Félagið vildi fara nýjar leiðir Hjörvar Ólafsson skrifar 26. apríl 2018 09:30 Besta sundfólk landsins hefur æft hjá Jacky síðustu ár. Fréttablaðið/Daníel Styr hefur staðið um sundfélagið Ægi síðustu daga, en stjórn félagsins ákvað nýverið að skipta um yfirþjálfara hjá félaginu. Ákveðið hefur verið að Guðmundur Sveinn Hafþórsson taki við starfi yfirþjálfara hjá Ægi 1. ágúst næstkomandi af Jacky Pellerin sem sinnt hefur starfinu frá árinu 2007. Þjálfaraskiptin voru tilkynnt í byrjun þessarar viku í kjölfar þess að Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug lauk. Skilja mátti orð Jacky í samtali við fjölmiðla á þann hátt að hann hefði verði rekinn úr starfi án teljandi ástæðu og að það hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.Vildum taka nýja stefnu Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarmaður hjá Ægi, segir það ekki alls kostar rétt að hann hafi verið rekinn án þess að ástæða liggi þar að baki. Ásgeir segir að ákveðið hafi verið að fara í skipulagsbreytingar hjá félaginu og sú ákvörðun tekin að yfirþjálfarinn sinni fleiri störfum en einungis afrekshópi félagsins. Því hafi verið heillavænlegast að mati stjórnar að skipta um mann í brúnni. „Það var ákveðið að skipta um stefnu hjá félaginu, það er að yfirþjálfari Ægis myndi sinna þjálfun allra sem æfa hjá félaginu, en ekki bara afrekshluta félagsins. Okkar hugmyndir voru þær að ráða annan mann í starf yfirþjálfara sem myndi byggja grasrót félagsins upp frá grunni og starfa á breiðari grundvelli en Jacky hefur gert,“ segir Ásgeir og bætti við: „Við höfum þar að auki þær hugmyndir að fara í samstarf við fleiri félög um sameinaðan afrekshóp sem kæmi til greina að Jacky myndi sjá um að þjálfa,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. „Jacky var sagt upp störfum í mars og á sama tíma samið um það að hann myndi starfa af jafn miklum heilindum og hann hafði ávallt gert út yfirstandandi sundár. Jacky myndi sem sagt starfa út keppnistímabilið, hætta síðan störfum í sumar og nýr maður tæki þá við starfi hans. Það kom okkur að óvörum þegar Jacky tilkynnti afmörkuðum hópi sundmanna Ægis um ákvörðun okkar.“Ánægð með störf hans Mikil ánægja ríkir hjá Ægi með störf Jacky en margir af fremstu sundköppum Íslands æfðu hjá honum. „Það verður að koma fram að við höfum verið afskaplega ánægð með störf Jacky hjá Ægi. Hann hefur verið við störf hjá okkur í rúm tíu ár og það gefur augaleið þegar tekið er mið af þeim langa starfstíma að við höfum verið ánægð með hans störf. Jacky hefur til að mynda komið að þjálfun Eyglóar Óskar Gústafsdóttur, Jakobs Jóhanns Sveinssonar, Antons Sveins McKee og Söruh Blake Bateman og aðstoðað þau við að komast í fremstu röð,“ sagði Ásgeir um tíma Jacky hjá Ægi. „Ég trúi því og treysti að Jacky muni vinna af jafn mikilli fagmennsku og hann hefur gert undanfarin tíu ár. Það er mikið í húfi fyrir sundfólkið okkar og til að mynda eru margir sem stefna að því að ná lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið. Við göngum út frá því að Jacky starfi hjá okkur fram á sumarið og geri það með miklum sóma. Það kemur svo í ljós í framhaldinu hvort þau áform sem við höfum haft um að mynda sameinaðan afrekshóp undir handleiðslu Jacky geti orðið að veruleika,“ sagði Ásgeir að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Styr hefur staðið um sundfélagið Ægi síðustu daga, en stjórn félagsins ákvað nýverið að skipta um yfirþjálfara hjá félaginu. Ákveðið hefur verið að Guðmundur Sveinn Hafþórsson taki við starfi yfirþjálfara hjá Ægi 1. ágúst næstkomandi af Jacky Pellerin sem sinnt hefur starfinu frá árinu 2007. Þjálfaraskiptin voru tilkynnt í byrjun þessarar viku í kjölfar þess að Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug lauk. Skilja mátti orð Jacky í samtali við fjölmiðla á þann hátt að hann hefði verði rekinn úr starfi án teljandi ástæðu og að það hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.Vildum taka nýja stefnu Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarmaður hjá Ægi, segir það ekki alls kostar rétt að hann hafi verið rekinn án þess að ástæða liggi þar að baki. Ásgeir segir að ákveðið hafi verið að fara í skipulagsbreytingar hjá félaginu og sú ákvörðun tekin að yfirþjálfarinn sinni fleiri störfum en einungis afrekshópi félagsins. Því hafi verið heillavænlegast að mati stjórnar að skipta um mann í brúnni. „Það var ákveðið að skipta um stefnu hjá félaginu, það er að yfirþjálfari Ægis myndi sinna þjálfun allra sem æfa hjá félaginu, en ekki bara afrekshluta félagsins. Okkar hugmyndir voru þær að ráða annan mann í starf yfirþjálfara sem myndi byggja grasrót félagsins upp frá grunni og starfa á breiðari grundvelli en Jacky hefur gert,“ segir Ásgeir og bætti við: „Við höfum þar að auki þær hugmyndir að fara í samstarf við fleiri félög um sameinaðan afrekshóp sem kæmi til greina að Jacky myndi sjá um að þjálfa,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. „Jacky var sagt upp störfum í mars og á sama tíma samið um það að hann myndi starfa af jafn miklum heilindum og hann hafði ávallt gert út yfirstandandi sundár. Jacky myndi sem sagt starfa út keppnistímabilið, hætta síðan störfum í sumar og nýr maður tæki þá við starfi hans. Það kom okkur að óvörum þegar Jacky tilkynnti afmörkuðum hópi sundmanna Ægis um ákvörðun okkar.“Ánægð með störf hans Mikil ánægja ríkir hjá Ægi með störf Jacky en margir af fremstu sundköppum Íslands æfðu hjá honum. „Það verður að koma fram að við höfum verið afskaplega ánægð með störf Jacky hjá Ægi. Hann hefur verið við störf hjá okkur í rúm tíu ár og það gefur augaleið þegar tekið er mið af þeim langa starfstíma að við höfum verið ánægð með hans störf. Jacky hefur til að mynda komið að þjálfun Eyglóar Óskar Gústafsdóttur, Jakobs Jóhanns Sveinssonar, Antons Sveins McKee og Söruh Blake Bateman og aðstoðað þau við að komast í fremstu röð,“ sagði Ásgeir um tíma Jacky hjá Ægi. „Ég trúi því og treysti að Jacky muni vinna af jafn mikilli fagmennsku og hann hefur gert undanfarin tíu ár. Það er mikið í húfi fyrir sundfólkið okkar og til að mynda eru margir sem stefna að því að ná lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið. Við göngum út frá því að Jacky starfi hjá okkur fram á sumarið og geri það með miklum sóma. Það kemur svo í ljós í framhaldinu hvort þau áform sem við höfum haft um að mynda sameinaðan afrekshóp undir handleiðslu Jacky geti orðið að veruleika,“ sagði Ásgeir að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira