Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 15:00 Dritvík í Snæfellsjökulsþjóðgarði er einn margra vinsælla ferðamannastaða á umræddu svæði þar sem símasamband og tetra-samband næst ekki. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira