Hafa náð sátt í erfiðum málum og ætla að endurskoða peningastefnuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. janúar 2017 19:00 Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar verður líklega kynnt í lok vikunnar. Endurskoðun peningastefnunnar verður hluti af stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar og flokkarnir þrír hafa náð samkomulagi um stefnu í sjávarútvegs- og Evrópumálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Bessastöðum daginn fyrir gamlársdag að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn hefðu náð samkomulagi í sjávarútvegs- og Evrópumálum. „Þessi mál bæði hafa tekið tíma og ég held að það sé komin ágætis sátt um þau,“ sagði Bjarni. Í orðum hans fólust stór pólitísk tíðindi en þýða þau að þrátt fyrir gjörólíka stefnu Bjartrar framtíðar og Viðreisnar annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar í sjávarútvegs- og Evrópumálum hafa flokkarnir þrír náð niðurstöðu um málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar staðfestir að flokkarnir þrír hafi náð góðu samkomulagi í sjávarútvegs- og Evrópumálum. „Ég held að við séum með sameiginlegan skilning á þessum málum í meginatriðum. Menn spyrja, hvað þýða formlegar viðræður í staðinn fyrir óformlegar, í mínum huga þá eru menn tilbúnir að setja á blað það sem þeir hafa talað um og þar erum við akkúrat núna og munum gera á næstu dögum,“ segir Benedikt. Bjarni Benediktsson er hann kom á fund forseta daginn fyrir gamlársdag. Í kjölfarið var því lýst yfir að viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar væru formlega hafnar. Vísir/StefánNý ríkisstjórn þessara þriggja flokka láta endurskoða peningastefnuna. Núverandi peningastefna byggir á svokölluðu verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem var innleitt í mars 2001. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra minntist líka á þetta í ávarpi sínu á gamlársdag. „Það er sátt milli þessara flokka um að fara í slíka endurskoðun án þess að við gefum okkur niðurstöðuna. Ég held að það sjái allir að við fljótum að feigðarósi ef gengið heldur áfram að styrkjast dag frá degi. Það getur ekki haft annað en slæm á hrif á útflutningsgreinar Íslands. Í því fann maður samhljóm með forsætisráðherranum í gær þótt hann sé ekki á leiðinni í þetta stjórnarsamstarf,“ segir Benedikt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er unnið út frá því að ný ríkisstjórn verði kynnt í lok þessarar viku. „Einhver sagði að þetta yrði klárað áður en þingið byrjar en ég er að vonast til þess að við klárum þetta á næstu dögum.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar verður líklega kynnt í lok vikunnar. Endurskoðun peningastefnunnar verður hluti af stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar og flokkarnir þrír hafa náð samkomulagi um stefnu í sjávarútvegs- og Evrópumálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Bessastöðum daginn fyrir gamlársdag að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn hefðu náð samkomulagi í sjávarútvegs- og Evrópumálum. „Þessi mál bæði hafa tekið tíma og ég held að það sé komin ágætis sátt um þau,“ sagði Bjarni. Í orðum hans fólust stór pólitísk tíðindi en þýða þau að þrátt fyrir gjörólíka stefnu Bjartrar framtíðar og Viðreisnar annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar í sjávarútvegs- og Evrópumálum hafa flokkarnir þrír náð niðurstöðu um málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar staðfestir að flokkarnir þrír hafi náð góðu samkomulagi í sjávarútvegs- og Evrópumálum. „Ég held að við séum með sameiginlegan skilning á þessum málum í meginatriðum. Menn spyrja, hvað þýða formlegar viðræður í staðinn fyrir óformlegar, í mínum huga þá eru menn tilbúnir að setja á blað það sem þeir hafa talað um og þar erum við akkúrat núna og munum gera á næstu dögum,“ segir Benedikt. Bjarni Benediktsson er hann kom á fund forseta daginn fyrir gamlársdag. Í kjölfarið var því lýst yfir að viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar væru formlega hafnar. Vísir/StefánNý ríkisstjórn þessara þriggja flokka láta endurskoða peningastefnuna. Núverandi peningastefna byggir á svokölluðu verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem var innleitt í mars 2001. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra minntist líka á þetta í ávarpi sínu á gamlársdag. „Það er sátt milli þessara flokka um að fara í slíka endurskoðun án þess að við gefum okkur niðurstöðuna. Ég held að það sjái allir að við fljótum að feigðarósi ef gengið heldur áfram að styrkjast dag frá degi. Það getur ekki haft annað en slæm á hrif á útflutningsgreinar Íslands. Í því fann maður samhljóm með forsætisráðherranum í gær þótt hann sé ekki á leiðinni í þetta stjórnarsamstarf,“ segir Benedikt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er unnið út frá því að ný ríkisstjórn verði kynnt í lok þessarar viku. „Einhver sagði að þetta yrði klárað áður en þingið byrjar en ég er að vonast til þess að við klárum þetta á næstu dögum.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira