Núna er ég helmingi betri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2017 06:00 Bjarki Þór Pálsson. mynd/baldur kristjánsson Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu. MMA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri Sjá meira
Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu.
MMA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri Sjá meira