Sport

Chief Wahoo tekinn af búningum Indians

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chief Wahoo hefur prýtt treyjur Cleveland síðan 1947
Chief Wahoo hefur prýtt treyjur Cleveland síðan 1947 Vísir/Getty
Lið Cleveland Indians í bandarísku MLB deildinni þarf að breyta um merki fyrir árið 2019 þar sem það þykir ekki lengur við hæfi.

Merkið hefur verið í notkun síðan árið 1947 og er teiknað andlit af rauðum manni með fjöður í ennisbandi.

„Félagið samþykkir sjónarmið okkar að þetta merki er bara ekki lengur við hæfi,“ sagði stjórnarmaður MLB deildarinnar, Rob Manfred.

Félagið mun halda áfram að nota merkið út tímabil þessa árs, en frá og með næsta tímabili mun það þurfa að breyta um merki. Frumbyggjar Bandaríkjanna hafa gagnrýnt merkið harlega og finnst það sína kynþáttaníð.

„Þrátt fyrir að margir stuðningsmanna okkar beri taugar til Chief Wahoo [heiti mannsins á merkinu] þá er ég sammála Manfred í því að við þurfum að hætta að nota merkið,“ sagði eigandi Indians Paul Dolan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×