Innlent

Pétur Gunnarsson fallinn frá

Birgir Olgeirsson skrifar
Pétur Gunnarsson var 58 ára gamall.
Pétur Gunnarsson var 58 ára gamall. Vísir
Blaðamaðurinn Pétur Gunnarsson er látinn, 58 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í gærkvöldi eftir að hafa greinst með krabbamein í lok júlí í fyrra.

Á ferli sínum kom Pétur víða við. Að loknu stúdentsprófi starfaði hann sem lögreglumaður áður en hann fór út í blaðamennsku. Hann var lengi vel á Morgunblaðinu áður en hann fór yfir á Fréttablaðið þar sem hann var fréttastjóri á fyrstu árum blaðsins. Hann varð síðar meir ritstjóri vefmiðilsins Eyjunnar og vann einnig sem fréttastjóri á Viðskiptablaðinu.

Pétur var kvæntur leikskólastjóranum Önnu Margréti Ólafsdóttur en þau áttu þrjú börn og fjölda barnabarna.

Sjöunda nóvember síðastliðinn ritaði Pétur færslu á Facebook þar sem hann greindi frá því að nýr kafli væri að hefjast í lífi hans. Meinið hefði sótt á og lyfjameðferð hætt og að fram undan væri flutninga af krabbameinsdeild yfir á líknardeild.Hans hefur verið minnst á Facebook eftir að ljóst var að hann var fallinn frá.

Þar á meðal er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem var systir hans. Hún segir Pétur hafa kvatt umvafinn ást fjölskyldu sinnar.Grímur Atlason segist hafa kvatt vin sinn á líknardeildinni í liðinni viku og segist eiga eftir að sakna vinar síns og samtala þeirra.Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson minnist vinar síns Péturs á Facebook sem segir Pétur hafa verið mikið gæðablóð, frábæran blaðamann og skarpan samfélagsrýni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.