Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Ingvar Þór Björnsson skrifar 19. september 2017 18:04 Borgarstjórn Reykjavíkur er skipuð 15 borgarfulltrúum, sem er undir lögbundnu lágmarki. Vísir/Ernir Á borgarstjórnarfundi í dag samþykktu borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknar og flugvallarvina tillögu sem kveður á um að borgarfulltrúum verði fjölgað í 23 í næstu kosningum. Það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitastjórnarlögum. Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Þar kemur fram að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skal fjöldi fulltrúa vera 23-31. Samkvæmt gildandi samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar er borgarstjórn Reykjavíkur skipuð 15 borgarfulltrúum, sem er undir lögbundnu lágmarki.Í tillögu forsætisnefndar er miðað við að halda kostnaði sem hlýst af fjölgun borgarfulltrúa í lágmarki með því að manna fastanefndir borgarinnar eingöngu borgarfulltrúum og fyrstu varaborgarfulltrúum, sem og að stilla þóknanir af til samræmis við að vinnuálag dreifist á fleiri fulltrúa í fullu starfi.Vilja veita borgarstjórn sjálfdæmi um hvort fjölga eigi borgarfulltrúumÁ sama fundi flutti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tillögu með áskorun á Alþingi um að veita borgarstjórn sjálfdæmi um hvort fjölga eigi borgarfulltrúum við næstu kosningar eða ekki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt harðlega að fulltrúum verði fjölgað úr 15 í 23.Í fréttatilkynningu frá Kjartani segir hann að þar sem um sé að ræða útþenslu kerfisins þurfi það ekki að koma á óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgarfulltrúa með sérstakri velþóknun. „Þeir telja slíka fjölgun og kostnaðaraukningu í yfirstjórn vera af hinu góða á sama tíma og ekki tekst að manna stöður lögbundinnar grunnþjónustu í þágu barna og unglinga,” segir Kjartan. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í dag samþykktu borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknar og flugvallarvina tillögu sem kveður á um að borgarfulltrúum verði fjölgað í 23 í næstu kosningum. Það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitastjórnarlögum. Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Þar kemur fram að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skal fjöldi fulltrúa vera 23-31. Samkvæmt gildandi samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar er borgarstjórn Reykjavíkur skipuð 15 borgarfulltrúum, sem er undir lögbundnu lágmarki.Í tillögu forsætisnefndar er miðað við að halda kostnaði sem hlýst af fjölgun borgarfulltrúa í lágmarki með því að manna fastanefndir borgarinnar eingöngu borgarfulltrúum og fyrstu varaborgarfulltrúum, sem og að stilla þóknanir af til samræmis við að vinnuálag dreifist á fleiri fulltrúa í fullu starfi.Vilja veita borgarstjórn sjálfdæmi um hvort fjölga eigi borgarfulltrúumÁ sama fundi flutti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tillögu með áskorun á Alþingi um að veita borgarstjórn sjálfdæmi um hvort fjölga eigi borgarfulltrúum við næstu kosningar eða ekki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt harðlega að fulltrúum verði fjölgað úr 15 í 23.Í fréttatilkynningu frá Kjartani segir hann að þar sem um sé að ræða útþenslu kerfisins þurfi það ekki að koma á óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgarfulltrúa með sérstakri velþóknun. „Þeir telja slíka fjölgun og kostnaðaraukningu í yfirstjórn vera af hinu góða á sama tíma og ekki tekst að manna stöður lögbundinnar grunnþjónustu í þágu barna og unglinga,” segir Kjartan.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira