Bríet Ósk gerir það gott í Hollywood: „Stundum beðin um eiginhandaráritun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. febrúar 2018 13:30 Bríet Ósk er í dag búsett í London. „Ég leik „vonda kallinn“ í þáttunum,“ segir Bríet Ósk Kristjánsdóttir sem er að reyna fyrir sér úti í hinum stóra heima sem leikkona. Hún fer með hlutverk í þáttunum Life as a Mermaid sem hafa náð gríðarlegum vinsældum á YouTube og með yfir 25 milljón áhorf. „Þeir fjalla um hafmeyjusystur sem búa á landi og fara í gegnum ýmsar hremmingar, og ég sem vondi kallinn er að reyna að ræna þeim til þess að selja þær og græða þannig peninga. Við sem leikum í þáttunum fáum mikið af bréfum frá ungum aðdáendum og oft teikningar og myndbönd og slíkt sem þau hafa gert handa okkur og það er virkilega gaman. Þá erum við líka stundum beðin um eiginhandaráritun eða mynd á götum Los Angeles.“ Bríet segir að það sé alltaf jafn skrýtin tilfinning að vera beðin um áritun. „Það er alltaf jafn fyndið að sjá hvað þau eru sjokkeruð yfir því að ég sé almennileg manneskja í raunveruleikanum þar sem ég leik náttúrulega illmenni í þáttunum. Þau eru stundum jafnvel hrædd við mig, þangað til þau átta sig á því að Astrid og leikkonan Bríet eru náttúrulega ekki sama manneskjan. Stundum segja þau mér að þau voni lúmskt að Astrid muni ganga vel og hún finni hafmeyjurnar og ræni þeim. Ég held að það sé ágætis vísbending um að manni hafi tekist vel upp í vinnunni sinni þegar áhorfendur óska vonda kallinum góðs gengis.“Bríet í þættinum Life as a Mermaid.Aðal markhópur Life as a Mermaid eru ungar stúlkur og mikilvægur undirtónn í þáttaröðinni allri er að hvetja áhorfendur til að elta draumana sína og trúa á sjálfa sig, sama hvað. En kvenkyns karakterarnir í þáttunum eru óttalausar, sjálfstæðar, berjast fyrir sínu og eru almennt mjög hugrakkar. „En annar mikilvægur boðskapur með þáttaröðinni er umhverfisverndun. Það er lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að koma vel fram við plánetuna okkar og þá sérstaklega höfin, heimkynni hafmeyjanna. Þá er verið að hvetja áhorfendur til að draga úr plastnotkun og mikilvægi þess að endurvinna.“ Bríet segist eiga allskonar skemmtilegar sögur af ævintýrum í Hollywood. „En það er mikilvægt að vera alltaf á tánum og við öllu búinn í þessum bransa. Ég var t.d. nýverið óvænt beðin um að koma og vera live á ABC stöðinni í kjól eftir Warden Neil, sem er einn af stærstu hönnuðum Hollywood og hefur margfalt verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir hönnun sína. Svo einu sinni á setti kallaði leikstjórinn mig til sín og sagði mér að í næstu senu ætti karakterinn sem ég lék að fá brjálæðiskast og missa vitið. Þessu var bara óvænt hent á mig án nokkurs undirbúnings, og svo var það bara einn tveir og action.“Bríet tekur sig vel út á rauða dreglinum í Hollywood.Hún segir að maður verði því alltaf að vera tilbúin í slaginn. „Oft fær maður símtöl kannski seint að kvöldi frá umboðsaðila um verkefni eða áheyrnarprufu daginn eftir. Þá er bara að vaka og stúdera alla nóttina, en svefnlausar nætur eru algengar þegar mikið er að gera. Aðrir þættir sem ég hef verið í hafa verið/verða sýndir á stöðvum svo sem Sky, Oxygen, CBS, Netflix o.fl. Svo var ég nýverið í stuttmynd sem var leikstýrt af frábærum manni sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.“ Bríet segir að margt skemmtilegt fylgi því þegar manni gangi vel í þessum bransa. „Þó það sé ekki alltaf dans á rósum og mikil vinna á bakvið þetta allt saman. Maður fær boð á allskonar frumsýningar og viðburði. Svo hef ég t.d. verið á setti með ýmsum stórstjörnum eins og Kevin Hart, Nick Cannon og Alexander Skarsgård til að nefna nokkrar. Núna er ég reyndar búsett í London og er búin að vera hér í nokkra mánuði. Erlendis geng ég undir nafninu Brie Kristiansen.“ Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ég leik „vonda kallinn“ í þáttunum,“ segir Bríet Ósk Kristjánsdóttir sem er að reyna fyrir sér úti í hinum stóra heima sem leikkona. Hún fer með hlutverk í þáttunum Life as a Mermaid sem hafa náð gríðarlegum vinsældum á YouTube og með yfir 25 milljón áhorf. „Þeir fjalla um hafmeyjusystur sem búa á landi og fara í gegnum ýmsar hremmingar, og ég sem vondi kallinn er að reyna að ræna þeim til þess að selja þær og græða þannig peninga. Við sem leikum í þáttunum fáum mikið af bréfum frá ungum aðdáendum og oft teikningar og myndbönd og slíkt sem þau hafa gert handa okkur og það er virkilega gaman. Þá erum við líka stundum beðin um eiginhandaráritun eða mynd á götum Los Angeles.“ Bríet segir að það sé alltaf jafn skrýtin tilfinning að vera beðin um áritun. „Það er alltaf jafn fyndið að sjá hvað þau eru sjokkeruð yfir því að ég sé almennileg manneskja í raunveruleikanum þar sem ég leik náttúrulega illmenni í þáttunum. Þau eru stundum jafnvel hrædd við mig, þangað til þau átta sig á því að Astrid og leikkonan Bríet eru náttúrulega ekki sama manneskjan. Stundum segja þau mér að þau voni lúmskt að Astrid muni ganga vel og hún finni hafmeyjurnar og ræni þeim. Ég held að það sé ágætis vísbending um að manni hafi tekist vel upp í vinnunni sinni þegar áhorfendur óska vonda kallinum góðs gengis.“Bríet í þættinum Life as a Mermaid.Aðal markhópur Life as a Mermaid eru ungar stúlkur og mikilvægur undirtónn í þáttaröðinni allri er að hvetja áhorfendur til að elta draumana sína og trúa á sjálfa sig, sama hvað. En kvenkyns karakterarnir í þáttunum eru óttalausar, sjálfstæðar, berjast fyrir sínu og eru almennt mjög hugrakkar. „En annar mikilvægur boðskapur með þáttaröðinni er umhverfisverndun. Það er lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að koma vel fram við plánetuna okkar og þá sérstaklega höfin, heimkynni hafmeyjanna. Þá er verið að hvetja áhorfendur til að draga úr plastnotkun og mikilvægi þess að endurvinna.“ Bríet segist eiga allskonar skemmtilegar sögur af ævintýrum í Hollywood. „En það er mikilvægt að vera alltaf á tánum og við öllu búinn í þessum bransa. Ég var t.d. nýverið óvænt beðin um að koma og vera live á ABC stöðinni í kjól eftir Warden Neil, sem er einn af stærstu hönnuðum Hollywood og hefur margfalt verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir hönnun sína. Svo einu sinni á setti kallaði leikstjórinn mig til sín og sagði mér að í næstu senu ætti karakterinn sem ég lék að fá brjálæðiskast og missa vitið. Þessu var bara óvænt hent á mig án nokkurs undirbúnings, og svo var það bara einn tveir og action.“Bríet tekur sig vel út á rauða dreglinum í Hollywood.Hún segir að maður verði því alltaf að vera tilbúin í slaginn. „Oft fær maður símtöl kannski seint að kvöldi frá umboðsaðila um verkefni eða áheyrnarprufu daginn eftir. Þá er bara að vaka og stúdera alla nóttina, en svefnlausar nætur eru algengar þegar mikið er að gera. Aðrir þættir sem ég hef verið í hafa verið/verða sýndir á stöðvum svo sem Sky, Oxygen, CBS, Netflix o.fl. Svo var ég nýverið í stuttmynd sem var leikstýrt af frábærum manni sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.“ Bríet segir að margt skemmtilegt fylgi því þegar manni gangi vel í þessum bransa. „Þó það sé ekki alltaf dans á rósum og mikil vinna á bakvið þetta allt saman. Maður fær boð á allskonar frumsýningar og viðburði. Svo hef ég t.d. verið á setti með ýmsum stórstjörnum eins og Kevin Hart, Nick Cannon og Alexander Skarsgård til að nefna nokkrar. Núna er ég reyndar búsett í London og er búin að vera hér í nokkra mánuði. Erlendis geng ég undir nafninu Brie Kristiansen.“
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira