Verkefnisstjóri Alzheimersamtakanna gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2018 22:00 Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira