Íbúar númer 8.999 og 9.000 í Árborg heiðraðir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2018 20:37 Íbúar númer 8.999 og 9.000 í Sveitarfélaginu Árborg, Stefán sem er pípulagningameistari og Bára sem hefur starfað sem starfsstúlka á dvalarheimilum aldraðra. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar eru nú komnir yfir 9.000 og af því tilefni voru hjónin Stefán Hafsteinn Jónsson og Bára Leifsdóttir heiðruð síðdegis en þau eru nýflutt í húsið við Gráhellu 6 á Selfossi. Stefán var íbúi númer 8.999 og Bára númer 9.000. Þau tóku á móti blómvendi af þessu tilefni frá Kjartani Björnssyni, forseta bæjarstjórnar og Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Stefán og Bára bjuggu á Selfossi fyrir fimmtán árum, en fluttu þá til Reykjavík og eru nú komin aftur á Selfoss. „Það er frábært að vera komin hingað aftur, við erum alsæl með það. Þá spillir ekki fyrir hvað það er stutt að keyra upp á Skeið en þar eigum við hús á bænum Kálfhóli í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem við vorum kúabændur til margra ára,“ segir Bára.Stefán og Bára, ásamt Kjartani Björnssyni, forseta bæjarstjórnar og Ástu Stefánsdóttur,framkvæmdastjóra sveitarfélagsins.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonFjölgaði um 553 manns 2017Íbúum í Árborg fjölgaði um 553 manns á árinu 2017 sem er 6,17% fjölgun. Það hefur fjölgað í öllum byggðarkjörnunum og í dreifbýlinu. Á Selfossi fjölgaði mest eða um 423, á Eyrarbakka um 24 og á Stokkseyri um 49. Á því svæði sem áður tilheyrði Sandvíkurhreppi fjölgaði um 18 manns. Reiknað er með að íbúunum munu fjölga enn frekar á árinu 2018. „Já, ég á von á því að það muni eitthvað halda áfram að fjölga á næsta ári, jafnvel þó að eitthvað kunni að hægja á. Það er mikið af húsnæði í byggingu hér ennþá og margar íbúðir munu koma á markaðinn á árinu 2018,“ segir Ásta. „Það er mjög ánægjulegt að svona margir skuli velja Sveitarfélagið Árborg sem stað til að búa á. Þjónustan hér stenst allan samanburð á landsvísu, sama hvort horft er til þjónustu við börn og ungmenni, eldri borgara eða aðra hópa og mikil uppbygging framundan t.d. hvað varðar aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra, hjúkrunarheimili, íþróttamannvirki og leik- og grunnskóla,“ segir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. „Hækkandi fasteignaverð hér virðist ekki hafa dregið úr straumnum. Það er líka ánægjulegt að það skuli fjölga fólki alls staðar í sveitarfélaginu. Mörg lítil þorp eru í varnarbaráttu og glíma við fækkun íbúa, en á Eyrarbakka og Stokkseyri fjölgar fólki. Einnig virðast margir telja það góðan kost að búa í dreifbýlinu.“ Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar eru nú komnir yfir 9.000 og af því tilefni voru hjónin Stefán Hafsteinn Jónsson og Bára Leifsdóttir heiðruð síðdegis en þau eru nýflutt í húsið við Gráhellu 6 á Selfossi. Stefán var íbúi númer 8.999 og Bára númer 9.000. Þau tóku á móti blómvendi af þessu tilefni frá Kjartani Björnssyni, forseta bæjarstjórnar og Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Stefán og Bára bjuggu á Selfossi fyrir fimmtán árum, en fluttu þá til Reykjavík og eru nú komin aftur á Selfoss. „Það er frábært að vera komin hingað aftur, við erum alsæl með það. Þá spillir ekki fyrir hvað það er stutt að keyra upp á Skeið en þar eigum við hús á bænum Kálfhóli í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem við vorum kúabændur til margra ára,“ segir Bára.Stefán og Bára, ásamt Kjartani Björnssyni, forseta bæjarstjórnar og Ástu Stefánsdóttur,framkvæmdastjóra sveitarfélagsins.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonFjölgaði um 553 manns 2017Íbúum í Árborg fjölgaði um 553 manns á árinu 2017 sem er 6,17% fjölgun. Það hefur fjölgað í öllum byggðarkjörnunum og í dreifbýlinu. Á Selfossi fjölgaði mest eða um 423, á Eyrarbakka um 24 og á Stokkseyri um 49. Á því svæði sem áður tilheyrði Sandvíkurhreppi fjölgaði um 18 manns. Reiknað er með að íbúunum munu fjölga enn frekar á árinu 2018. „Já, ég á von á því að það muni eitthvað halda áfram að fjölga á næsta ári, jafnvel þó að eitthvað kunni að hægja á. Það er mikið af húsnæði í byggingu hér ennþá og margar íbúðir munu koma á markaðinn á árinu 2018,“ segir Ásta. „Það er mjög ánægjulegt að svona margir skuli velja Sveitarfélagið Árborg sem stað til að búa á. Þjónustan hér stenst allan samanburð á landsvísu, sama hvort horft er til þjónustu við börn og ungmenni, eldri borgara eða aðra hópa og mikil uppbygging framundan t.d. hvað varðar aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra, hjúkrunarheimili, íþróttamannvirki og leik- og grunnskóla,“ segir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. „Hækkandi fasteignaverð hér virðist ekki hafa dregið úr straumnum. Það er líka ánægjulegt að það skuli fjölga fólki alls staðar í sveitarfélaginu. Mörg lítil þorp eru í varnarbaráttu og glíma við fækkun íbúa, en á Eyrarbakka og Stokkseyri fjölgar fólki. Einnig virðast margir telja það góðan kost að búa í dreifbýlinu.“
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira