Páfagaukurinn Adóra mjálmar og hermir eftir reykskynjurum Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Páfagaukurinn Adóra er af tegundinni African Grey. Þetta þarf ég að sjá, hugsaði blaðamaður með sér þegar hún frétti að til væri páfagaukur sem mjálmar. Það var ekki einungis tengingin við ketti sem kitlaði, heldur sú staðreynd að fuglar eru oftar í því hlutverki að flýja undan köttum og því ákaflega merkilegt að hitta páfagauk sem hermir eftir óvini sínum. Páfagaukar eru sérlundaðar skepnur og það þarf að sæta lagi til að fá þá til að leika og í sumum tilfellum mjálma listir sínar.Símtal við páfagauk Eitt af því furðulegasta sem blaðamaður hefur gert á ferli sínum er að tala við páfagauk í síma. Seint um kvöld, nokkrum dögum áður en við páfagaukurinn Adóra áttum stefnumót, hringdi ég í eiganda hennar, Runólf Oddsson, samtalið þróaðist fljótlega yfir í spjall á milli mín og gauksins. Þetta símtal verður seint toppað, á öðrum endanum var kona með kött í fanginu að flauta aríu næturdrottningar og á hinni línunni 26 ára fugl í Reykjavík að herma eftir ketti og blístra háu tónanna úr Töfraflautunni. Allt hafði þetta þó þann tilgang að vekja upp traust fuglsins á blaðamanni sem nokkrum dögum síðar stormaði inn á yfirráðasvæði hans með ljósmyndara og myndatökumann í eftirdragi. Nú skyldi gauksi mjálma og við ætluðum að ná því á mynd.1. 2. Adóra er skemmtilegur fugl og nýtur sín best innan um fólk.Gaukur sem mjálmar En hvernig stendur á því að páfagaukur hermir eftir ketti? „ Það var nú þannig að ég átti kött, mjög stóran, og það var mikill samgangur á milli kattarins og fuglsins, síðar bættist kanína í hópinn þannig að þetta var orðin skrautlegur dýragarður hjá mér. Adóra stjórnaði genginu og kötturinn þorði ekki að gera atlögu að henni og svo fór að hún fór að herma eftir henni.“ Á meðan Runólfur segir sögu fuglsins berast kunnugleg hljóð frá baðherberginu, Adóra er komin í ham. „Hún vill vera með okkur, henni leiðist ef hún er lokuð inni. Hún dýrkar athygli og þegar hún fær ekki nóg þá lætur hún í sér heyra.“ Sem fór ekki fram hjá viðstöddum, orð eins halló , flaut og reykskynjaravæl upp á háa C bárust úr búri hennar. Skyndilega þagnaði allt og væg tiplhljóð tóku við. Adóra kjagaði fram eftir gólfinu og leit forvitnilega í kringum sig. Viðstaddir biðu með eftirvæntingu eftir því sem tæki við og eðlislæg óþolinmæði fjölmiðlafólksins gerði vart við sig. En frúin var ekki á því að mjálma eftir pöntun, slíkt gerist bara á hennar forsendum, bara þegar hentar. En Runólfur þekkir sinn fugl og beitti útilokunaraðferðinni. Adóra var sett í skammarkrókinn inni á baði. Þar mátti hún dúsa dágóða stund á meðan mannfólkið spjallaði fjörlega saman og hló að eigin bröndurum. Það virkaði því Adóra lék allar sínar listir af miklum krafti, innilokuð inni á baði.Mjálmar ekki eftir pöntun.„Þegar hana vantar athyglina og heldur að hún sé að missa af einhverju þá verður hún fjörug og lætur í sér heyra. Hún á það til að vera verulega hávær á kvöldin og samkjaftar ekki, eins og þegar hún spjallaði við þig í símann. En hún þekkir í þér röddina og er örugglega tilbúin að ræða við þig aftur.“ Og það stóð heima, Adóra leyfði blaðamanni að halda á sér og átti við hann ágætt spjall.Með gogginn að vopni Adóra er af tegundinni African Grey en þeir eru ættaðir frá Vestur-Afríku og hún er sennilega ættuð frá Gana. Fuglinn var tveggja ára þegar hann kom til Íslands og er orðinn 26 ára. Fuglar af þessari tegund geta orðið allt að hundrað ára gamlir og eru sérstaklega vinsælir sem gæludýr. Þeir eru þekktir fyrir einstakan hæfileika sinn til að herma eftir hljóðum manna og dýra. Þeir eru smáir en knáir og geta bitið frá sér, bitkraftur fugls af þessari tegund er um 1,2 tonn og þessir fuglar geta auðveldlega klippt fingur af mönnum og hljóðsnúrur tökumanna líkt og starfsmenn Fréttablaðsins urðu varir við. „Þegar ég fékk hana þá goggaði hún í handlegginn á mér og það í gegnum hold, blóðspýjan stóð út í loftið og þetta leit ekki vel út. En það var bara í þetta eina sinn, ég hef ekki lent í neinum vandræðum með hana síðan þá. Goggurinn er hennar aðalverkfæri og varnartól. Hún opnar búrið sitt sjálf með gogginum og hleypir sér inn og út eftir þörfum. Adóra er skemmtilegur félagsskapur,“ segir Runólfur sem reynir í síðasta sinn að kreista fram mjálmið góða, og í þetta sinn heppnaðist það. Blaðamaður fékk það staðfest að það er til páfagaukur sem mjálmar eins og heyra má glöggt í myndskeiði sem fylgir fréttinni á vefsíðu Fréttablaðsins – frettabladid.is. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Þetta þarf ég að sjá, hugsaði blaðamaður með sér þegar hún frétti að til væri páfagaukur sem mjálmar. Það var ekki einungis tengingin við ketti sem kitlaði, heldur sú staðreynd að fuglar eru oftar í því hlutverki að flýja undan köttum og því ákaflega merkilegt að hitta páfagauk sem hermir eftir óvini sínum. Páfagaukar eru sérlundaðar skepnur og það þarf að sæta lagi til að fá þá til að leika og í sumum tilfellum mjálma listir sínar.Símtal við páfagauk Eitt af því furðulegasta sem blaðamaður hefur gert á ferli sínum er að tala við páfagauk í síma. Seint um kvöld, nokkrum dögum áður en við páfagaukurinn Adóra áttum stefnumót, hringdi ég í eiganda hennar, Runólf Oddsson, samtalið þróaðist fljótlega yfir í spjall á milli mín og gauksins. Þetta símtal verður seint toppað, á öðrum endanum var kona með kött í fanginu að flauta aríu næturdrottningar og á hinni línunni 26 ára fugl í Reykjavík að herma eftir ketti og blístra háu tónanna úr Töfraflautunni. Allt hafði þetta þó þann tilgang að vekja upp traust fuglsins á blaðamanni sem nokkrum dögum síðar stormaði inn á yfirráðasvæði hans með ljósmyndara og myndatökumann í eftirdragi. Nú skyldi gauksi mjálma og við ætluðum að ná því á mynd.1. 2. Adóra er skemmtilegur fugl og nýtur sín best innan um fólk.Gaukur sem mjálmar En hvernig stendur á því að páfagaukur hermir eftir ketti? „ Það var nú þannig að ég átti kött, mjög stóran, og það var mikill samgangur á milli kattarins og fuglsins, síðar bættist kanína í hópinn þannig að þetta var orðin skrautlegur dýragarður hjá mér. Adóra stjórnaði genginu og kötturinn þorði ekki að gera atlögu að henni og svo fór að hún fór að herma eftir henni.“ Á meðan Runólfur segir sögu fuglsins berast kunnugleg hljóð frá baðherberginu, Adóra er komin í ham. „Hún vill vera með okkur, henni leiðist ef hún er lokuð inni. Hún dýrkar athygli og þegar hún fær ekki nóg þá lætur hún í sér heyra.“ Sem fór ekki fram hjá viðstöddum, orð eins halló , flaut og reykskynjaravæl upp á háa C bárust úr búri hennar. Skyndilega þagnaði allt og væg tiplhljóð tóku við. Adóra kjagaði fram eftir gólfinu og leit forvitnilega í kringum sig. Viðstaddir biðu með eftirvæntingu eftir því sem tæki við og eðlislæg óþolinmæði fjölmiðlafólksins gerði vart við sig. En frúin var ekki á því að mjálma eftir pöntun, slíkt gerist bara á hennar forsendum, bara þegar hentar. En Runólfur þekkir sinn fugl og beitti útilokunaraðferðinni. Adóra var sett í skammarkrókinn inni á baði. Þar mátti hún dúsa dágóða stund á meðan mannfólkið spjallaði fjörlega saman og hló að eigin bröndurum. Það virkaði því Adóra lék allar sínar listir af miklum krafti, innilokuð inni á baði.Mjálmar ekki eftir pöntun.„Þegar hana vantar athyglina og heldur að hún sé að missa af einhverju þá verður hún fjörug og lætur í sér heyra. Hún á það til að vera verulega hávær á kvöldin og samkjaftar ekki, eins og þegar hún spjallaði við þig í símann. En hún þekkir í þér röddina og er örugglega tilbúin að ræða við þig aftur.“ Og það stóð heima, Adóra leyfði blaðamanni að halda á sér og átti við hann ágætt spjall.Með gogginn að vopni Adóra er af tegundinni African Grey en þeir eru ættaðir frá Vestur-Afríku og hún er sennilega ættuð frá Gana. Fuglinn var tveggja ára þegar hann kom til Íslands og er orðinn 26 ára. Fuglar af þessari tegund geta orðið allt að hundrað ára gamlir og eru sérstaklega vinsælir sem gæludýr. Þeir eru þekktir fyrir einstakan hæfileika sinn til að herma eftir hljóðum manna og dýra. Þeir eru smáir en knáir og geta bitið frá sér, bitkraftur fugls af þessari tegund er um 1,2 tonn og þessir fuglar geta auðveldlega klippt fingur af mönnum og hljóðsnúrur tökumanna líkt og starfsmenn Fréttablaðsins urðu varir við. „Þegar ég fékk hana þá goggaði hún í handlegginn á mér og það í gegnum hold, blóðspýjan stóð út í loftið og þetta leit ekki vel út. En það var bara í þetta eina sinn, ég hef ekki lent í neinum vandræðum með hana síðan þá. Goggurinn er hennar aðalverkfæri og varnartól. Hún opnar búrið sitt sjálf með gogginum og hleypir sér inn og út eftir þörfum. Adóra er skemmtilegur félagsskapur,“ segir Runólfur sem reynir í síðasta sinn að kreista fram mjálmið góða, og í þetta sinn heppnaðist það. Blaðamaður fékk það staðfest að það er til páfagaukur sem mjálmar eins og heyra má glöggt í myndskeiði sem fylgir fréttinni á vefsíðu Fréttablaðsins – frettabladid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira