Páfagaukurinn Adóra mjálmar og hermir eftir reykskynjurum Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Páfagaukurinn Adóra er af tegundinni African Grey. Þetta þarf ég að sjá, hugsaði blaðamaður með sér þegar hún frétti að til væri páfagaukur sem mjálmar. Það var ekki einungis tengingin við ketti sem kitlaði, heldur sú staðreynd að fuglar eru oftar í því hlutverki að flýja undan köttum og því ákaflega merkilegt að hitta páfagauk sem hermir eftir óvini sínum. Páfagaukar eru sérlundaðar skepnur og það þarf að sæta lagi til að fá þá til að leika og í sumum tilfellum mjálma listir sínar.Símtal við páfagauk Eitt af því furðulegasta sem blaðamaður hefur gert á ferli sínum er að tala við páfagauk í síma. Seint um kvöld, nokkrum dögum áður en við páfagaukurinn Adóra áttum stefnumót, hringdi ég í eiganda hennar, Runólf Oddsson, samtalið þróaðist fljótlega yfir í spjall á milli mín og gauksins. Þetta símtal verður seint toppað, á öðrum endanum var kona með kött í fanginu að flauta aríu næturdrottningar og á hinni línunni 26 ára fugl í Reykjavík að herma eftir ketti og blístra háu tónanna úr Töfraflautunni. Allt hafði þetta þó þann tilgang að vekja upp traust fuglsins á blaðamanni sem nokkrum dögum síðar stormaði inn á yfirráðasvæði hans með ljósmyndara og myndatökumann í eftirdragi. Nú skyldi gauksi mjálma og við ætluðum að ná því á mynd.1. 2. Adóra er skemmtilegur fugl og nýtur sín best innan um fólk.Gaukur sem mjálmar En hvernig stendur á því að páfagaukur hermir eftir ketti? „ Það var nú þannig að ég átti kött, mjög stóran, og það var mikill samgangur á milli kattarins og fuglsins, síðar bættist kanína í hópinn þannig að þetta var orðin skrautlegur dýragarður hjá mér. Adóra stjórnaði genginu og kötturinn þorði ekki að gera atlögu að henni og svo fór að hún fór að herma eftir henni.“ Á meðan Runólfur segir sögu fuglsins berast kunnugleg hljóð frá baðherberginu, Adóra er komin í ham. „Hún vill vera með okkur, henni leiðist ef hún er lokuð inni. Hún dýrkar athygli og þegar hún fær ekki nóg þá lætur hún í sér heyra.“ Sem fór ekki fram hjá viðstöddum, orð eins halló , flaut og reykskynjaravæl upp á háa C bárust úr búri hennar. Skyndilega þagnaði allt og væg tiplhljóð tóku við. Adóra kjagaði fram eftir gólfinu og leit forvitnilega í kringum sig. Viðstaddir biðu með eftirvæntingu eftir því sem tæki við og eðlislæg óþolinmæði fjölmiðlafólksins gerði vart við sig. En frúin var ekki á því að mjálma eftir pöntun, slíkt gerist bara á hennar forsendum, bara þegar hentar. En Runólfur þekkir sinn fugl og beitti útilokunaraðferðinni. Adóra var sett í skammarkrókinn inni á baði. Þar mátti hún dúsa dágóða stund á meðan mannfólkið spjallaði fjörlega saman og hló að eigin bröndurum. Það virkaði því Adóra lék allar sínar listir af miklum krafti, innilokuð inni á baði.Mjálmar ekki eftir pöntun.„Þegar hana vantar athyglina og heldur að hún sé að missa af einhverju þá verður hún fjörug og lætur í sér heyra. Hún á það til að vera verulega hávær á kvöldin og samkjaftar ekki, eins og þegar hún spjallaði við þig í símann. En hún þekkir í þér röddina og er örugglega tilbúin að ræða við þig aftur.“ Og það stóð heima, Adóra leyfði blaðamanni að halda á sér og átti við hann ágætt spjall.Með gogginn að vopni Adóra er af tegundinni African Grey en þeir eru ættaðir frá Vestur-Afríku og hún er sennilega ættuð frá Gana. Fuglinn var tveggja ára þegar hann kom til Íslands og er orðinn 26 ára. Fuglar af þessari tegund geta orðið allt að hundrað ára gamlir og eru sérstaklega vinsælir sem gæludýr. Þeir eru þekktir fyrir einstakan hæfileika sinn til að herma eftir hljóðum manna og dýra. Þeir eru smáir en knáir og geta bitið frá sér, bitkraftur fugls af þessari tegund er um 1,2 tonn og þessir fuglar geta auðveldlega klippt fingur af mönnum og hljóðsnúrur tökumanna líkt og starfsmenn Fréttablaðsins urðu varir við. „Þegar ég fékk hana þá goggaði hún í handlegginn á mér og það í gegnum hold, blóðspýjan stóð út í loftið og þetta leit ekki vel út. En það var bara í þetta eina sinn, ég hef ekki lent í neinum vandræðum með hana síðan þá. Goggurinn er hennar aðalverkfæri og varnartól. Hún opnar búrið sitt sjálf með gogginum og hleypir sér inn og út eftir þörfum. Adóra er skemmtilegur félagsskapur,“ segir Runólfur sem reynir í síðasta sinn að kreista fram mjálmið góða, og í þetta sinn heppnaðist það. Blaðamaður fékk það staðfest að það er til páfagaukur sem mjálmar eins og heyra má glöggt í myndskeiði sem fylgir fréttinni á vefsíðu Fréttablaðsins – frettabladid.is. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira
Þetta þarf ég að sjá, hugsaði blaðamaður með sér þegar hún frétti að til væri páfagaukur sem mjálmar. Það var ekki einungis tengingin við ketti sem kitlaði, heldur sú staðreynd að fuglar eru oftar í því hlutverki að flýja undan köttum og því ákaflega merkilegt að hitta páfagauk sem hermir eftir óvini sínum. Páfagaukar eru sérlundaðar skepnur og það þarf að sæta lagi til að fá þá til að leika og í sumum tilfellum mjálma listir sínar.Símtal við páfagauk Eitt af því furðulegasta sem blaðamaður hefur gert á ferli sínum er að tala við páfagauk í síma. Seint um kvöld, nokkrum dögum áður en við páfagaukurinn Adóra áttum stefnumót, hringdi ég í eiganda hennar, Runólf Oddsson, samtalið þróaðist fljótlega yfir í spjall á milli mín og gauksins. Þetta símtal verður seint toppað, á öðrum endanum var kona með kött í fanginu að flauta aríu næturdrottningar og á hinni línunni 26 ára fugl í Reykjavík að herma eftir ketti og blístra háu tónanna úr Töfraflautunni. Allt hafði þetta þó þann tilgang að vekja upp traust fuglsins á blaðamanni sem nokkrum dögum síðar stormaði inn á yfirráðasvæði hans með ljósmyndara og myndatökumann í eftirdragi. Nú skyldi gauksi mjálma og við ætluðum að ná því á mynd.1. 2. Adóra er skemmtilegur fugl og nýtur sín best innan um fólk.Gaukur sem mjálmar En hvernig stendur á því að páfagaukur hermir eftir ketti? „ Það var nú þannig að ég átti kött, mjög stóran, og það var mikill samgangur á milli kattarins og fuglsins, síðar bættist kanína í hópinn þannig að þetta var orðin skrautlegur dýragarður hjá mér. Adóra stjórnaði genginu og kötturinn þorði ekki að gera atlögu að henni og svo fór að hún fór að herma eftir henni.“ Á meðan Runólfur segir sögu fuglsins berast kunnugleg hljóð frá baðherberginu, Adóra er komin í ham. „Hún vill vera með okkur, henni leiðist ef hún er lokuð inni. Hún dýrkar athygli og þegar hún fær ekki nóg þá lætur hún í sér heyra.“ Sem fór ekki fram hjá viðstöddum, orð eins halló , flaut og reykskynjaravæl upp á háa C bárust úr búri hennar. Skyndilega þagnaði allt og væg tiplhljóð tóku við. Adóra kjagaði fram eftir gólfinu og leit forvitnilega í kringum sig. Viðstaddir biðu með eftirvæntingu eftir því sem tæki við og eðlislæg óþolinmæði fjölmiðlafólksins gerði vart við sig. En frúin var ekki á því að mjálma eftir pöntun, slíkt gerist bara á hennar forsendum, bara þegar hentar. En Runólfur þekkir sinn fugl og beitti útilokunaraðferðinni. Adóra var sett í skammarkrókinn inni á baði. Þar mátti hún dúsa dágóða stund á meðan mannfólkið spjallaði fjörlega saman og hló að eigin bröndurum. Það virkaði því Adóra lék allar sínar listir af miklum krafti, innilokuð inni á baði.Mjálmar ekki eftir pöntun.„Þegar hana vantar athyglina og heldur að hún sé að missa af einhverju þá verður hún fjörug og lætur í sér heyra. Hún á það til að vera verulega hávær á kvöldin og samkjaftar ekki, eins og þegar hún spjallaði við þig í símann. En hún þekkir í þér röddina og er örugglega tilbúin að ræða við þig aftur.“ Og það stóð heima, Adóra leyfði blaðamanni að halda á sér og átti við hann ágætt spjall.Með gogginn að vopni Adóra er af tegundinni African Grey en þeir eru ættaðir frá Vestur-Afríku og hún er sennilega ættuð frá Gana. Fuglinn var tveggja ára þegar hann kom til Íslands og er orðinn 26 ára. Fuglar af þessari tegund geta orðið allt að hundrað ára gamlir og eru sérstaklega vinsælir sem gæludýr. Þeir eru þekktir fyrir einstakan hæfileika sinn til að herma eftir hljóðum manna og dýra. Þeir eru smáir en knáir og geta bitið frá sér, bitkraftur fugls af þessari tegund er um 1,2 tonn og þessir fuglar geta auðveldlega klippt fingur af mönnum og hljóðsnúrur tökumanna líkt og starfsmenn Fréttablaðsins urðu varir við. „Þegar ég fékk hana þá goggaði hún í handlegginn á mér og það í gegnum hold, blóðspýjan stóð út í loftið og þetta leit ekki vel út. En það var bara í þetta eina sinn, ég hef ekki lent í neinum vandræðum með hana síðan þá. Goggurinn er hennar aðalverkfæri og varnartól. Hún opnar búrið sitt sjálf með gogginum og hleypir sér inn og út eftir þörfum. Adóra er skemmtilegur félagsskapur,“ segir Runólfur sem reynir í síðasta sinn að kreista fram mjálmið góða, og í þetta sinn heppnaðist það. Blaðamaður fékk það staðfest að það er til páfagaukur sem mjálmar eins og heyra má glöggt í myndskeiði sem fylgir fréttinni á vefsíðu Fréttablaðsins – frettabladid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Sjá meira