Sport

„Ég er farinn heim að telja milljónir“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ætli gælunafn Tomic sé Jóakim Aðalönd?
Ætli gælunafn Tomic sé Jóakim Aðalönd? vísir/getty
Ástralinn Bernard Tomic komst ekki inn á Opna ástralska tennismótið og sagðist þá ætla að fara heim og telja milljónirnar sínar.

Tomic er í 142. sæti heimslistans og hefur tekið þátt á Opna ástralska á hverju ári síðan árið 2008. Hann tapaði fyrir hinum ítalska Lorenzo Sonego í lokaumferð undankeppni mótsins.

„Ég tel bara peninga. Það er það eina sem ég geri,“ sagði Tomic í viðtali eftir að ljóst væri að hann yrði ekki með á mótinu.

„Reynið þið að gera það sem ég gerði, vinna 13-14 milljónir. Gangi ykkur vel, bless bless.“

Í fyrra var sett út á skuldbindingu fólks í tennisheiminum og þá svaraði Tomic þeirri gagnrýni með því að segja: „Afhverju ætti þér ekki að standa á sama ef þú ert 23 og virði meira en 10 milljón dollara?“

Tomic hefur áður verið gagnrýndur fyrir ummæli sín og hann hefur látið hafa eftir sér að hann nenni ekki að keppa á stórmótum og sé of upptekinn til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×