Telur lög ekki brotin með SMS sendingum Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. október 2017 19:30 Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Kosningastjóri Flokks fólksins þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin þegar almenningi var sendur áróður í smáskilaboðum í nafni flokksins. Fleiri flokkar hafa einnig sent slík skilaboð í aðdraganda kosninga í dag og í gær. Stafrænn áróður hefur verið áberandi í kosningabaráttunni, bæði af hálfu flokkanna sjálfra og hulduhópa á netinu.Ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn Áróður á samfélagsmiðlum hefur tröllriðið þeirri stuttu en snörpu kosningabaráttu sem nú ríður yfir. Fjölmargar síður hafa sprottið upp á Facebook þar sem ýmsar syndir frambjóðenda eru tíundaðar og kjósendum gefin skilaboð um hvað þeir eigi alls ekki að kjósa. Myndböndin beinast fyrst og fremst að frambjóðendum Vinstri Grænna og Samfylkingar í aðra áttina og frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í hina. Sérstaka athygli fá formennirnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Áróðurinn er jafnan nafnlaus og litlar upplýsingar að finna á vefsíðunum, þó á stöku stað komi fram að um sjálfstæða og óháða vefi sé að ræða. Mörg áróðursmyndbandanna birtast sem auglýsingar áður en horft er á efni á Youtube. Greiða þarf fyrir hverja birtingu á slíkum auglýsingum og því ljóst að talsverðir fjármunir eru lagðir í áróðurinn. Við Fésbókarsíðurnar hafa fjölmargir sett „like“, eða allt frá nokkur hundruð og upp í nokkur þúsund manns.Sendingar flokkanna teljist til „óumbeðinna fjarskipta“ Áróðurinn er þó ekki bara nafnlaus, heldur hafa flokkarnir sjálfir keppst við að nýta sér stafræna miðla í kosningabaráttunni. Nokkrir þeirra hafa hins vegar einnig sent áróður í SMS skilaboðum sem hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, en þannig hafa Fréttastofu borist ábendingar um slíkt hjá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Telja má að slíkar sendingar teljist til svokallaðra „óumbeðinna fjarskipta“ sem bönnuð eru skv. 46. gr. laga um fjarskipti. Edith Alvarsdóttir, kosningastjóri Flokks fólksins, segir flokkinn hafa keypt þjónustu af fyrirtækinu 1819, sem hafi fullyrt að ekki væri um lögbrot að ræða. Þá ítrekar Edith að engra símanúmera eða upplýsinga um kjósendur hafi verið aflað af flokknum, heldur hafi framkvæmdin alfarið verið í höndum fyrirtækisins.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira