Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Ingvar Þór Björnsson skrifar 19. september 2017 18:04 Borgarstjórn Reykjavíkur er skipuð 15 borgarfulltrúum, sem er undir lögbundnu lágmarki. Vísir/Ernir Á borgarstjórnarfundi í dag samþykktu borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknar og flugvallarvina tillögu sem kveður á um að borgarfulltrúum verði fjölgað í 23 í næstu kosningum. Það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitastjórnarlögum. Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Þar kemur fram að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skal fjöldi fulltrúa vera 23-31. Samkvæmt gildandi samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar er borgarstjórn Reykjavíkur skipuð 15 borgarfulltrúum, sem er undir lögbundnu lágmarki.Í tillögu forsætisnefndar er miðað við að halda kostnaði sem hlýst af fjölgun borgarfulltrúa í lágmarki með því að manna fastanefndir borgarinnar eingöngu borgarfulltrúum og fyrstu varaborgarfulltrúum, sem og að stilla þóknanir af til samræmis við að vinnuálag dreifist á fleiri fulltrúa í fullu starfi.Vilja veita borgarstjórn sjálfdæmi um hvort fjölga eigi borgarfulltrúumÁ sama fundi flutti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tillögu með áskorun á Alþingi um að veita borgarstjórn sjálfdæmi um hvort fjölga eigi borgarfulltrúum við næstu kosningar eða ekki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt harðlega að fulltrúum verði fjölgað úr 15 í 23.Í fréttatilkynningu frá Kjartani segir hann að þar sem um sé að ræða útþenslu kerfisins þurfi það ekki að koma á óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgarfulltrúa með sérstakri velþóknun. „Þeir telja slíka fjölgun og kostnaðaraukningu í yfirstjórn vera af hinu góða á sama tíma og ekki tekst að manna stöður lögbundinnar grunnþjónustu í þágu barna og unglinga,” segir Kjartan. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í dag samþykktu borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknar og flugvallarvina tillögu sem kveður á um að borgarfulltrúum verði fjölgað í 23 í næstu kosningum. Það er lágmarksfjöldi fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitastjórnarlögum. Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Þar kemur fram að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skal fjöldi fulltrúa vera 23-31. Samkvæmt gildandi samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar er borgarstjórn Reykjavíkur skipuð 15 borgarfulltrúum, sem er undir lögbundnu lágmarki.Í tillögu forsætisnefndar er miðað við að halda kostnaði sem hlýst af fjölgun borgarfulltrúa í lágmarki með því að manna fastanefndir borgarinnar eingöngu borgarfulltrúum og fyrstu varaborgarfulltrúum, sem og að stilla þóknanir af til samræmis við að vinnuálag dreifist á fleiri fulltrúa í fullu starfi.Vilja veita borgarstjórn sjálfdæmi um hvort fjölga eigi borgarfulltrúumÁ sama fundi flutti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tillögu með áskorun á Alþingi um að veita borgarstjórn sjálfdæmi um hvort fjölga eigi borgarfulltrúum við næstu kosningar eða ekki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt harðlega að fulltrúum verði fjölgað úr 15 í 23.Í fréttatilkynningu frá Kjartani segir hann að þar sem um sé að ræða útþenslu kerfisins þurfi það ekki að koma á óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgarfulltrúa með sérstakri velþóknun. „Þeir telja slíka fjölgun og kostnaðaraukningu í yfirstjórn vera af hinu góða á sama tíma og ekki tekst að manna stöður lögbundinnar grunnþjónustu í þágu barna og unglinga,” segir Kjartan.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira