Aukning í fíkniefnabrotum, mansali og vændi Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. október 2017 22:30 Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi undanfarin misseri. Lögregluyfirvöld greina mikla aukningu fíkniefnabrota, mansals og vændis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna skorta fjármagn til að takast á við vandann. Ríkislögreglustjóri leggur ár hvert mat á umfang skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, en í úttekt fyrir árið sem nú er að líða kemur fram að áhættustig vegna slíkra mála sé hátt. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra segir að fyrst og fremst sé um að ræða innlenda brotamenn, en svokölluðum farandglæpahópum hafi einnig vaxið ásmegin. Þá sé einnig að færast í aukana að lögleg fyrirtæki að nafninu til séu notuð til að skýla brotastarfsemi, en í byggingargeiranum hafi t.a.m. verið sviknar út hundruð milljóna króna úr skattkerfinu með því að gefa út falsaða reikninga. Enn fremur sé vændi og mansal að færast í aukana og meira sjáist af umfangsmiklum skipulögðum glæpasamtökum í kringum þá starfsemi. Þannig sé t.a.m. farið að bera talsvert á vélhjólagengjum á ný. Ásgeir segir málið alvarlegt, enda hafi lögreglan ekki burði til að uppræta alla slíka starfsemi að eigin frumkvæði. Auka þurfi fjárframlög til löggæslu umtalsvert ef ekki eigi illa að fara. Rætt var við Ásgeir Karlsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi undanfarin misseri. Lögregluyfirvöld greina mikla aukningu fíkniefnabrota, mansals og vændis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna skorta fjármagn til að takast á við vandann. Ríkislögreglustjóri leggur ár hvert mat á umfang skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, en í úttekt fyrir árið sem nú er að líða kemur fram að áhættustig vegna slíkra mála sé hátt. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra segir að fyrst og fremst sé um að ræða innlenda brotamenn, en svokölluðum farandglæpahópum hafi einnig vaxið ásmegin. Þá sé einnig að færast í aukana að lögleg fyrirtæki að nafninu til séu notuð til að skýla brotastarfsemi, en í byggingargeiranum hafi t.a.m. verið sviknar út hundruð milljóna króna úr skattkerfinu með því að gefa út falsaða reikninga. Enn fremur sé vændi og mansal að færast í aukana og meira sjáist af umfangsmiklum skipulögðum glæpasamtökum í kringum þá starfsemi. Þannig sé t.a.m. farið að bera talsvert á vélhjólagengjum á ný. Ásgeir segir málið alvarlegt, enda hafi lögreglan ekki burði til að uppræta alla slíka starfsemi að eigin frumkvæði. Auka þurfi fjárframlög til löggæslu umtalsvert ef ekki eigi illa að fara. Rætt var við Ásgeir Karlsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira