Áfram dráttur á skipun dómara Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. janúar 2018 19:00 Settur dómsmálaráðherra gerði alvarlegar athugasemdir við umsögn dómnefndar um umsækjendurum átta dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur og Vestfjarða.Í svarbréfi nefndarinnar áréttar nefndin að hún lúti ekki boðvaldi ráðherra heldur sé hún sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Eitt af því sem ráðherra gerði athugasemdir við var að umsækjanda með tuttugu ára reynslu sem héraðsdómari var raðað skör lægra en umsækjanda sem hafði verið settur dómari í átta ár. Í svarbréfi nefndarinnar segir: „Viðkomandi umsækjandi hefur sinnt dómarastörfum í um 16 ár, en ekki 20, að teknu tilliti til leyfa. Enn er þess að gæta að viðkomandi umsækjandi hefur ekki sinnt dómstörfum frá lokum ágúst 2008.“ Ráðherra vísaði líka til þess að lögmaður með 30 ára reynslu hefði verið metinn í 8.-10. sæti undir matsþættinum lögmannsstörf. Nefndin segir að umræddur lögmaður hafi lengst af starfað sem fulltrúi annarra lögmanna en ekki sjálfstætt með þeirri ábyrgð sem því fylgir og lætur síðan þessa ályktun fylgja um störf hans: „Samkvæmt opinberum gögnum verður hvorki séð að lögmannsstörf hans hafi verið fjölbreytt né umfangsmikil.“ Dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu. Það þýddi að allir starfsmenn ráðuneytisins urðu vanhæfir og því hafa lögfræðingar utanríkisráðuneytisins komið að þessari vinnu fyrir hönd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar setts dómsmálaráðherra. Gert var ráð fyrir því að þeir átta héraðsdómarar sem skipa átti hæfu störf 2. janúar. Ljóst er að frekari dráttur verður á skipun þeirra og eins og sakir standa liggur ekki fyrir hverjar lyktir málsins verða. „Við fengum umsögn frá nefndinni fyrir sjö virkum dögum. Þremur virkum dögum seinna sendum við spurningar til nefndarinnar vegna þess að okkar fannst rökstuðningur nefndarinnar ekki forsvaranlegur. Við fengum svarbréf í gær og við erum að reyna að vinna það eins og hratt og mögulegt er en á sama tíma að vanda vel til verka,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Settur dómsmálaráðherra gerði alvarlegar athugasemdir við umsögn dómnefndar um umsækjendurum átta dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur og Vestfjarða.Í svarbréfi nefndarinnar áréttar nefndin að hún lúti ekki boðvaldi ráðherra heldur sé hún sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Eitt af því sem ráðherra gerði athugasemdir við var að umsækjanda með tuttugu ára reynslu sem héraðsdómari var raðað skör lægra en umsækjanda sem hafði verið settur dómari í átta ár. Í svarbréfi nefndarinnar segir: „Viðkomandi umsækjandi hefur sinnt dómarastörfum í um 16 ár, en ekki 20, að teknu tilliti til leyfa. Enn er þess að gæta að viðkomandi umsækjandi hefur ekki sinnt dómstörfum frá lokum ágúst 2008.“ Ráðherra vísaði líka til þess að lögmaður með 30 ára reynslu hefði verið metinn í 8.-10. sæti undir matsþættinum lögmannsstörf. Nefndin segir að umræddur lögmaður hafi lengst af starfað sem fulltrúi annarra lögmanna en ekki sjálfstætt með þeirri ábyrgð sem því fylgir og lætur síðan þessa ályktun fylgja um störf hans: „Samkvæmt opinberum gögnum verður hvorki séð að lögmannsstörf hans hafi verið fjölbreytt né umfangsmikil.“ Dómsmálaráðherra lýsti sig vanhæfan í málinu. Það þýddi að allir starfsmenn ráðuneytisins urðu vanhæfir og því hafa lögfræðingar utanríkisráðuneytisins komið að þessari vinnu fyrir hönd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar setts dómsmálaráðherra. Gert var ráð fyrir því að þeir átta héraðsdómarar sem skipa átti hæfu störf 2. janúar. Ljóst er að frekari dráttur verður á skipun þeirra og eins og sakir standa liggur ekki fyrir hverjar lyktir málsins verða. „Við fengum umsögn frá nefndinni fyrir sjö virkum dögum. Þremur virkum dögum seinna sendum við spurningar til nefndarinnar vegna þess að okkar fannst rökstuðningur nefndarinnar ekki forsvaranlegur. Við fengum svarbréf í gær og við erum að reyna að vinna það eins og hratt og mögulegt er en á sama tíma að vanda vel til verka,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira