Erlent

Merkel formlega orðin kanslaraefni Kristilegra demókrata

atli ísleifsson skrifar
Horst Seehofer, formaður CSU, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari og formaður CDU.
Horst Seehofer, formaður CSU, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari og formaður CDU. Vísir/AFP
Kristilegir demókrataflokkar í Þýskalandi hafa nú formlega gert Angelu Merkel að kanslaraefni sínu fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu 24. september næstkomandi.

Systurflokkarnir CDU og CSU sammældust um þetta í dag.

Flokkarnir eru langt í frá sammála í öllum málum, ef til vill sér í lagi þegar kemur að málefnum flóttamanna. Spurningin um hvernig taka skuli á málefnum flóttafólks er sérstaklega umdeild innan flokksins CSU sem starfar einvörðungu í Bæjaralandi.

Merkel mun í kosningunum berjast um kanslaraembættið við Martin Schulz, kanslaraefni Jafnaðarmanna og fyrrverandi forseta Evrópuþingsins, sem hefur mælst sterkur í skoðanakönnunum að undanförnu.

Merkel greindi frá því í nóvember að hún myndi áfram sækast eftir kanslaraembættinu sem hún tók við árið 2005.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×