Sjúkdómurinn sem slær með sumrinu og sólinni Benedikt Bóas skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Það eru margir sem geta ekki legið í grasinu góða. vísir/eyþór „Það kom birkifrjós toppur fyrir norðan í maí og það eru hæstu tölur sem við höfum séð. Þetta voru miklu hærri tölur en áður hefur sést á Íslandi,“ segir Davíð Gíslason ofnæmislæknir en í blíðunni undanfarna daga hefur borið á gras- og birkifrjói í loftinu sem er mörgum til ama. Rúmlega tuttugu prósent af ungu fólki er með ofnæmi fyrir grasfrjói en aðeins fimm prósent fyrir birkifrjói. Davíð segir að frjókornaofnæmi sé sjúkdómur unga fólksins. „Það geta allir fengið ofnæmi en ég athugaði þetta fyrir mörgum árum, einhvern tímann í kringum 1980-90. Þá voru sextíu prósent búnir að fá ofnæmi fyrir 16 ára aldurinn og 90-95 prósent fyrir fertugt. Þetta er sjúkdómur unga fólksins þó ég hafi séð fólk yfir áttrætt þróa með sér ofnæmi en það er mjög sjaldgæft.“ Hann segir að sumarið sé búið að vera í meðallagi og skeri sig ekki mjög úr öðrum liðnum sumrum. „Nema undanfarna daga í blíðunni þá hefur verið töluvert um frjókorn. Sömuleiðis er þá líka með einkennin. Annars er þetta miðlungssumar sunnanlands allavega.“ Hann segir að verslunarmannahelgin fari oft illa með fólk og segir að það sé of seint að byrja að taka lyf ef það eru komin einkenni. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir þá sem eru með ofnæmi að vera passasamir með lyfin. Taka þau reglulega. Það er of seint að taka lyf þegar einkenni eru komin og fólk er orðið slæmt. Verslunarmannahelgin er hvað erfiðust. Þá er fólk í útilegu í tjöldum og þá má gera ráð fyrir meiri einkennum en ef það heldur sig heima. Flestir þurfa að taka lyf allt sumarið. Það er gott að byrja í lok maí og taka ofnæmistöflur á hverjum degi út ágúst. Um mitt sumarið er gott að bæta við sterapústi og jafnvel augndropum ef fólk er að fara í útilegu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Það kom birkifrjós toppur fyrir norðan í maí og það eru hæstu tölur sem við höfum séð. Þetta voru miklu hærri tölur en áður hefur sést á Íslandi,“ segir Davíð Gíslason ofnæmislæknir en í blíðunni undanfarna daga hefur borið á gras- og birkifrjói í loftinu sem er mörgum til ama. Rúmlega tuttugu prósent af ungu fólki er með ofnæmi fyrir grasfrjói en aðeins fimm prósent fyrir birkifrjói. Davíð segir að frjókornaofnæmi sé sjúkdómur unga fólksins. „Það geta allir fengið ofnæmi en ég athugaði þetta fyrir mörgum árum, einhvern tímann í kringum 1980-90. Þá voru sextíu prósent búnir að fá ofnæmi fyrir 16 ára aldurinn og 90-95 prósent fyrir fertugt. Þetta er sjúkdómur unga fólksins þó ég hafi séð fólk yfir áttrætt þróa með sér ofnæmi en það er mjög sjaldgæft.“ Hann segir að sumarið sé búið að vera í meðallagi og skeri sig ekki mjög úr öðrum liðnum sumrum. „Nema undanfarna daga í blíðunni þá hefur verið töluvert um frjókorn. Sömuleiðis er þá líka með einkennin. Annars er þetta miðlungssumar sunnanlands allavega.“ Hann segir að verslunarmannahelgin fari oft illa með fólk og segir að það sé of seint að byrja að taka lyf ef það eru komin einkenni. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir þá sem eru með ofnæmi að vera passasamir með lyfin. Taka þau reglulega. Það er of seint að taka lyf þegar einkenni eru komin og fólk er orðið slæmt. Verslunarmannahelgin er hvað erfiðust. Þá er fólk í útilegu í tjöldum og þá má gera ráð fyrir meiri einkennum en ef það heldur sig heima. Flestir þurfa að taka lyf allt sumarið. Það er gott að byrja í lok maí og taka ofnæmistöflur á hverjum degi út ágúst. Um mitt sumarið er gott að bæta við sterapústi og jafnvel augndropum ef fólk er að fara í útilegu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira