Rusl úr flugeldi dró Lukku nærri til dauða Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2018 08:00 Helga Þ. Stephensen og hundurinn Lukka. Vísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Þetta er búið að vera rosa ástand síðan um áramótin eiginlega,“ segir Helga Þ. Stephensen leikari, sem á hundinn Lukku sem hún þurfti að leita með til dýralæknis áður en tappi úr flugeldi fannst í maga dýrsins. „Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó. Þær eru svo flinkar og góðar á Dýraspítalanum, Katrín og Hrund.“Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum.vísir/vilhelmHelga og Lukka búa í miðbænum þar sem þær fara iðulega í göngutúra saman. Helga taldi líklegt að Lukka hefði komist í rusl í Hljómskálagarðinum, þar sem mikið var sprengt um áramótin. Hegðun Lukku breyttist fljótlega eftir áramót og segir eigandinn hennar að hún hafi hætt að nærast. „Þetta var svo skorið burt að lokum. Þá var þetta stærðarinnar korktappi með gati í gegn. Við nánari skoðun sáum við að þetta var líklega úr flugeldi. Þetta er úr einhvers konar korki og hálfbrunnið. Þetta var einfaldlega að drepa hundinn. Dýralæknirinn sagði að það hefði bara verið korter í það.“ Aðgerðin kostaði Helgu 200 þúsund krónur, en sem betur fer hafði hún tryggt Lukku vel og býst við því að hún sé tryggð fyrir þessu óhappi. Hún segir áramótin erfið fyrir dýrin og þetta væri ekki til að bæta það.Tappinn sem Lukka át og þurfti að sækja með skurðaðgerð. Hann er tæplega 5 cm að lengd.„Þetta er því ekki bara hávaðinn og lætin í kringum þetta sem er slæmt fyrir dýrin, heldur einnig þessi svakalegu eftirköst, allt þetta sorp sem er skilið eftir úti um allt og ekki hreinsað um leið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum eru slík óhöpp algengari á þessum árstíma. „Við höfum fengið einn kött í ár og nokkra hunda. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er ársins, en er kannski algengara núna,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, sem er dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal. „Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira