Sport

Evrópumet hjá Júlían

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Júlían á mótinu í dag
Júlían á mótinu í dag mynd/Sigurjón Pétursson
Júlían J. K. Jóhannsson setti Evrópumet í kraftlyftingum þegar hann sigraði keppni í kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum í dag.

Júlían lyfti 372,5kg í réttstöðulyftu, sem er Evrópumet í +120kg flokki. Hann fékk 496,58 stig í stigakeppni mótsins sem dugði honum til sigurs.

Í öðru sæti var Jordan McLaughlin frá Bretlandi með 493,48 stig og það var einnig Breti sem hreppti bronsið, Michael Pennington með 484,4 stig.

Hin ítalska Carola Garra sigraði í kvennaflokki með 504,5 stig. Hún keppir í -63kg flokki og lyfti samanlagt 467,5 kg.

Tvær íslenskar stelpur fylgdu svo á eftir í öðru og þriðja sæti, Ellen Ýr Jónsdóttir með 373,3 stig og Arna Ösp Gunnarsdóttir með 359,6 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×