Sport

Auðsholtshjáleiga efst

Telma Tómasson skrifar
Sigurliðið í fjórgangskeppninni.
Sigurliðið í fjórgangskeppninni. Vísir

Knaparnir í liði Auðsholtshjáleigu / Horse Export gerðu heldur betur vel í fjórgangskeppni í Meistaradeild Cintamani í gærkvöldi og nældu í samtals 58.5 stig fyrir sitt lið. Þau Ásmundur Ernir Snorrason á Frægi frá Strandarhöfði og Þórdís Erla Gunnarsdóttir á Sprota frá Enni voru í A-úrslitum, höfnuðu í þriðja og sjötta sæti og Sylvía Sigurbjörnsdóttir var rétt fyrir utan úrslit á Sæmd frá Vestra-Fíflholti. Auðsholtshjáleiga hlaut því liðaplattann að þessu sinni.

Sjá má brot úr sýningum þessara þriggja knapa í fjórgangskeppninni í meðfylgjandi myndskeiði, en  keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í gærkvöldi.

Þá má sjá kynningu á liðinu með því að smella hér.

Annað efst eftir fjórganginn er lið Top Reiter og þriðja lið Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec. Heildarstaðan í einstaklings- og liðakeppninni eftir fyrstu keppni í Meistaradeildinni er eftirfarandi:

Lið - Fjórgangur
Auðsholtshjáleiga - 58,5
Top Reiter - 44,5
Ganghestar/Margrétarhof/Equitec - 40
Gangmyllan - 36,5
Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær - 35,5
Hrímnir/Export hestar - 35
Lífland - 32,5
Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel - 17,5

Reglur um stigasöfnun

Meistaradeild Cintamani er bæði einstaklings- og liðakeppni en til glöggvunar fylgja hér reglunar sem gilda.

Í einstaklingskeppninni fá 10 efstu knapar stig. 1. sæti gefur 12 stig, 2. sæti 10 stig, 3. sæti 8 stig, 4. sæti 7 stig, 5. sæti 6 stig, 6. sæti 5 stig, 7. sæti 4 stig, 8. sæti 3 stig, 9. sæti 2 stig og 10. sæti 1 stig. Knapi sem safnar flestum stigum á keppnistímabili er sigurvegari deildarinnar.

Í liðakeppninni eru stigin frá 1 til 24 og skilar sigurvegari keppnisgreinar 24 stigi til síns liðs. Sá sem er númer tvö í keppnisgrein skilar 23 stigum til síns liðs osfrv. Liðið sem safnar flestum stigum yfir keppnistímabilið vinnur Meistaradeildina.

Ef knapar eru jafnir í öðru sæti en því fyrsta, deila þeir með sér sætinu. Hlutkesti ræður úthlutun verðlauna. Verði knapar jafnir í keppnisgrein skiptast stigin jafnt á milli þeirra og á það jafnt við um liðakeppnina og einstaklingskeppnina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.