Uppreisn grasrótarinnar 3. febrúar 2018 07:00 Húsnæði Alþýðusambands Ãslands. Ég veit ekkert hversu traustum fótum Ragnar stendur innan VR. Það hefur eiginlega verið skipt um formann þar í næstum hverri einustu kosningu undanfarin ár,“ segir Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði. Hann ritaði 100 ára sögu ASÍ sem kom út árið 2016. Sumarliði segir að komandi kosningar í Eflingu og næstu kosningar í VR geti skorið úr um það hvort breytingar séu að verða innan verkalýðshreyfingarinnar. Eins og staðan er nú virðast blikur vera á lofti innan verkalýðshreyfingarinnar. Ný kynslóð með róttækari áherslur sækist eftir forystuhlutverkum í stórum stéttarfélögum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem eru að hasla sér völl á þessu sviði, tala um uppreisn grasrótarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, sölumaður í Útilegumanninum, var kjörinn formaður VR, stærsta félagsins innan Alþýðusambands Íslands, í mars 2017. Hann hafði setið í stjórn félagsins allt frá árinu 2009. Nafni hans, Ragnar Þór Pétursson kennari, var svo kjörinn formaður Kennarasambands Íslands í nóvember. Hann tekur við embættinu í apríl. Þau Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, buðu sig bæði fram í sömu kosningum. Í skrifum sínum fyrir kosningarnar vakti Ragnar Þór gjarnan athygli á því að hann væri starfandi kennari, ólíkt mótframbjóðendum hans sem störfuðu báðir í Kennarahúsinu. Eftir kosningarnar fóru fram kosningar í Félagi grunnskólakennara þar sem nýr formaður var kjörinn í stað Ólafs. Síðustu daga hefur svo verið greint frá framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formennsku í Eflingu, næststærsta aðildarfélagi ASÍ. Hún býður sig fram gegn frambjóðanda uppstillingarnefndar félagsins, Ingvari Vigur Halldórssyni. Sigurður Bessason bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir átján ár í formennsku. Sumarliði tekur undir þá skoðun að það sé undiralda að rísa innan verkalýðshreyfingarinnar sem hugsanlega megi rekja til fyrstu áranna eftir hrun. „Þetta er náttúrlega að einhverju leyti sama fólkið sem þarna lætur til sín taka. Bæði Sólveig Anna og Ragnar,“ segir Sumarliði. En Sólveig Anna er einn hinna svokölluðu nímenninga sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu 8. desember 2008 í tengslum við búsáhaldabyltinguna. Ragnar Þór tók þátt í stofnun Borgarahreyfingarinnar, stjórnmálaflokks sem fékk menn kjörna á þing í alþingiskosningunum 2009. Hann kom líka að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Sumarliði telur hugsanlegt að erfið staða í húsnæðismálum kunni að valda því að þau Ragnar og Sólveig hafi náð eyrum fólks að undanförnu. „Þetta hefur bara varla verið svona slæmt. Ungt fólk sem er að reyna að koma sér fyrir og með þetta 300 þúsund kall í laun. Þetta er bara vonlaust.“ Þau Ragnar og Sólveig segja bæði að líkja megi atburðarásinni við uppreisn grasrótarinnar. Þau segja líka að breytingar í forystu tveggja stærstu aðildarfélaga ASÍ gætu leitt til breytinga á forystu samtakanna. „Auðvitað er þetta uppreisnarframboð,“ segir Sólveig. „Stemningin í grasrótinni er þannig að þetta er hægt og fólk getur haft raunveruleg áhrif ef það nennir þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Sólveig Anna segist knúin áfram í framboð til formanns Eflingar vegna óboðlegrar stöðu láglaunafólks. „Tekjur sem ekki er hægt að lifa af, sérstaklega eftir að húsnæðismarkaðurinn sprakk í loft upp. Þá hafa aðstæður okkar versnað til muna. Á einhverjum tíma upplifum við sem tilheyrum þessum láglaunastéttum þetta eins og við séum óvelkomin í samfélaginu. Sem er náttúrlega þversögn, vegna þess að annars vegar vinnum við vinnu sem er lífsnauðsynleg til þess að samfélagið haldi áfram að ganga. En á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að við getum átt mannsæmandi líf,“ segir Sólveig Anna. Hún segir félagið geta beitt sér betur með því að krefjast betri kjara fyrir félagsmenn, hugsanlega ráðast sjálft í byggingu húsnæðis fyrir fé úr eigin sjóðum og setja meiri þrýsting á stjórnvöld um aðgerðir. „Þetta snýst ekki bara um það að skipta um formann eða stjórn heldur að virkja fólk til þátttöku í baráttunni.“ Ragnar Þór Ingólfsson segist geta hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ. „Fyrir mér eru tveir vegir færir til að tengja sig betur við fólkið. „Annaðhvort verður það gert í gegnum ASÍ-þingið eða þá að við segjum okkur úr ASÍ, sem ég tel meiri líkur en minni á að við gerum.“ Hvernig sem fari þá sé staða Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, orðin afskaplega veik. Málið snúist hins vegar ekki bara um Gylfa. „Þetta er stefna hreyfingarinnar, taktleysi og sambandsleysi við grasrótina. Á því ber öll miðstjórnin ábyrgð. En þessir menn og konur sem sitja í miðstjórn ASÍ hafa misst öll tengsl við fólkið. Og þetta hefur gerst á lengri tíma. Núna finnst mér á grasrótinni og fólkinu almennt að það sé búið að fá nóg af þessu og nú sé kominn tími breytinga.“ „Þú þarft ekki annað en að horfa á skiltið niðri í Guðrúnartúni. Þá sérðu hverjir eru í sama húsinu. Starfsgreinasambandið, Landssamband lífeyrissjóða, Efling, Gildi lífeyrissjóður. Þetta er eins og einn stór kjarni af lobbíistum fyrir sömu stefnuna sem er að verja sjóðakerfið, auka sjóðssöfnunina. Það er eins og að það tali allir sama tungumálið sem eru inni í þessu húsi,“ segir Ragnar. Sólveig segir ótímabært að segja hvort hún eða hennar fólk muni sækjast eftir forystu í ASÍ þegar þing sambandsins fer fram í haust. „En ég get samt svarað því að ef við náum kjöri þá ætlum við okkur stóra hluti í verkalýðsbaráttunni. Við ætlum okkur stóra hluti og meinum það sem við erum að segja. Við ætlum ekki að mæta á einhver ASÍ-þing og halda okkur til hlés.“ Núverandi forseti, Gylfi Arnbjörnsson, segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti á þingi ASÍ í haust. „Ég hef gert það vanalega fyrir sumarleyfi,“ segir Gylfi, sem situr nú sitt tíunda ár sem forseti. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Ég veit ekkert hversu traustum fótum Ragnar stendur innan VR. Það hefur eiginlega verið skipt um formann þar í næstum hverri einustu kosningu undanfarin ár,“ segir Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði. Hann ritaði 100 ára sögu ASÍ sem kom út árið 2016. Sumarliði segir að komandi kosningar í Eflingu og næstu kosningar í VR geti skorið úr um það hvort breytingar séu að verða innan verkalýðshreyfingarinnar. Eins og staðan er nú virðast blikur vera á lofti innan verkalýðshreyfingarinnar. Ný kynslóð með róttækari áherslur sækist eftir forystuhlutverkum í stórum stéttarfélögum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem eru að hasla sér völl á þessu sviði, tala um uppreisn grasrótarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, sölumaður í Útilegumanninum, var kjörinn formaður VR, stærsta félagsins innan Alþýðusambands Íslands, í mars 2017. Hann hafði setið í stjórn félagsins allt frá árinu 2009. Nafni hans, Ragnar Þór Pétursson kennari, var svo kjörinn formaður Kennarasambands Íslands í nóvember. Hann tekur við embættinu í apríl. Þau Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, buðu sig bæði fram í sömu kosningum. Í skrifum sínum fyrir kosningarnar vakti Ragnar Þór gjarnan athygli á því að hann væri starfandi kennari, ólíkt mótframbjóðendum hans sem störfuðu báðir í Kennarahúsinu. Eftir kosningarnar fóru fram kosningar í Félagi grunnskólakennara þar sem nýr formaður var kjörinn í stað Ólafs. Síðustu daga hefur svo verið greint frá framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formennsku í Eflingu, næststærsta aðildarfélagi ASÍ. Hún býður sig fram gegn frambjóðanda uppstillingarnefndar félagsins, Ingvari Vigur Halldórssyni. Sigurður Bessason bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir átján ár í formennsku. Sumarliði tekur undir þá skoðun að það sé undiralda að rísa innan verkalýðshreyfingarinnar sem hugsanlega megi rekja til fyrstu áranna eftir hrun. „Þetta er náttúrlega að einhverju leyti sama fólkið sem þarna lætur til sín taka. Bæði Sólveig Anna og Ragnar,“ segir Sumarliði. En Sólveig Anna er einn hinna svokölluðu nímenninga sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu 8. desember 2008 í tengslum við búsáhaldabyltinguna. Ragnar Þór tók þátt í stofnun Borgarahreyfingarinnar, stjórnmálaflokks sem fékk menn kjörna á þing í alþingiskosningunum 2009. Hann kom líka að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Sumarliði telur hugsanlegt að erfið staða í húsnæðismálum kunni að valda því að þau Ragnar og Sólveig hafi náð eyrum fólks að undanförnu. „Þetta hefur bara varla verið svona slæmt. Ungt fólk sem er að reyna að koma sér fyrir og með þetta 300 þúsund kall í laun. Þetta er bara vonlaust.“ Þau Ragnar og Sólveig segja bæði að líkja megi atburðarásinni við uppreisn grasrótarinnar. Þau segja líka að breytingar í forystu tveggja stærstu aðildarfélaga ASÍ gætu leitt til breytinga á forystu samtakanna. „Auðvitað er þetta uppreisnarframboð,“ segir Sólveig. „Stemningin í grasrótinni er þannig að þetta er hægt og fólk getur haft raunveruleg áhrif ef það nennir þessu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Sólveig Anna segist knúin áfram í framboð til formanns Eflingar vegna óboðlegrar stöðu láglaunafólks. „Tekjur sem ekki er hægt að lifa af, sérstaklega eftir að húsnæðismarkaðurinn sprakk í loft upp. Þá hafa aðstæður okkar versnað til muna. Á einhverjum tíma upplifum við sem tilheyrum þessum láglaunastéttum þetta eins og við séum óvelkomin í samfélaginu. Sem er náttúrlega þversögn, vegna þess að annars vegar vinnum við vinnu sem er lífsnauðsynleg til þess að samfélagið haldi áfram að ganga. En á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að við getum átt mannsæmandi líf,“ segir Sólveig Anna. Hún segir félagið geta beitt sér betur með því að krefjast betri kjara fyrir félagsmenn, hugsanlega ráðast sjálft í byggingu húsnæðis fyrir fé úr eigin sjóðum og setja meiri þrýsting á stjórnvöld um aðgerðir. „Þetta snýst ekki bara um það að skipta um formann eða stjórn heldur að virkja fólk til þátttöku í baráttunni.“ Ragnar Þór Ingólfsson segist geta hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ. „Fyrir mér eru tveir vegir færir til að tengja sig betur við fólkið. „Annaðhvort verður það gert í gegnum ASÍ-þingið eða þá að við segjum okkur úr ASÍ, sem ég tel meiri líkur en minni á að við gerum.“ Hvernig sem fari þá sé staða Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, orðin afskaplega veik. Málið snúist hins vegar ekki bara um Gylfa. „Þetta er stefna hreyfingarinnar, taktleysi og sambandsleysi við grasrótina. Á því ber öll miðstjórnin ábyrgð. En þessir menn og konur sem sitja í miðstjórn ASÍ hafa misst öll tengsl við fólkið. Og þetta hefur gerst á lengri tíma. Núna finnst mér á grasrótinni og fólkinu almennt að það sé búið að fá nóg af þessu og nú sé kominn tími breytinga.“ „Þú þarft ekki annað en að horfa á skiltið niðri í Guðrúnartúni. Þá sérðu hverjir eru í sama húsinu. Starfsgreinasambandið, Landssamband lífeyrissjóða, Efling, Gildi lífeyrissjóður. Þetta er eins og einn stór kjarni af lobbíistum fyrir sömu stefnuna sem er að verja sjóðakerfið, auka sjóðssöfnunina. Það er eins og að það tali allir sama tungumálið sem eru inni í þessu húsi,“ segir Ragnar. Sólveig segir ótímabært að segja hvort hún eða hennar fólk muni sækjast eftir forystu í ASÍ þegar þing sambandsins fer fram í haust. „En ég get samt svarað því að ef við náum kjöri þá ætlum við okkur stóra hluti í verkalýðsbaráttunni. Við ætlum okkur stóra hluti og meinum það sem við erum að segja. Við ætlum ekki að mæta á einhver ASÍ-þing og halda okkur til hlés.“ Núverandi forseti, Gylfi Arnbjörnsson, segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti á þingi ASÍ í haust. „Ég hef gert það vanalega fyrir sumarleyfi,“ segir Gylfi, sem situr nú sitt tíunda ár sem forseti.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira