Áfall að lesa frásagnir íþróttakvenna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 18:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Ernir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir það hafa verið honum áfall að lesa frásagnir íþróttakvenna sem birtar voru í gær undir merkju MeToo. Hann segir að allir verði að geta treyst því að íþróttastarf sé öruggur vettvangur og það eigi að vera sameiginlegt forgangsverkefni að tryggja algjört öryggi iðkenda og annarra sem koma að íþróttamálum. Þetta kemur fram í vikulegum pistli borgarstjórans. „Brotin eru gróf og jafnvel grófari en í frásögnum annarra kvennahópa sem við höfum heyrt undanfarið og þolendurnir oft ungir. Ábyrgð gerenda er vitanlega grundvallaratriði en ábyrgð samfélagsins að hlusta - ekki aðeins á frásagnirnar heldur bregðast við er ótvíræð og mikil. Um það snýst líka ákall íþróttakvennanna,“ skrifar Dagur. Hann segir að íþróttir, íþróttaþátttaka, íþróttafélög og íþróttahreyfingin i heild hafi verið aðalsmerki og stolt samfélagsins. „Og við höfum oft í ræðu og riti fjallað um jákvæð áhrif þeirra. Samfélagið og sveitarfélögin hafa staðið myndarlega á bak við íþróttastarf með uppbyggingu og margvíslegum styrkjum. Við eigum því að finna til ábyrgðar og líta á það sem forgangsmál og frumskyldu að kynferðisleg áreitni eða ofbeldi verði ekki liðin í tengslum við íþróttastarf, keppni og æfingar.“Ábyrgðin skýr Hann segir að allir iðkendur, foreldrar þeirra og forráðamenn sem og allir sem komi að íþróttastarfi verði að geta treyst því að það sé örggur vettvangur og að tekið sé á málum sem koma upp af fagmennsku og festu. „Í því felst að staðið sé með þolendum og þeim veittur nauðsynlegur og eðlilegur stuðningur. Og þetta snýst líka greinilega um breytta menningu, og jafnrétti á öllum sviðum.“ Hann segir að ábyrgð forystu íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild, ásamt ábyrgð sveitarfélaganna sem fjármagna stóran hluta starfseminnar vera sérstaklega skýra þegar kemur að því að stíga skref um úrbætur. „Ég hef þegar verið í sambandi við forystu Íþróttabandalags Reykjavíkur til að bjóða fram stuðning borgarinnnar við viðbrögð og úrvinnslu einstakra mála, stuðning við gerð ferla og viðbragðsáætlana þar sem slíkt vantar. Það á að vera sameiginlegt forgangsverkefni að tryggja algjört öryggi iðkenda og allra annarra sem koma að íþróttamálum - að ótöldu umhverfi jafnréttis og virðingar í öllum samskiptum. Annað kemur ekki til greina. Ég vil þakka íþróttakonunum sem að baki ákallinu standa alveg sérstaklega fyrir hugrekkið og forystuna. Nú tökum við höndum saman og gerum þær breytingar sem þarf.“ MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Vinnumarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti, ofbeldi og áreitni Stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag. Þá verður skipaður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. 11. janúar 2018 19:45 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir það hafa verið honum áfall að lesa frásagnir íþróttakvenna sem birtar voru í gær undir merkju MeToo. Hann segir að allir verði að geta treyst því að íþróttastarf sé öruggur vettvangur og það eigi að vera sameiginlegt forgangsverkefni að tryggja algjört öryggi iðkenda og annarra sem koma að íþróttamálum. Þetta kemur fram í vikulegum pistli borgarstjórans. „Brotin eru gróf og jafnvel grófari en í frásögnum annarra kvennahópa sem við höfum heyrt undanfarið og þolendurnir oft ungir. Ábyrgð gerenda er vitanlega grundvallaratriði en ábyrgð samfélagsins að hlusta - ekki aðeins á frásagnirnar heldur bregðast við er ótvíræð og mikil. Um það snýst líka ákall íþróttakvennanna,“ skrifar Dagur. Hann segir að íþróttir, íþróttaþátttaka, íþróttafélög og íþróttahreyfingin i heild hafi verið aðalsmerki og stolt samfélagsins. „Og við höfum oft í ræðu og riti fjallað um jákvæð áhrif þeirra. Samfélagið og sveitarfélögin hafa staðið myndarlega á bak við íþróttastarf með uppbyggingu og margvíslegum styrkjum. Við eigum því að finna til ábyrgðar og líta á það sem forgangsmál og frumskyldu að kynferðisleg áreitni eða ofbeldi verði ekki liðin í tengslum við íþróttastarf, keppni og æfingar.“Ábyrgðin skýr Hann segir að allir iðkendur, foreldrar þeirra og forráðamenn sem og allir sem komi að íþróttastarfi verði að geta treyst því að það sé örggur vettvangur og að tekið sé á málum sem koma upp af fagmennsku og festu. „Í því felst að staðið sé með þolendum og þeim veittur nauðsynlegur og eðlilegur stuðningur. Og þetta snýst líka greinilega um breytta menningu, og jafnrétti á öllum sviðum.“ Hann segir að ábyrgð forystu íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild, ásamt ábyrgð sveitarfélaganna sem fjármagna stóran hluta starfseminnar vera sérstaklega skýra þegar kemur að því að stíga skref um úrbætur. „Ég hef þegar verið í sambandi við forystu Íþróttabandalags Reykjavíkur til að bjóða fram stuðning borgarinnnar við viðbrögð og úrvinnslu einstakra mála, stuðning við gerð ferla og viðbragðsáætlana þar sem slíkt vantar. Það á að vera sameiginlegt forgangsverkefni að tryggja algjört öryggi iðkenda og allra annarra sem koma að íþróttamálum - að ótöldu umhverfi jafnréttis og virðingar í öllum samskiptum. Annað kemur ekki til greina. Ég vil þakka íþróttakonunum sem að baki ákallinu standa alveg sérstaklega fyrir hugrekkið og forystuna. Nú tökum við höndum saman og gerum þær breytingar sem þarf.“
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Vinnumarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti, ofbeldi og áreitni Stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag. Þá verður skipaður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. 11. janúar 2018 19:45 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Vinnumarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti, ofbeldi og áreitni Stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag. Þá verður skipaður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. 11. janúar 2018 19:45
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00