Dagur vill að ný ríkisstjórn skyldi sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 13:08 Dagur segir það fullkomlega réttlætanlegt að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna kostnaðar borgarinnar við að tryggja íbúum þeirra húsaskjól. Vísir/anton Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira