Krakkarnir læra mikið af dönsurum frá útlöndum Benedikt Bóas skrifar 30. ágúst 2017 06:00 Stella Rósenkranz, dansari og deildarstjóri í DWC, segir að ákveðin tímamót séu í starfi skólans þetta árið með komu erlendra kennara. Mynd/Garðar Ólafsson „Við verðum í fyrsta skipti í skólanum með fasta erlenda kennara. Erlendir kennarar hafa komið yfir helgi og kennt á DWC Dance Camp, en það er stærsti dansviðburður sem er haldinn á Íslandi. Núna fáum tvo kennara sem eru í tíu daga í hvort skiptið,“ segir Stella Rósenkranz, danshöfundur og deildarstjóri í Dansstúdíói World Class. Svo mikill var áhuginn á komandi námskeiðum að heimasíðan réð illa við álagið þegar skráning fór fram. Annar kennarinn heitir Antoine Troupe og hefur komið áður. Hann hefur unnið með Prince og var einn þeirra sem sáu um margrómaða frammistöðu Chris Brown í þætti Jimmy Fallon. „Svo kemur Ibuki Imata frá Japan í nóvember en hún sérhæfir sig í Waacking dansstílnum. Við höfum aldrei boðið upp á kennslu í þeim dansstíl,“ segir hún. Stella segir að danssenan á Íslandi sé öflug og dansarar í dag séu með háleit markmið. „Þau vilja ná árangri og við viljum ýta undir það. Markmið okkar hjá DWC er að bjóða upp á vandaða danskennslu þar sem nemendur ná árangri og ná sínum persónulegu markmiðum. Dansararnir okkar eru orðnir það öflugir að við viljum alltaf gera meira og betur á hverri önn. Þess vegna erum við að fá inn erlenda kennara.“ Tengslanet dansskólans er stórt og þó heimurinn sé stór þá er unnið að því hörðum höndum að minnka hann. „Við erum að reyna að búa til brú yfir hafið. Dans er ekki stór heimur en hann virkar risastór. Við erum búin að byggja upp stórt tengslanet og reynum að greiða veginn fyrir krakkana. En fyrst og fremst bjóðum við upp á dansnám sem gerir viðkomandi vonandi betri dansara og manneskju. Áherslan í okkar starfi er að nemendur okkar séu þeir sjálfir, þori að sýna persónuleika sinn á meðan þeir dansa og efla þannig sinn persónulega stíl.“ Önnin byrjar af krafti með tveimur heimsþekktum dönsurum. Annar þeirra er einn af danshöfundum Beyoncé en hann kallar sig Hollywood. Einnig er Matt Steffanina að koma en hann er einn vinsælasti kennari í heimi en 1,7 milljónir fylgja honum á Instagram. „Það eru margir geggjaðir dansarar að koma upp núna á Íslandi. Ég er svo oft í sjokki í danstímum yfir þessum hæfileikaríku nemendum okkar. Með samfélagsmiðlum þá eru krakkar miklu móttækilegri fyrir dönsurum og auðvelt að nálgast myndbönd af dönsurum og pikka upp rútínur á netinu.Ég var að taka upp spor Michaels Jackson á VHS-spólu og stúdera þau. Krakkar eru með aðgang sem ég hafði ekki. Ég braut pinnann í vídeóspólunni og merkti EKKI TAKA YFIR,“ segir hún og hlær. „Það var ekki mikið í boði þá en núna eru tækifærin nánast endalaus, hér heima og erlendis og ég elska það.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Við verðum í fyrsta skipti í skólanum með fasta erlenda kennara. Erlendir kennarar hafa komið yfir helgi og kennt á DWC Dance Camp, en það er stærsti dansviðburður sem er haldinn á Íslandi. Núna fáum tvo kennara sem eru í tíu daga í hvort skiptið,“ segir Stella Rósenkranz, danshöfundur og deildarstjóri í Dansstúdíói World Class. Svo mikill var áhuginn á komandi námskeiðum að heimasíðan réð illa við álagið þegar skráning fór fram. Annar kennarinn heitir Antoine Troupe og hefur komið áður. Hann hefur unnið með Prince og var einn þeirra sem sáu um margrómaða frammistöðu Chris Brown í þætti Jimmy Fallon. „Svo kemur Ibuki Imata frá Japan í nóvember en hún sérhæfir sig í Waacking dansstílnum. Við höfum aldrei boðið upp á kennslu í þeim dansstíl,“ segir hún. Stella segir að danssenan á Íslandi sé öflug og dansarar í dag séu með háleit markmið. „Þau vilja ná árangri og við viljum ýta undir það. Markmið okkar hjá DWC er að bjóða upp á vandaða danskennslu þar sem nemendur ná árangri og ná sínum persónulegu markmiðum. Dansararnir okkar eru orðnir það öflugir að við viljum alltaf gera meira og betur á hverri önn. Þess vegna erum við að fá inn erlenda kennara.“ Tengslanet dansskólans er stórt og þó heimurinn sé stór þá er unnið að því hörðum höndum að minnka hann. „Við erum að reyna að búa til brú yfir hafið. Dans er ekki stór heimur en hann virkar risastór. Við erum búin að byggja upp stórt tengslanet og reynum að greiða veginn fyrir krakkana. En fyrst og fremst bjóðum við upp á dansnám sem gerir viðkomandi vonandi betri dansara og manneskju. Áherslan í okkar starfi er að nemendur okkar séu þeir sjálfir, þori að sýna persónuleika sinn á meðan þeir dansa og efla þannig sinn persónulega stíl.“ Önnin byrjar af krafti með tveimur heimsþekktum dönsurum. Annar þeirra er einn af danshöfundum Beyoncé en hann kallar sig Hollywood. Einnig er Matt Steffanina að koma en hann er einn vinsælasti kennari í heimi en 1,7 milljónir fylgja honum á Instagram. „Það eru margir geggjaðir dansarar að koma upp núna á Íslandi. Ég er svo oft í sjokki í danstímum yfir þessum hæfileikaríku nemendum okkar. Með samfélagsmiðlum þá eru krakkar miklu móttækilegri fyrir dönsurum og auðvelt að nálgast myndbönd af dönsurum og pikka upp rútínur á netinu.Ég var að taka upp spor Michaels Jackson á VHS-spólu og stúdera þau. Krakkar eru með aðgang sem ég hafði ekki. Ég braut pinnann í vídeóspólunni og merkti EKKI TAKA YFIR,“ segir hún og hlær. „Það var ekki mikið í boði þá en núna eru tækifærin nánast endalaus, hér heima og erlendis og ég elska það.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein