Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Umsókn um spítalavist í Sevilla, fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð í Malaga, fór aldrei í gegn. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, sem stödd er í Malaga, ræddi við Sunnu Elviru í dag, um þetta og aðrar nýjar vendingar í málinu. Viðtalið verður birt í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, vegna tillagna starfshóps um tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna og tölum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vegna sölu á þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×