Innlent

Tveggja bíla árekstur í Námaskarði

Anton Egilsson skrifar
Lögregla og sjúkrabifreið eru á vettvangi.
Lögregla og sjúkrabifreið eru á vettvangi. Vísir/Eyþór
Árekstur tveggja bifreiða varð í Námaskarði í Mývatnssveit laust eftir klukkan sjö í kvöld. Lögregla og sjúkrabifreið eru á vettvangi en einhver meiðsl eru á fólki að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Björgunarsveit hefur verið kölluð á vettvang til aðstoðar við að koma fólki í hús. Er reiknað með að vegurinn verður lokaður í um 1 klukkustund samkvæmt nýjustu upplýsingum. Mikil hálka er á vettvangi og er fólk beðið um að hafa það í huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×