Sport

Washington meistari í NHL-deildinni í fyrsta skipti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tannlaus og glæsilegur Ovechkin tekur hér við Stanley-bikarnum.
Tannlaus og glæsilegur Ovechkin tekur hér við Stanley-bikarnum. vísir/getty
Öskubuskuævintýri Las Vegas Golden Knights tók enda í nótt er liðið tapaði, 4-3, fyrir Washington Capitals í úrslitum NHL-deildarinnar.

Capitals vann því einvígi liðanna 4-1 og lyfti Stanley-bikarnum eftirsótta í fyrsta skipti í 44 ára sögu félagsins.

Það er sögulegt en það hefði verið enn sögulegra ef Goldne Knights hefði unnið enda er félagið á sínu fyrsta tímabili í deildinni og náði hreint út sagt lygilegum árangri. Það var þó enginn Disney-endir á þeirra tímabili.

Það hefur ekki verið mikil uppskera hjá íþróttaliðum höfuðborgar Bandaríkjanna og þetta er fyrsti titill Washington-borgar síán 1992 er Washington Redskins vann Super Bowl-leikinn í NFL-deildinni.

Rússinn Alex Ovechkin lyfti svo Stanley-bikarnum eftir leik en hann er fyrsti Rússinn sem er fyrirliði meistara í NHL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×