Meirihlutamenn mæta illa á fundi og boða ekki varamenn í staðinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Fulltrúi Á-listans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar hefur ekki mætt á sex af sjö fundum ráðsins frá áramótum. vísir/gva „Þrátt fyrir slaka mætingu nefndarmanna meirihlutans á fundi heyrir nánast til undantekninga að varamenn þeirra séu boðaðir í staðinn,“ segja fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem gagnrýna „ afar slaka mætingu“ fulltrúa meirihlutans á fundi í umhverfis- og skipulagsráði. „Fyrir utan formann nefndarinnar, sem hefur sinnt sínum verkefnum með ágætum, skipar meirihluti bæjarstjórnar tvo nefndarmenn í umhverfis- og skipulagsráð. Hefur annar þeirra um 60 prósent mætingarhlutfall á fundi þessa árs en hinn aðeins innan við 15 prósent,“ bókuðu bæjarfulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Bent er á að á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs hafi aðeins einn af þremur fulltrúum meirihlutans mætt og verið þar ásamt þeim tveimur fulltrúum sem minnihlutinn á í ráðinu sem gegni mjög mikilvægu hlutverki í stjórnsýslunni. „Á það ekki síst við á uppbyggingartímum eins og nú er, þegar byggingarframkvæmdir íbúðarhúsnæðis eru í blóma auk framkvæmda við iðnaðarsvæðið í Helguvík, óskir um breytingar á skipulagi eru fjölmargar og vinna við aðal- og deiliskipulag stendur yfir,“ segja minnihlutafulltrúarnir og skora á meirihlutann að tryggja að þeir fulltrúar sem skipaðir séu til að sinna verkefninu geri það eða boði varamenn ella. Fulltrúarnir tveir sem um ræðir svöruðu ekki fyrirspurn frá Fréttablaðinu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Þrátt fyrir slaka mætingu nefndarmanna meirihlutans á fundi heyrir nánast til undantekninga að varamenn þeirra séu boðaðir í staðinn,“ segja fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem gagnrýna „ afar slaka mætingu“ fulltrúa meirihlutans á fundi í umhverfis- og skipulagsráði. „Fyrir utan formann nefndarinnar, sem hefur sinnt sínum verkefnum með ágætum, skipar meirihluti bæjarstjórnar tvo nefndarmenn í umhverfis- og skipulagsráð. Hefur annar þeirra um 60 prósent mætingarhlutfall á fundi þessa árs en hinn aðeins innan við 15 prósent,“ bókuðu bæjarfulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Bent er á að á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs hafi aðeins einn af þremur fulltrúum meirihlutans mætt og verið þar ásamt þeim tveimur fulltrúum sem minnihlutinn á í ráðinu sem gegni mjög mikilvægu hlutverki í stjórnsýslunni. „Á það ekki síst við á uppbyggingartímum eins og nú er, þegar byggingarframkvæmdir íbúðarhúsnæðis eru í blóma auk framkvæmda við iðnaðarsvæðið í Helguvík, óskir um breytingar á skipulagi eru fjölmargar og vinna við aðal- og deiliskipulag stendur yfir,“ segja minnihlutafulltrúarnir og skora á meirihlutann að tryggja að þeir fulltrúar sem skipaðir séu til að sinna verkefninu geri það eða boði varamenn ella. Fulltrúarnir tveir sem um ræðir svöruðu ekki fyrirspurn frá Fréttablaðinu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira