Var alltaf hrædd við rauða litinn Elín Albertsdóttir skrifar 21. september 2017 10:30 Heiða Skúladóttir er hér með stóru kisuna sína. MYND/HANNA Heiða Skúladóttir starfar sem fyrirsæta hjá Eskimo models en er önnum kafin við nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún gefur sér þó tíma til að spá í tískuna. Meðfram námi og fyrirsætustörfum starfar Heiða sem hótel- og upplýsingamiðstöðva tengiliður í sölu- og markaðsdeild hjá Special Tours svo segja má að það sé nóg að gera hjá henni. Hún fylgist þó heldur betur vel með öllu því því sem gerist í tískuheiminum. „Ég dembi mér ekki á kaf í tísku viðeigandi tímabils hverju sinni heldur tek það sem mér líkar og aðlaga mínum stíl,“ segir hún. „Auðvitað væri ég til í að endurnýja fataskápinn minn við hverja árstíð, í hinum fullkomna heimi. Ég er mjög hrifin af rauða litnum, köflótta og houndstooth mynstrinu sem ræður ríkjum núna í haust. Haustið er með miklum nostalgíubrag enda sækja mynstrin og sniðin innblástur í stríðsárin. Það heillar mig sérstaklega að hausttíska kvenna er samtímis masculine og feminine. Konur geta verið óhræddar við að fara í herradeildina og keypt sér ullarkápur, þykkar peysur og blazer fyrir haustið. Í mínu tilfelli, ef ég finn ekki það sem ég er að leita að í kvennadeildinni, þá fer ég í herradeildina. Oftar en ekki þá leynist það þar,“ segir Heiða sem þykir alltaf flott klædd. Þegar hún er spurð í hvernig fötum henni líði best, svarar hún: „Ég hugsa fyrst og fremst um þægindi og að verða ekki kalt. Ég er aldrei í öllu svörtu heldur reyni að hafa alltaf eitthvað í lit og ég er líka yfirleitt klædd í „sparilegri“ kantinum, ef svo má segja: þægilegt en ekki kósí. Eina óþægilegilega flíkin sem ég hef þolinmæði fyrir eru skór, ég get verið tímunum saman í óþægilegum skóm, en það sama ætti ekki við um óþægilegan kjól eða buxur til dæmis.“ Uppáhaldsheimasíðan hennar er bloggsíðan HonestlyWTF.com. „Það er samansafn af bloggurum sem skrifa um tísku, hönnun, list, innanhússhönnun og mat. Gæti eytt mörgum klukkutímum inni á þessari síðu,“ segir Heiða en hún á líka eftirlætishönnuði. „Já, Gucci, Tom Ford, Zac Posen og Maison Margiela eru í uppáhaldi þessa stundina. Annars kaupi ég helst fötin mín í Zöru, Cos, GK Reykjavík og Selected en þær verslanir höfða mest til mín. Ég er stundum eins og klippt út úr bæklingi frá Zöru.“ Heiða hefur hug á að skrá sig á sjálfsvarnarnámskeið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að kunna undirstöðuatriðin í sjálfsvörn. Annars þarf ég að taka mig á í mataræði, því er oft ábótavant, ef ég á að vera hreinskilin. Meðan ég er í skólanum samanstendur mataræðið aðallega af uppáhelltu kaffi, skyri og tilbúnum samlokum. Ég tek reyndar hollustutímabil og gef sjálfri mér spark í rassinn, en þau vara yfirleitt ekki mjög lengi. Ég reyni að neita mér aldrei um neitt sem mig langar til að borða, lífið er einfaldlega of stutt til að neita sér um pitsu. Ég trúi frekar á að halda jafnvægi milli hreyfingar og mataræðisins.“ Þegar Heiða er spurð um uppáhaldslit segist hún hafa verið smeyk við rauðan lit í mörg ár. „Það er sennilega bara ár síðan ég tók hann í sátt og fór að klæðast honum. Hann var áður of yfirþyrmandi og áberandi fyrir mig, sem er einmitt það sem heillar mig við hann í dag. En ég á erfitt með að segja að einhver einn litur sé í uppáhaldi, það fer svolítið eftir viðfangsefni. Núna er ég sérstaklega hrifin af rauðu, kamel, neiví og gráu í fatnaði.“ Það er fullt að gerast hjá fyrirsætunni og nemanum á næstunni því hún ætlar að heimsækja Edinborg í næsta mánuði og eyða jólum og áramótum í Ástralíu. „Ég hef ekki komið þangað áður og hlakka mikið til. Mér finnst reyndar sumarið skemmtilegasti árstíminn. Þá kemst maður í smá pásu frá námi og getur unnið og ferðast. Mér er alltaf kalt og þrífst best í hlýrra loftslagi. Svo er skemmtilegast að klæða sig á sumrin, þá getur maður loksins verið klæddur eins og skvísurnar í útlöndum eru klæddar í mars. Maður hættir sér loksins út með berar tær í skónum og léttum jakka, mér finnst líka algjör toppur að geta verið berleggja,“ segir Heiða sem er á Instagram undir @heidaskula. Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Heiða Skúladóttir starfar sem fyrirsæta hjá Eskimo models en er önnum kafin við nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún gefur sér þó tíma til að spá í tískuna. Meðfram námi og fyrirsætustörfum starfar Heiða sem hótel- og upplýsingamiðstöðva tengiliður í sölu- og markaðsdeild hjá Special Tours svo segja má að það sé nóg að gera hjá henni. Hún fylgist þó heldur betur vel með öllu því því sem gerist í tískuheiminum. „Ég dembi mér ekki á kaf í tísku viðeigandi tímabils hverju sinni heldur tek það sem mér líkar og aðlaga mínum stíl,“ segir hún. „Auðvitað væri ég til í að endurnýja fataskápinn minn við hverja árstíð, í hinum fullkomna heimi. Ég er mjög hrifin af rauða litnum, köflótta og houndstooth mynstrinu sem ræður ríkjum núna í haust. Haustið er með miklum nostalgíubrag enda sækja mynstrin og sniðin innblástur í stríðsárin. Það heillar mig sérstaklega að hausttíska kvenna er samtímis masculine og feminine. Konur geta verið óhræddar við að fara í herradeildina og keypt sér ullarkápur, þykkar peysur og blazer fyrir haustið. Í mínu tilfelli, ef ég finn ekki það sem ég er að leita að í kvennadeildinni, þá fer ég í herradeildina. Oftar en ekki þá leynist það þar,“ segir Heiða sem þykir alltaf flott klædd. Þegar hún er spurð í hvernig fötum henni líði best, svarar hún: „Ég hugsa fyrst og fremst um þægindi og að verða ekki kalt. Ég er aldrei í öllu svörtu heldur reyni að hafa alltaf eitthvað í lit og ég er líka yfirleitt klædd í „sparilegri“ kantinum, ef svo má segja: þægilegt en ekki kósí. Eina óþægilegilega flíkin sem ég hef þolinmæði fyrir eru skór, ég get verið tímunum saman í óþægilegum skóm, en það sama ætti ekki við um óþægilegan kjól eða buxur til dæmis.“ Uppáhaldsheimasíðan hennar er bloggsíðan HonestlyWTF.com. „Það er samansafn af bloggurum sem skrifa um tísku, hönnun, list, innanhússhönnun og mat. Gæti eytt mörgum klukkutímum inni á þessari síðu,“ segir Heiða en hún á líka eftirlætishönnuði. „Já, Gucci, Tom Ford, Zac Posen og Maison Margiela eru í uppáhaldi þessa stundina. Annars kaupi ég helst fötin mín í Zöru, Cos, GK Reykjavík og Selected en þær verslanir höfða mest til mín. Ég er stundum eins og klippt út úr bæklingi frá Zöru.“ Heiða hefur hug á að skrá sig á sjálfsvarnarnámskeið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að kunna undirstöðuatriðin í sjálfsvörn. Annars þarf ég að taka mig á í mataræði, því er oft ábótavant, ef ég á að vera hreinskilin. Meðan ég er í skólanum samanstendur mataræðið aðallega af uppáhelltu kaffi, skyri og tilbúnum samlokum. Ég tek reyndar hollustutímabil og gef sjálfri mér spark í rassinn, en þau vara yfirleitt ekki mjög lengi. Ég reyni að neita mér aldrei um neitt sem mig langar til að borða, lífið er einfaldlega of stutt til að neita sér um pitsu. Ég trúi frekar á að halda jafnvægi milli hreyfingar og mataræðisins.“ Þegar Heiða er spurð um uppáhaldslit segist hún hafa verið smeyk við rauðan lit í mörg ár. „Það er sennilega bara ár síðan ég tók hann í sátt og fór að klæðast honum. Hann var áður of yfirþyrmandi og áberandi fyrir mig, sem er einmitt það sem heillar mig við hann í dag. En ég á erfitt með að segja að einhver einn litur sé í uppáhaldi, það fer svolítið eftir viðfangsefni. Núna er ég sérstaklega hrifin af rauðu, kamel, neiví og gráu í fatnaði.“ Það er fullt að gerast hjá fyrirsætunni og nemanum á næstunni því hún ætlar að heimsækja Edinborg í næsta mánuði og eyða jólum og áramótum í Ástralíu. „Ég hef ekki komið þangað áður og hlakka mikið til. Mér finnst reyndar sumarið skemmtilegasti árstíminn. Þá kemst maður í smá pásu frá námi og getur unnið og ferðast. Mér er alltaf kalt og þrífst best í hlýrra loftslagi. Svo er skemmtilegast að klæða sig á sumrin, þá getur maður loksins verið klæddur eins og skvísurnar í útlöndum eru klæddar í mars. Maður hættir sér loksins út með berar tær í skónum og léttum jakka, mér finnst líka algjör toppur að geta verið berleggja,“ segir Heiða sem er á Instagram undir @heidaskula.
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning