Myglan eyðilagði starfsmóralinn í velferðarráðuneytinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Sigríður Björk segir starfsmenn lögreglunnar óánægða með kaup og kjör. En ýmislegt sé hægt að gera til að bæta starfsaðstöðu. vísir/anton brink Þriðja árið í röð er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu í neðsta sæti á lista yfir Stofnun ársins 2017. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á þessum sömu árum alltaf verið í næstneðsta sæti. Báðar stofnanirnar eru á lista yfir fyrirtæki með 50 starfsmenn eða meira. Stofnun ársins 2017 var valin með þeim hætti að spurningalisti var lagður fyrir starfsfólk um 200 stofnana þar sem það var innt eftir mati á innra starfsumhverfi stofnunar sinnar. Í valinu er spurt út í þætti er varða stjórnun, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Stofnanir ársins eru þrjár: Reykjalundur er sigurvegari í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki með starfsmenn á bilinu 20-49 talsins. Í flokki stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20 bar Persónuvernd sigur úr býtum.Lilja Alfreðsdóttirvísir/stefánEkki náðist tal af sýslumanninum í Reykjavík, en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir laun helsta óánægjuþáttinn hjá stofnuninni. „Ef þú tekur það út og berð það saman við önnur lögreglulið þá sérðu að það er mun meiri óánægja með laun hjá okkur. Það dregur okkur niður,“ segir Sigríður Björk. Hún segir hins vegar hægt að vinna í mjög mörgum þáttum til að bæta aðstæður starfsmanna lögreglunnar. „Við ætlum að fara í mælingar, annaðhvort á mánaðar fresti eða tveggja mánaða fresti,“ segir Sigríður og leggur áherslu á að það verði unnið betur með mannauðsþáttinn. Hún segir líka unnið í því að styrkja stjórnendur enda hafi komið fram óánægja með stjórnendur, ekki bara með yfirstjórn heldur líka millistjórnendur.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóriUtanríkisráðuneytið kom verst allra ráðuneyta út úr mælingunni fyrir ári. Ráðuneytið fer hins vegar núna úr sæti 72 upp í sæti 59 á lista yfir stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að þegar niðurstöðurnar voru birtar í fyrra hafi strax verið settur upp hópur innan ráðuneytisins. „Þeir skiluðu nokkrum niðurstöðum,“ segir Lilja og bætir við að ein þeirra hafi verið sú að það hafi skort á gagnsæi varðandi stöðuveitingar. „Ég brást við því með því að allir póstar sem voru lausir voru auglýstir fyrr en venjulega hefur verið gert,“ segir Lilja. Þetta hafi verið nýtt. Fólki hafi síðan verið gert að rökstyðja af hverju það ætti að fá þær stöður sem það sóttist eftir. Í mælingunni í ár kemur velferðarráðuneytið út verst allra ráðuneyta. Það er í sæti 81 af 86 stofnunum. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, skýrir þessa niðurstöðu með því að upp hafi komið mygla í húsnæði ráðuneytisins. Það hafi því þurft að flytja starfsemi ráðuneytisins úr Hafnarhúsinu í mun þrengra húsnæði. „Þetta var mjög mikið álag,“ segir Eygló og bætir við að það sé mikilvægt að búa vel að starfsfólkinu og hún vonist til þess að hægt verði að finna varanlegt húsnæði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Þriðja árið í röð er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu í neðsta sæti á lista yfir Stofnun ársins 2017. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á þessum sömu árum alltaf verið í næstneðsta sæti. Báðar stofnanirnar eru á lista yfir fyrirtæki með 50 starfsmenn eða meira. Stofnun ársins 2017 var valin með þeim hætti að spurningalisti var lagður fyrir starfsfólk um 200 stofnana þar sem það var innt eftir mati á innra starfsumhverfi stofnunar sinnar. Í valinu er spurt út í þætti er varða stjórnun, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Stofnanir ársins eru þrjár: Reykjalundur er sigurvegari í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki með starfsmenn á bilinu 20-49 talsins. Í flokki stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20 bar Persónuvernd sigur úr býtum.Lilja Alfreðsdóttirvísir/stefánEkki náðist tal af sýslumanninum í Reykjavík, en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir laun helsta óánægjuþáttinn hjá stofnuninni. „Ef þú tekur það út og berð það saman við önnur lögreglulið þá sérðu að það er mun meiri óánægja með laun hjá okkur. Það dregur okkur niður,“ segir Sigríður Björk. Hún segir hins vegar hægt að vinna í mjög mörgum þáttum til að bæta aðstæður starfsmanna lögreglunnar. „Við ætlum að fara í mælingar, annaðhvort á mánaðar fresti eða tveggja mánaða fresti,“ segir Sigríður og leggur áherslu á að það verði unnið betur með mannauðsþáttinn. Hún segir líka unnið í því að styrkja stjórnendur enda hafi komið fram óánægja með stjórnendur, ekki bara með yfirstjórn heldur líka millistjórnendur.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóriUtanríkisráðuneytið kom verst allra ráðuneyta út úr mælingunni fyrir ári. Ráðuneytið fer hins vegar núna úr sæti 72 upp í sæti 59 á lista yfir stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að þegar niðurstöðurnar voru birtar í fyrra hafi strax verið settur upp hópur innan ráðuneytisins. „Þeir skiluðu nokkrum niðurstöðum,“ segir Lilja og bætir við að ein þeirra hafi verið sú að það hafi skort á gagnsæi varðandi stöðuveitingar. „Ég brást við því með því að allir póstar sem voru lausir voru auglýstir fyrr en venjulega hefur verið gert,“ segir Lilja. Þetta hafi verið nýtt. Fólki hafi síðan verið gert að rökstyðja af hverju það ætti að fá þær stöður sem það sóttist eftir. Í mælingunni í ár kemur velferðarráðuneytið út verst allra ráðuneyta. Það er í sæti 81 af 86 stofnunum. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, skýrir þessa niðurstöðu með því að upp hafi komið mygla í húsnæði ráðuneytisins. Það hafi því þurft að flytja starfsemi ráðuneytisins úr Hafnarhúsinu í mun þrengra húsnæði. „Þetta var mjög mikið álag,“ segir Eygló og bætir við að það sé mikilvægt að búa vel að starfsfólkinu og hún vonist til þess að hægt verði að finna varanlegt húsnæði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira