Verslunarferð breyttist í óvænta hringferð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. október 2017 06:00 Það sem átti að verða skottúr mæðginanna Ásdísar Gunnarsdóttur og Eyþórs Sigurðssonar í verslanir frá Hofi í Öræfum til Hafnar í Hornafirði á miðvikudag í síðustu viku endaði óvænt í um 1.300 kílómetra hringferð um landið vegna vatnavaxtanna á Suðausturlandi. Ásdís segir að uppákomuna hafi reynst lán í óláni því úr hafi orðið fínasta skemmtiferð með syninum, sem þau hefðu annars ekki farið. „Á heimleið frá því að útrétta á Höfn komum við að Hólmsá á Mýrum þar sem vatnið var farið að flæða yfir veginn. Þar stoppuðu menn frá Vegagerðinni okkur og bönnuðu okkur að fara yfir. Samt voru bílar að koma að vestan þar sem ekki var búið að loka á umferð þaðan,“ segir Ásdís í samtali við Fréttablaðið. Eftir að að hafa beðið um stund ákváðu þau því að snúa aftur austur á Höfn. Um kvöldið fréttu þau að vegurinn yrði líklega ekki opnaður aftur fyrr en eftir nokkra daga og voru þá góð ráð dýr. Tóku þau ákvörðun um að gista hjá frændfólki á Höfn og leggja á hringveginn heim árla fimmtudags. „Við gátum ekki verið að bíða á Höfn marga daga svo við lögðum af stað klukkan 6 næsta morgun, héldum austur og keyrðum sem leið liggur.“ Eftir stopp á Egilsstöðum var næsti viðkomustaður Mývatn og síðan haldið í einni beit til Akureyrar, þangað sem þau voru komin um hádegi. Á Sauðárkróki tóku þau eldsneyti og skoluðu af bílnum og héldu ferðalagi sínu áfram. „Svo stoppuðum við ekki fyrr en við komum til Reykjavíkur. Um kvöldið vorum við komin til dóttur minnar í Hveragerði þar sem ég gisti. Þá vorum við búin að keyra um 1.000 kílómetra frá Höfn til Hveragerðis á einum degi,“ segir Ásdís um ferðalagið mikla. Þá voru eftir um 300 kílómetrar heim að Hofi. Á þriðja degi frá því að mæðginin lögðu af stað í verslunarferð til Hafnar og rúmlega 1.300 kílómetrum síðar skiluðu þau sér loks heim að Hofi á laugardaginn. Fyrir forvitna þá segir Ásdís að matvöruna sem hún keypti á Höfn ekki hafa sakað. Hún vill því síður en svo kalla þessa löngu verslunarferð hremmingar. „Þetta endaði í skemmtiferð sem maður hefði nú sennilega ekki farið neitt fljótlega. Það má því alveg segja að þetta hafi verið lán í óláni og endað vel.“ mikael@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08 Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59 Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Það sem átti að verða skottúr mæðginanna Ásdísar Gunnarsdóttur og Eyþórs Sigurðssonar í verslanir frá Hofi í Öræfum til Hafnar í Hornafirði á miðvikudag í síðustu viku endaði óvænt í um 1.300 kílómetra hringferð um landið vegna vatnavaxtanna á Suðausturlandi. Ásdís segir að uppákomuna hafi reynst lán í óláni því úr hafi orðið fínasta skemmtiferð með syninum, sem þau hefðu annars ekki farið. „Á heimleið frá því að útrétta á Höfn komum við að Hólmsá á Mýrum þar sem vatnið var farið að flæða yfir veginn. Þar stoppuðu menn frá Vegagerðinni okkur og bönnuðu okkur að fara yfir. Samt voru bílar að koma að vestan þar sem ekki var búið að loka á umferð þaðan,“ segir Ásdís í samtali við Fréttablaðið. Eftir að að hafa beðið um stund ákváðu þau því að snúa aftur austur á Höfn. Um kvöldið fréttu þau að vegurinn yrði líklega ekki opnaður aftur fyrr en eftir nokkra daga og voru þá góð ráð dýr. Tóku þau ákvörðun um að gista hjá frændfólki á Höfn og leggja á hringveginn heim árla fimmtudags. „Við gátum ekki verið að bíða á Höfn marga daga svo við lögðum af stað klukkan 6 næsta morgun, héldum austur og keyrðum sem leið liggur.“ Eftir stopp á Egilsstöðum var næsti viðkomustaður Mývatn og síðan haldið í einni beit til Akureyrar, þangað sem þau voru komin um hádegi. Á Sauðárkróki tóku þau eldsneyti og skoluðu af bílnum og héldu ferðalagi sínu áfram. „Svo stoppuðum við ekki fyrr en við komum til Reykjavíkur. Um kvöldið vorum við komin til dóttur minnar í Hveragerði þar sem ég gisti. Þá vorum við búin að keyra um 1.000 kílómetra frá Höfn til Hveragerðis á einum degi,“ segir Ásdís um ferðalagið mikla. Þá voru eftir um 300 kílómetrar heim að Hofi. Á þriðja degi frá því að mæðginin lögðu af stað í verslunarferð til Hafnar og rúmlega 1.300 kílómetrum síðar skiluðu þau sér loks heim að Hofi á laugardaginn. Fyrir forvitna þá segir Ásdís að matvöruna sem hún keypti á Höfn ekki hafa sakað. Hún vill því síður en svo kalla þessa löngu verslunarferð hremmingar. „Þetta endaði í skemmtiferð sem maður hefði nú sennilega ekki farið neitt fljótlega. Það má því alveg segja að þetta hafi verið lán í óláni og endað vel.“ mikael@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08 Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59 Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08
Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59
Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00