Bríet Ósk gerir það gott í Hollywood: „Stundum beðin um eiginhandaráritun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. febrúar 2018 13:30 Bríet Ósk er í dag búsett í London. „Ég leik „vonda kallinn“ í þáttunum,“ segir Bríet Ósk Kristjánsdóttir sem er að reyna fyrir sér úti í hinum stóra heima sem leikkona. Hún fer með hlutverk í þáttunum Life as a Mermaid sem hafa náð gríðarlegum vinsældum á YouTube og með yfir 25 milljón áhorf. „Þeir fjalla um hafmeyjusystur sem búa á landi og fara í gegnum ýmsar hremmingar, og ég sem vondi kallinn er að reyna að ræna þeim til þess að selja þær og græða þannig peninga. Við sem leikum í þáttunum fáum mikið af bréfum frá ungum aðdáendum og oft teikningar og myndbönd og slíkt sem þau hafa gert handa okkur og það er virkilega gaman. Þá erum við líka stundum beðin um eiginhandaráritun eða mynd á götum Los Angeles.“ Bríet segir að það sé alltaf jafn skrýtin tilfinning að vera beðin um áritun. „Það er alltaf jafn fyndið að sjá hvað þau eru sjokkeruð yfir því að ég sé almennileg manneskja í raunveruleikanum þar sem ég leik náttúrulega illmenni í þáttunum. Þau eru stundum jafnvel hrædd við mig, þangað til þau átta sig á því að Astrid og leikkonan Bríet eru náttúrulega ekki sama manneskjan. Stundum segja þau mér að þau voni lúmskt að Astrid muni ganga vel og hún finni hafmeyjurnar og ræni þeim. Ég held að það sé ágætis vísbending um að manni hafi tekist vel upp í vinnunni sinni þegar áhorfendur óska vonda kallinum góðs gengis.“Bríet í þættinum Life as a Mermaid.Aðal markhópur Life as a Mermaid eru ungar stúlkur og mikilvægur undirtónn í þáttaröðinni allri er að hvetja áhorfendur til að elta draumana sína og trúa á sjálfa sig, sama hvað. En kvenkyns karakterarnir í þáttunum eru óttalausar, sjálfstæðar, berjast fyrir sínu og eru almennt mjög hugrakkar. „En annar mikilvægur boðskapur með þáttaröðinni er umhverfisverndun. Það er lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að koma vel fram við plánetuna okkar og þá sérstaklega höfin, heimkynni hafmeyjanna. Þá er verið að hvetja áhorfendur til að draga úr plastnotkun og mikilvægi þess að endurvinna.“ Bríet segist eiga allskonar skemmtilegar sögur af ævintýrum í Hollywood. „En það er mikilvægt að vera alltaf á tánum og við öllu búinn í þessum bransa. Ég var t.d. nýverið óvænt beðin um að koma og vera live á ABC stöðinni í kjól eftir Warden Neil, sem er einn af stærstu hönnuðum Hollywood og hefur margfalt verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir hönnun sína. Svo einu sinni á setti kallaði leikstjórinn mig til sín og sagði mér að í næstu senu ætti karakterinn sem ég lék að fá brjálæðiskast og missa vitið. Þessu var bara óvænt hent á mig án nokkurs undirbúnings, og svo var það bara einn tveir og action.“Bríet tekur sig vel út á rauða dreglinum í Hollywood.Hún segir að maður verði því alltaf að vera tilbúin í slaginn. „Oft fær maður símtöl kannski seint að kvöldi frá umboðsaðila um verkefni eða áheyrnarprufu daginn eftir. Þá er bara að vaka og stúdera alla nóttina, en svefnlausar nætur eru algengar þegar mikið er að gera. Aðrir þættir sem ég hef verið í hafa verið/verða sýndir á stöðvum svo sem Sky, Oxygen, CBS, Netflix o.fl. Svo var ég nýverið í stuttmynd sem var leikstýrt af frábærum manni sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.“ Bríet segir að margt skemmtilegt fylgi því þegar manni gangi vel í þessum bransa. „Þó það sé ekki alltaf dans á rósum og mikil vinna á bakvið þetta allt saman. Maður fær boð á allskonar frumsýningar og viðburði. Svo hef ég t.d. verið á setti með ýmsum stórstjörnum eins og Kevin Hart, Nick Cannon og Alexander Skarsgård til að nefna nokkrar. Núna er ég reyndar búsett í London og er búin að vera hér í nokkra mánuði. Erlendis geng ég undir nafninu Brie Kristiansen.“ Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Sjá meira
„Ég leik „vonda kallinn“ í þáttunum,“ segir Bríet Ósk Kristjánsdóttir sem er að reyna fyrir sér úti í hinum stóra heima sem leikkona. Hún fer með hlutverk í þáttunum Life as a Mermaid sem hafa náð gríðarlegum vinsældum á YouTube og með yfir 25 milljón áhorf. „Þeir fjalla um hafmeyjusystur sem búa á landi og fara í gegnum ýmsar hremmingar, og ég sem vondi kallinn er að reyna að ræna þeim til þess að selja þær og græða þannig peninga. Við sem leikum í þáttunum fáum mikið af bréfum frá ungum aðdáendum og oft teikningar og myndbönd og slíkt sem þau hafa gert handa okkur og það er virkilega gaman. Þá erum við líka stundum beðin um eiginhandaráritun eða mynd á götum Los Angeles.“ Bríet segir að það sé alltaf jafn skrýtin tilfinning að vera beðin um áritun. „Það er alltaf jafn fyndið að sjá hvað þau eru sjokkeruð yfir því að ég sé almennileg manneskja í raunveruleikanum þar sem ég leik náttúrulega illmenni í þáttunum. Þau eru stundum jafnvel hrædd við mig, þangað til þau átta sig á því að Astrid og leikkonan Bríet eru náttúrulega ekki sama manneskjan. Stundum segja þau mér að þau voni lúmskt að Astrid muni ganga vel og hún finni hafmeyjurnar og ræni þeim. Ég held að það sé ágætis vísbending um að manni hafi tekist vel upp í vinnunni sinni þegar áhorfendur óska vonda kallinum góðs gengis.“Bríet í þættinum Life as a Mermaid.Aðal markhópur Life as a Mermaid eru ungar stúlkur og mikilvægur undirtónn í þáttaröðinni allri er að hvetja áhorfendur til að elta draumana sína og trúa á sjálfa sig, sama hvað. En kvenkyns karakterarnir í þáttunum eru óttalausar, sjálfstæðar, berjast fyrir sínu og eru almennt mjög hugrakkar. „En annar mikilvægur boðskapur með þáttaröðinni er umhverfisverndun. Það er lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að koma vel fram við plánetuna okkar og þá sérstaklega höfin, heimkynni hafmeyjanna. Þá er verið að hvetja áhorfendur til að draga úr plastnotkun og mikilvægi þess að endurvinna.“ Bríet segist eiga allskonar skemmtilegar sögur af ævintýrum í Hollywood. „En það er mikilvægt að vera alltaf á tánum og við öllu búinn í þessum bransa. Ég var t.d. nýverið óvænt beðin um að koma og vera live á ABC stöðinni í kjól eftir Warden Neil, sem er einn af stærstu hönnuðum Hollywood og hefur margfalt verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir hönnun sína. Svo einu sinni á setti kallaði leikstjórinn mig til sín og sagði mér að í næstu senu ætti karakterinn sem ég lék að fá brjálæðiskast og missa vitið. Þessu var bara óvænt hent á mig án nokkurs undirbúnings, og svo var það bara einn tveir og action.“Bríet tekur sig vel út á rauða dreglinum í Hollywood.Hún segir að maður verði því alltaf að vera tilbúin í slaginn. „Oft fær maður símtöl kannski seint að kvöldi frá umboðsaðila um verkefni eða áheyrnarprufu daginn eftir. Þá er bara að vaka og stúdera alla nóttina, en svefnlausar nætur eru algengar þegar mikið er að gera. Aðrir þættir sem ég hef verið í hafa verið/verða sýndir á stöðvum svo sem Sky, Oxygen, CBS, Netflix o.fl. Svo var ég nýverið í stuttmynd sem var leikstýrt af frábærum manni sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.“ Bríet segir að margt skemmtilegt fylgi því þegar manni gangi vel í þessum bransa. „Þó það sé ekki alltaf dans á rósum og mikil vinna á bakvið þetta allt saman. Maður fær boð á allskonar frumsýningar og viðburði. Svo hef ég t.d. verið á setti með ýmsum stórstjörnum eins og Kevin Hart, Nick Cannon og Alexander Skarsgård til að nefna nokkrar. Núna er ég reyndar búsett í London og er búin að vera hér í nokkra mánuði. Erlendis geng ég undir nafninu Brie Kristiansen.“
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein