Verslunarferð breyttist í óvænta hringferð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. október 2017 06:00 Það sem átti að verða skottúr mæðginanna Ásdísar Gunnarsdóttur og Eyþórs Sigurðssonar í verslanir frá Hofi í Öræfum til Hafnar í Hornafirði á miðvikudag í síðustu viku endaði óvænt í um 1.300 kílómetra hringferð um landið vegna vatnavaxtanna á Suðausturlandi. Ásdís segir að uppákomuna hafi reynst lán í óláni því úr hafi orðið fínasta skemmtiferð með syninum, sem þau hefðu annars ekki farið. „Á heimleið frá því að útrétta á Höfn komum við að Hólmsá á Mýrum þar sem vatnið var farið að flæða yfir veginn. Þar stoppuðu menn frá Vegagerðinni okkur og bönnuðu okkur að fara yfir. Samt voru bílar að koma að vestan þar sem ekki var búið að loka á umferð þaðan,“ segir Ásdís í samtali við Fréttablaðið. Eftir að að hafa beðið um stund ákváðu þau því að snúa aftur austur á Höfn. Um kvöldið fréttu þau að vegurinn yrði líklega ekki opnaður aftur fyrr en eftir nokkra daga og voru þá góð ráð dýr. Tóku þau ákvörðun um að gista hjá frændfólki á Höfn og leggja á hringveginn heim árla fimmtudags. „Við gátum ekki verið að bíða á Höfn marga daga svo við lögðum af stað klukkan 6 næsta morgun, héldum austur og keyrðum sem leið liggur.“ Eftir stopp á Egilsstöðum var næsti viðkomustaður Mývatn og síðan haldið í einni beit til Akureyrar, þangað sem þau voru komin um hádegi. Á Sauðárkróki tóku þau eldsneyti og skoluðu af bílnum og héldu ferðalagi sínu áfram. „Svo stoppuðum við ekki fyrr en við komum til Reykjavíkur. Um kvöldið vorum við komin til dóttur minnar í Hveragerði þar sem ég gisti. Þá vorum við búin að keyra um 1.000 kílómetra frá Höfn til Hveragerðis á einum degi,“ segir Ásdís um ferðalagið mikla. Þá voru eftir um 300 kílómetrar heim að Hofi. Á þriðja degi frá því að mæðginin lögðu af stað í verslunarferð til Hafnar og rúmlega 1.300 kílómetrum síðar skiluðu þau sér loks heim að Hofi á laugardaginn. Fyrir forvitna þá segir Ásdís að matvöruna sem hún keypti á Höfn ekki hafa sakað. Hún vill því síður en svo kalla þessa löngu verslunarferð hremmingar. „Þetta endaði í skemmtiferð sem maður hefði nú sennilega ekki farið neitt fljótlega. Það má því alveg segja að þetta hafi verið lán í óláni og endað vel.“ mikael@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08 Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59 Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Það sem átti að verða skottúr mæðginanna Ásdísar Gunnarsdóttur og Eyþórs Sigurðssonar í verslanir frá Hofi í Öræfum til Hafnar í Hornafirði á miðvikudag í síðustu viku endaði óvænt í um 1.300 kílómetra hringferð um landið vegna vatnavaxtanna á Suðausturlandi. Ásdís segir að uppákomuna hafi reynst lán í óláni því úr hafi orðið fínasta skemmtiferð með syninum, sem þau hefðu annars ekki farið. „Á heimleið frá því að útrétta á Höfn komum við að Hólmsá á Mýrum þar sem vatnið var farið að flæða yfir veginn. Þar stoppuðu menn frá Vegagerðinni okkur og bönnuðu okkur að fara yfir. Samt voru bílar að koma að vestan þar sem ekki var búið að loka á umferð þaðan,“ segir Ásdís í samtali við Fréttablaðið. Eftir að að hafa beðið um stund ákváðu þau því að snúa aftur austur á Höfn. Um kvöldið fréttu þau að vegurinn yrði líklega ekki opnaður aftur fyrr en eftir nokkra daga og voru þá góð ráð dýr. Tóku þau ákvörðun um að gista hjá frændfólki á Höfn og leggja á hringveginn heim árla fimmtudags. „Við gátum ekki verið að bíða á Höfn marga daga svo við lögðum af stað klukkan 6 næsta morgun, héldum austur og keyrðum sem leið liggur.“ Eftir stopp á Egilsstöðum var næsti viðkomustaður Mývatn og síðan haldið í einni beit til Akureyrar, þangað sem þau voru komin um hádegi. Á Sauðárkróki tóku þau eldsneyti og skoluðu af bílnum og héldu ferðalagi sínu áfram. „Svo stoppuðum við ekki fyrr en við komum til Reykjavíkur. Um kvöldið vorum við komin til dóttur minnar í Hveragerði þar sem ég gisti. Þá vorum við búin að keyra um 1.000 kílómetra frá Höfn til Hveragerðis á einum degi,“ segir Ásdís um ferðalagið mikla. Þá voru eftir um 300 kílómetrar heim að Hofi. Á þriðja degi frá því að mæðginin lögðu af stað í verslunarferð til Hafnar og rúmlega 1.300 kílómetrum síðar skiluðu þau sér loks heim að Hofi á laugardaginn. Fyrir forvitna þá segir Ásdís að matvöruna sem hún keypti á Höfn ekki hafa sakað. Hún vill því síður en svo kalla þessa löngu verslunarferð hremmingar. „Þetta endaði í skemmtiferð sem maður hefði nú sennilega ekki farið neitt fljótlega. Það má því alveg segja að þetta hafi verið lán í óláni og endað vel.“ mikael@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08 Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59 Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08
Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59
Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00