Mest æfða hljómsveit landsins þorir loks út úr skápnum Stefán Árni Pálsson skrifar 3. ágúst 2017 12:30 Blúsbandið á tónleikum í Flatey. Bílskúrsbandið Blúsband Jóns Baldurs (BBJB) hefur loks gefið út nokkur lög sín á Spotify, en þetta er í fyrsta sinn sem sveitin gefur út lög eftir að hafa starfað saman í 44 ár. Lögin eru gefin út undir nafninu Fiskur og slor. Liðsmenn sveitarinnar hafa löngum lýst bandinu sem því „mest æfða á landinu“ en þeir hófu samstarf á námsárum sínum í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973. Í tilkynningu frá sveitinni segir að á þeim árum hafi verið aðrar hljómsveitir sem stálu athyglinni afar óverðskuldað, til að mynda Stuðmenn, Spilverkið og Diabolus in Musica, sem einn meðlimur Blúsbandsins starfaði reyndar einnig með. „Með tímanum höfum við þó komist á þá einbeittu skoðun, að þjóðinni sé hollt að kynnast afurðum BBJB á upptökum áður en meðlimir, sem eru orðnir rúmlega sextugir, hrökkva upp af. Við brugðum okkur því í stúdíó og tókum upp fjögur lög. Ekkert þeirra flokkast undir blús.Þvílíkt grúv!Við erum svo forpokaðir, að við höfðum textana á íslensku enda ekki ætlunin að sigra alheiminn. Hljómurinn er beint út úr bílskúrnum og ekki er beitt neinum tæknibrellum til að þóknast iðnaði og bröskurum,“ segir í tilkynningunni. Lögin eru fjögur talsins og sögð vel viðeigandi fyrir lífsreynda karlmenn sem hafa allskonar bíla- og kvennavandamál. Nefnast þau Fiskur og slor, Eitt hliðarspor, Græna og hvíta skruggan og Svörtu tárin. Liðsmenn Blúsbandsins eru þeir Jón Baldur Þorbjörnsson (söngvari og bassaleikari sveitarinnar og starfar annars að ferðamálum), Páll Torfi Önundarson (a.k.a. „Dr. Blood“ sem spilar á gítar, syngur helst ekki og starfar annars sem yfirlæknir á Landspítala og prófessor í blóðsjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands), Kristján Sigurmundsson (betur þekktur sem „Stjáni saxófónn“, syngur, gítar, hljómborð, slagverk, munnharpa og starfar sem forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg ), Kjartan Jóhannesson (syngur og spilar á gítar, en er annars elsti starfsmaður Reiknistofu bankanna en er þó ekkert mjög gamall) og svo Einar Sigurmundsson (trommari, handbókahöfundur auk þess að starfa við íslenskun tæknilegs efnis).Dr. Blood. Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Bílskúrsbandið Blúsband Jóns Baldurs (BBJB) hefur loks gefið út nokkur lög sín á Spotify, en þetta er í fyrsta sinn sem sveitin gefur út lög eftir að hafa starfað saman í 44 ár. Lögin eru gefin út undir nafninu Fiskur og slor. Liðsmenn sveitarinnar hafa löngum lýst bandinu sem því „mest æfða á landinu“ en þeir hófu samstarf á námsárum sínum í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973. Í tilkynningu frá sveitinni segir að á þeim árum hafi verið aðrar hljómsveitir sem stálu athyglinni afar óverðskuldað, til að mynda Stuðmenn, Spilverkið og Diabolus in Musica, sem einn meðlimur Blúsbandsins starfaði reyndar einnig með. „Með tímanum höfum við þó komist á þá einbeittu skoðun, að þjóðinni sé hollt að kynnast afurðum BBJB á upptökum áður en meðlimir, sem eru orðnir rúmlega sextugir, hrökkva upp af. Við brugðum okkur því í stúdíó og tókum upp fjögur lög. Ekkert þeirra flokkast undir blús.Þvílíkt grúv!Við erum svo forpokaðir, að við höfðum textana á íslensku enda ekki ætlunin að sigra alheiminn. Hljómurinn er beint út úr bílskúrnum og ekki er beitt neinum tæknibrellum til að þóknast iðnaði og bröskurum,“ segir í tilkynningunni. Lögin eru fjögur talsins og sögð vel viðeigandi fyrir lífsreynda karlmenn sem hafa allskonar bíla- og kvennavandamál. Nefnast þau Fiskur og slor, Eitt hliðarspor, Græna og hvíta skruggan og Svörtu tárin. Liðsmenn Blúsbandsins eru þeir Jón Baldur Þorbjörnsson (söngvari og bassaleikari sveitarinnar og starfar annars að ferðamálum), Páll Torfi Önundarson (a.k.a. „Dr. Blood“ sem spilar á gítar, syngur helst ekki og starfar annars sem yfirlæknir á Landspítala og prófessor í blóðsjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands), Kristján Sigurmundsson (betur þekktur sem „Stjáni saxófónn“, syngur, gítar, hljómborð, slagverk, munnharpa og starfar sem forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg ), Kjartan Jóhannesson (syngur og spilar á gítar, en er annars elsti starfsmaður Reiknistofu bankanna en er þó ekkert mjög gamall) og svo Einar Sigurmundsson (trommari, handbókahöfundur auk þess að starfa við íslenskun tæknilegs efnis).Dr. Blood.
Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira