Heimilislausir þjófar herja á Laugarneshverfi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 Lögreglan hefur haft afskipti af parinu sem herjað hefur á íbúa Laugarneshverfis. Íbúar eru hvattir til að læsa hurðum og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum. Myndin tengist efni fréttar ekki. vísir/Ernir Ungt heimilislaust par er grunað um röð innbrota og þjófnaðarmála í Laugarneshverfi í Reykjavík í vikunni og hafa margir íbúar í hverfinu verulegar áhyggjur. Lögreglan hefur haft ítrekuð afskipti af parinu og bíður þess að það brjóti af sér aftur svo skilyrði síbrotagæslu verði uppfyllt. Þangað til þurfa íbúar að hafa augun opin og dyrnar læstar. „Það er bylgja í innbrotum þarna og okkur grunar að megnið af þeim tengist þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir lögregluna fylgjast náið með gangi mála. „Við erum með þau í gjörgæslu. Þau þurfa að fá ákveðið mörg brot á sig til að hægt sé að setja þau í síbrotagæslu og við erum að vinna í þessu. Vonandi náum við innan tíðar að klára þetta.“Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Nokkur umræða hefur skapast um innbrotafaraldurinn í Facebook-hópi íbúa í hverfinu þar sem þolendur þjófaparsins greina frá raunum sínum. Þar gefur að líta frásagnir af stolnum bíl, innbrotum í bíla, innbrotum í bílskúra og heimili þar sem verðmætum er stolið. Jóhann Karl segir að brotist hafi verið inn í fyrirtæki sömuleiðis. Greina má áhyggjur og ótta meðal margra íbúa sem þar taka til máls en líka samúð með ógæfu og aðstæðum parsins sem þurfi fyrst og fremst á úrræðum og aðstoð að halda. Jóhann Karl staðfestir að hið unga par sé heimilislaust og glími við geðræn vandkvæði. Hann segir mál sem þessi taka tíma og til að koma þeim í síbrotagæslu þurfi einstaklingar að brjóta nokkrum sinnum af sér. „Við getum tekið þau úr umferð einn dag til yfirheyrslu en síðan fara þau út og koma aftur inn. Síbrotagæsla er úrræði til að geta látið fólk, sem getur ekki gengið laust vegna þess að það er alltaf að brjóta af sér, sitja inni þar til dómar falla í málinu.“ Það eina sem íbúar hverfisins geti í raun gert sé að gæta þess að læsa að sér og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Ungt heimilislaust par er grunað um röð innbrota og þjófnaðarmála í Laugarneshverfi í Reykjavík í vikunni og hafa margir íbúar í hverfinu verulegar áhyggjur. Lögreglan hefur haft ítrekuð afskipti af parinu og bíður þess að það brjóti af sér aftur svo skilyrði síbrotagæslu verði uppfyllt. Þangað til þurfa íbúar að hafa augun opin og dyrnar læstar. „Það er bylgja í innbrotum þarna og okkur grunar að megnið af þeim tengist þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir lögregluna fylgjast náið með gangi mála. „Við erum með þau í gjörgæslu. Þau þurfa að fá ákveðið mörg brot á sig til að hægt sé að setja þau í síbrotagæslu og við erum að vinna í þessu. Vonandi náum við innan tíðar að klára þetta.“Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Nokkur umræða hefur skapast um innbrotafaraldurinn í Facebook-hópi íbúa í hverfinu þar sem þolendur þjófaparsins greina frá raunum sínum. Þar gefur að líta frásagnir af stolnum bíl, innbrotum í bíla, innbrotum í bílskúra og heimili þar sem verðmætum er stolið. Jóhann Karl segir að brotist hafi verið inn í fyrirtæki sömuleiðis. Greina má áhyggjur og ótta meðal margra íbúa sem þar taka til máls en líka samúð með ógæfu og aðstæðum parsins sem þurfi fyrst og fremst á úrræðum og aðstoð að halda. Jóhann Karl staðfestir að hið unga par sé heimilislaust og glími við geðræn vandkvæði. Hann segir mál sem þessi taka tíma og til að koma þeim í síbrotagæslu þurfi einstaklingar að brjóta nokkrum sinnum af sér. „Við getum tekið þau úr umferð einn dag til yfirheyrslu en síðan fara þau út og koma aftur inn. Síbrotagæsla er úrræði til að geta látið fólk, sem getur ekki gengið laust vegna þess að það er alltaf að brjóta af sér, sitja inni þar til dómar falla í málinu.“ Það eina sem íbúar hverfisins geti í raun gert sé að gæta þess að læsa að sér og hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira