ASÍ: Ráðstöfunartekjur hátekjuhópa hækka sexfalt meira en lág- og millitekjufólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 10:45 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi en ýmsar skattbreytingar tóku gildi um liðin áramót í samræmi við fjárlög og önnur gildandi lög í landinu. Vísir/Ernir Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir að þær skattbreytingar sem tóku gildi um síðustu áramót hafi hækkað ráðstöfunartekjur hátekjufólks um 78 þúsund krónur en ráðstöfunartekjur lág-og millitekjufólks um 12 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en um áramót hækkaði persónuafsláttur til samræmis við hækkun á verðlagi undanfarið ár. Eins og lög gera ráð fyrir hækkuðu efri tekjumörk til samræmis við launavísitölu en ASÍ hefur ítrekað vakið athygli „á þessu ósamræmi í framkvæmd skattkerfisins, sem leiðir kerfisbundið til aukins tekjuójafnaðar. Þannig nam hækkun persónuafsláttur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekjumörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekjuskattur í efra skattþrepi nú af tekjum yfir 893.713 krónur á mánuði í stað 834.707 kr. áður,“ segir í tilkynningu sambandsins. Þannig hafi þróun persónuafsláttar meiri áhrif á skattbyrði eftir því sem tekjur eru lægri. Hann myndi í raun skattleysismörk að óbreyttu skatthlutfalli og má því líta á hann sem fyrsta þrep skattkerfisins að sögn ASÍ. „Tekjumörk í efra skattþrepi hafa hins vegar einungis áhrif á skattbyrði tekjuhærri hópa. Þannig má segja að tekjumörkin í fyrsta þrepi (skattleysismörkin) hafi um áramót hækkað úr 143.224 krónum á mánuði í kr. 145.899 eða um 1,9% á sama tíma og tekjumörkin í efra þrepi hækkuðu úr 834.707 kr. í 893.713 kr. eða um 7,1%. Ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast um 78.000 kr. en lág- og millitekjufólks um tæp 12.000. Þetta misræmi veldur því að ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast mun meira en þeirra tekjulægri. Þannig lækkaði sem dæmi staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hjá einstaklingi með 350.000 krónur í mánaðarlaun um áramótin úr 71.211 krónum á mánuði í kr. 70.223 krónur og ráðstöfunartekjur þessa einstaklings jukust þannig um 988 krónur á mánuði eða 11.800 krónur á ári sem samsvarar 0,3% aukningu ráðstöfunartekna. Ef litið er á hag þeirra sem eru með tekjur yfir efri tekjumörkunum skattkerfisins, þ.e. yfir 893.713 kr.,lækkar staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hins vegar mun meira hjá þeim eða um 6.476 krónur á mánuði. Ráðstöfunartekjur þeirra hækka því um ríflega 77.700 krónur á ári, sem samsvarar t.a.m. 0,9% aukningu ráðstöfunartekna hjá einstaklingi sem hefur 1.000.000 kr. mánaðarlaun.“ Alþingi Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Auk þess munu útvarpsgjöld og krónutölugjöld hækka. Fjármagnstekjuskattur hækkar um 2 prósent en frítekjumark hækkar meðfram því. 29. desember 2017 16:19 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir að þær skattbreytingar sem tóku gildi um síðustu áramót hafi hækkað ráðstöfunartekjur hátekjufólks um 78 þúsund krónur en ráðstöfunartekjur lág-og millitekjufólks um 12 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en um áramót hækkaði persónuafsláttur til samræmis við hækkun á verðlagi undanfarið ár. Eins og lög gera ráð fyrir hækkuðu efri tekjumörk til samræmis við launavísitölu en ASÍ hefur ítrekað vakið athygli „á þessu ósamræmi í framkvæmd skattkerfisins, sem leiðir kerfisbundið til aukins tekjuójafnaðar. Þannig nam hækkun persónuafsláttur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekjumörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekjuskattur í efra skattþrepi nú af tekjum yfir 893.713 krónur á mánuði í stað 834.707 kr. áður,“ segir í tilkynningu sambandsins. Þannig hafi þróun persónuafsláttar meiri áhrif á skattbyrði eftir því sem tekjur eru lægri. Hann myndi í raun skattleysismörk að óbreyttu skatthlutfalli og má því líta á hann sem fyrsta þrep skattkerfisins að sögn ASÍ. „Tekjumörk í efra skattþrepi hafa hins vegar einungis áhrif á skattbyrði tekjuhærri hópa. Þannig má segja að tekjumörkin í fyrsta þrepi (skattleysismörkin) hafi um áramót hækkað úr 143.224 krónum á mánuði í kr. 145.899 eða um 1,9% á sama tíma og tekjumörkin í efra þrepi hækkuðu úr 834.707 kr. í 893.713 kr. eða um 7,1%. Ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast um 78.000 kr. en lág- og millitekjufólks um tæp 12.000. Þetta misræmi veldur því að ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast mun meira en þeirra tekjulægri. Þannig lækkaði sem dæmi staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hjá einstaklingi með 350.000 krónur í mánaðarlaun um áramótin úr 71.211 krónum á mánuði í kr. 70.223 krónur og ráðstöfunartekjur þessa einstaklings jukust þannig um 988 krónur á mánuði eða 11.800 krónur á ári sem samsvarar 0,3% aukningu ráðstöfunartekna. Ef litið er á hag þeirra sem eru með tekjur yfir efri tekjumörkunum skattkerfisins, þ.e. yfir 893.713 kr.,lækkar staðgreiddur tekjuskattur og útsvar hins vegar mun meira hjá þeim eða um 6.476 krónur á mánuði. Ráðstöfunartekjur þeirra hækka því um ríflega 77.700 krónur á ári, sem samsvarar t.a.m. 0,9% aukningu ráðstöfunartekna hjá einstaklingi sem hefur 1.000.000 kr. mánaðarlaun.“
Alþingi Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Auk þess munu útvarpsgjöld og krónutölugjöld hækka. Fjármagnstekjuskattur hækkar um 2 prósent en frítekjumark hækkar meðfram því. 29. desember 2017 16:19 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Auk þess munu útvarpsgjöld og krónutölugjöld hækka. Fjármagnstekjuskattur hækkar um 2 prósent en frítekjumark hækkar meðfram því. 29. desember 2017 16:19