Tekur sorpið föstum tökum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 20. september 2017 09:00 "Svo er nauðsynlegt að vera gagnrýninn í öllum innkaupum, kaupa aðeins það nauðsynlegasta sem virkilega vantar á heimilið og sneiða hjá óþarfa smádóti og gerviþörfum,“ segir Þóra. Í fyrrahaust ákvað Þóra Margrét Þorgeirsdóttir að leggja sitt af mörkum til umhverfismála með því að minnka heimilissorp og draga úr ferðum í endurvinnsluna. „Ein veigamesta ástæðan fyrir því að við fjölskyldan ákváðum að minnka heimilissorpið er sú að okkur fannst við sjálf þurfa að bera meiri ábyrgð á neyslu okkar og ein leið til þess er að minnka sorp. Endurnýting stendur vissulega fyrir sínu en hún er samt engin töfralausn. Lífsstíll okkar fjölskyldunnar felst í að kaupa minna og endurvinna þar af leiðandi minna án þess þó að skerða lífsgæði okkar,“ segir Þóra, sem er búsett í Sviss. Þar í landi er löng hefð fyrir endurvinnslu og tekið við lífrænum úrgangi frá heimilum. Aðeins má nota sérstaka poka undir rusl sem ekki fer í endurvinnslu og hver þeirra kostar á bilinu 300-500 krónur. Þóra flokkar allt rusl í þar til gerða kassa og í lok hvers mánaðar vigtar hún ruslið til að mæla hversu mikið sorp fer frá heimilinu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Í febrúar fór Þóra með 3,3 kíló af plasti í endurvinnslu en í júní sl. aðeins 1,6 kg. Sömu sögu má segja um óendurvinnanlegt sorp en í febrúar fóru tæp 11 kíló í ruslið en aðeins um 2,5 kíló í júní.Rusl eftir eitt barnaafmæli.Kaupa minna af varningiInnt eftir því hvernig best sé að byrja að draga úr sorpi segir Þóra að númer eitt, tvö og þrjú sé að kaupa minna af varningi. „Svo er nauðsynlegt að vera gagnrýninn í öllum innkaupum, kaupa aðeins það nauðsynlegasta sem virkilega vantar á heimilið og sneiða hjá óþarfa smádóti og gerviþörfum. Gott er að hafa í huga að allt sem maður kaupir eða tekur inn á heimilið verður að rusli, fyrr eða síðar,“ minnir hún á. Þóra segir neytendur alltaf hafa val um hvað þeir kaupi og sjálf segist hún velja sig frá plasti og óþarfa umbúðum. „Ef mig langar t.d. í vínber sem fást aðeins í plastöskju, innflutt frá Indlandi, kaupi ég frekar kíví eða epli eða aðra ávexti sem eru ekki í umbúðum. Mér finnst vert að skoða úr hverju vörurnar eru búnar til og kaupi frekar varning úr umhverfisvænum efnum. Það er hægt að fá leikföng, eldhúsáhöld, klemmur, tannbursta og skurðarbretti úr öðru en plasti.“Ein mesta breytingin á innkaupunum er sú að Þóra fer með fjölnota umbúðir í búðina þegar hún kaupir kjöt og fisk og jafnvel þegar hún sækir heimsendan mat. „Fyrst fannst mér það mjög erfitt og hjartað tók nokkur aukaslög en mér finnst það ekkert mál lengur. Ég er líka hætt að drekka Nespresso kaffi en áður fannst mér lífsnauðsynlegt að fá kaffið mitt á 30 sekúndum. Allt í einu bauð samviskan mér ekki upp á það lengur því hver bolli skilur eftir sig einnota plasthylki og ég fór að hugsa um hvort maður eigi að svala öllum sínum þörfum, sama hvað það kostar? Ég tók því fram pressukönnuna og ketilinn og drekk nú kaffið mitt með góðri samvisku.“Eldar réttar skammtastærðirFjölskyldan er meðvituð um matarsóun og Þóra segist passa að elda réttar skammtastærðir, frysta mat og nota afganga í nesti eða snarl. Þá kaupir hún helst notaðan fatnað og raftæki en með því slær hún þrjár sóunarflugur í einu höggi, eins og hún segir; endurnýtir, sparar umbúðir og peninga. „Ég ákvað líka að beina viðskiptum mínum frekar til verslana sem bjóða upp á áfyllingu þar sem ég get komið með mitt eigið ílát og fyllt á. Fyrst keypti ég aðeins hveiti og sykur en listinn verður sífellt lengri. Svo nota ég margnota poka í grænmetis- og ávaxtadeildinni. Sumt kaupi ég alls ekki af umhverfisástæðum,“ segir Þóra.Þóra tekur alltaf með sér fjölnota poka undir grænmeti og ávexti þegar hún fer í búð.Fjölskyldan stefnir á að flytja heim aftur eftir tvö ár og reiknar Þóra með að halda áfram á þessari braut. „Við ætlum að geyma flokkunardallana inni í bílskúr og fara með þá í Sorpu eða grenndargáma í lok hvers mánaðar svo við getum haldið áfram að fylgjast með umfangi heimilissorpsins og þróun þess. Almenna sorpið, sem er undir eldhúsvaskinum, verður vonandi aldrei meira en einn poki á mánuði. Það verður því óþarfi að vera með fjölda ruslatunna fyrir framan húsið okkar með tilheyrandi sorpgeymslum,“ segir Þóra bjartsýn á framhaldið. Hægt er að fylgjast með Þóru og fjölskyldu á Facebook, minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu og á blogginu www.minnasorp.com Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Sjá meira
Í fyrrahaust ákvað Þóra Margrét Þorgeirsdóttir að leggja sitt af mörkum til umhverfismála með því að minnka heimilissorp og draga úr ferðum í endurvinnsluna. „Ein veigamesta ástæðan fyrir því að við fjölskyldan ákváðum að minnka heimilissorpið er sú að okkur fannst við sjálf þurfa að bera meiri ábyrgð á neyslu okkar og ein leið til þess er að minnka sorp. Endurnýting stendur vissulega fyrir sínu en hún er samt engin töfralausn. Lífsstíll okkar fjölskyldunnar felst í að kaupa minna og endurvinna þar af leiðandi minna án þess þó að skerða lífsgæði okkar,“ segir Þóra, sem er búsett í Sviss. Þar í landi er löng hefð fyrir endurvinnslu og tekið við lífrænum úrgangi frá heimilum. Aðeins má nota sérstaka poka undir rusl sem ekki fer í endurvinnslu og hver þeirra kostar á bilinu 300-500 krónur. Þóra flokkar allt rusl í þar til gerða kassa og í lok hvers mánaðar vigtar hún ruslið til að mæla hversu mikið sorp fer frá heimilinu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Í febrúar fór Þóra með 3,3 kíló af plasti í endurvinnslu en í júní sl. aðeins 1,6 kg. Sömu sögu má segja um óendurvinnanlegt sorp en í febrúar fóru tæp 11 kíló í ruslið en aðeins um 2,5 kíló í júní.Rusl eftir eitt barnaafmæli.Kaupa minna af varningiInnt eftir því hvernig best sé að byrja að draga úr sorpi segir Þóra að númer eitt, tvö og þrjú sé að kaupa minna af varningi. „Svo er nauðsynlegt að vera gagnrýninn í öllum innkaupum, kaupa aðeins það nauðsynlegasta sem virkilega vantar á heimilið og sneiða hjá óþarfa smádóti og gerviþörfum. Gott er að hafa í huga að allt sem maður kaupir eða tekur inn á heimilið verður að rusli, fyrr eða síðar,“ minnir hún á. Þóra segir neytendur alltaf hafa val um hvað þeir kaupi og sjálf segist hún velja sig frá plasti og óþarfa umbúðum. „Ef mig langar t.d. í vínber sem fást aðeins í plastöskju, innflutt frá Indlandi, kaupi ég frekar kíví eða epli eða aðra ávexti sem eru ekki í umbúðum. Mér finnst vert að skoða úr hverju vörurnar eru búnar til og kaupi frekar varning úr umhverfisvænum efnum. Það er hægt að fá leikföng, eldhúsáhöld, klemmur, tannbursta og skurðarbretti úr öðru en plasti.“Ein mesta breytingin á innkaupunum er sú að Þóra fer með fjölnota umbúðir í búðina þegar hún kaupir kjöt og fisk og jafnvel þegar hún sækir heimsendan mat. „Fyrst fannst mér það mjög erfitt og hjartað tók nokkur aukaslög en mér finnst það ekkert mál lengur. Ég er líka hætt að drekka Nespresso kaffi en áður fannst mér lífsnauðsynlegt að fá kaffið mitt á 30 sekúndum. Allt í einu bauð samviskan mér ekki upp á það lengur því hver bolli skilur eftir sig einnota plasthylki og ég fór að hugsa um hvort maður eigi að svala öllum sínum þörfum, sama hvað það kostar? Ég tók því fram pressukönnuna og ketilinn og drekk nú kaffið mitt með góðri samvisku.“Eldar réttar skammtastærðirFjölskyldan er meðvituð um matarsóun og Þóra segist passa að elda réttar skammtastærðir, frysta mat og nota afganga í nesti eða snarl. Þá kaupir hún helst notaðan fatnað og raftæki en með því slær hún þrjár sóunarflugur í einu höggi, eins og hún segir; endurnýtir, sparar umbúðir og peninga. „Ég ákvað líka að beina viðskiptum mínum frekar til verslana sem bjóða upp á áfyllingu þar sem ég get komið með mitt eigið ílát og fyllt á. Fyrst keypti ég aðeins hveiti og sykur en listinn verður sífellt lengri. Svo nota ég margnota poka í grænmetis- og ávaxtadeildinni. Sumt kaupi ég alls ekki af umhverfisástæðum,“ segir Þóra.Þóra tekur alltaf með sér fjölnota poka undir grænmeti og ávexti þegar hún fer í búð.Fjölskyldan stefnir á að flytja heim aftur eftir tvö ár og reiknar Þóra með að halda áfram á þessari braut. „Við ætlum að geyma flokkunardallana inni í bílskúr og fara með þá í Sorpu eða grenndargáma í lok hvers mánaðar svo við getum haldið áfram að fylgjast með umfangi heimilissorpsins og þróun þess. Almenna sorpið, sem er undir eldhúsvaskinum, verður vonandi aldrei meira en einn poki á mánuði. Það verður því óþarfi að vera með fjölda ruslatunna fyrir framan húsið okkar með tilheyrandi sorpgeymslum,“ segir Þóra bjartsýn á framhaldið. Hægt er að fylgjast með Þóru og fjölskyldu á Facebook, minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu og á blogginu www.minnasorp.com
Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Sjá meira