið á mótinu hans Arnolds Schwarzenegger | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Júlían með Hjalta Úrsus í Columbus.
Júlían með Hjalta Úrsus í Columbus. mynd/instagram
Íslenski kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson stóð sig frábærlega á Bodybuildbing.com Pro Deadlift-mótinu í Columbus í Bandaríkjunum í gær en það er hluti af hinu árlega Arnold Strongman Classic sem er mótið hans Arnolds Schwarzenegger.

Júlían keppti á boðsmóti í réttstöðulyftu þar sem margir af bestu köppum heims voru mættir en íslenska tröllið þakkaði fyrir sig með því að næla sér í silfur.

Júlían tvíbætti Íslandsmetið er hann lyfti fyrst 350kg, svo 385kg og loks 390kg til að tryggja sér annað sætið en síðasta lyftan var ansi glæsileg eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Sjálfur segir Júlían á Facebook-síðu sinni að þetta sé sterkasta mótið í réttstöðulyftu og er því eðlilega kátur með niðurstöðuna.

„Hrikalega skemmtilegt mót og mikil stemning!“ segir Júlían sem fékk 700 dali fyrir silfrið í Columbus.

Silfurlyftuna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×