Internet hlutanna oft berskjaldað fyrir tölvuárásum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. febrúar 2017 20:00 Nettengdum heimilistækjum er ætlað að auðvelda líf okkar, en um leið geyma tækin oft viðkvæmar upplýsingar og eru berskjölduð fyrir árásum tölvuþrjóta. Sérfræðingur í netöryggismálum segir andvaraleysi ríkja í öryggismálum nettengdra tækja.Afleiðingar Dyn-netárásarinnar í október 2016.MYND/DOWNDETECTORMeiriháttar netárás var gerð á bandaríska fyrirtækið Dyn í október á síðasta ári. Tölvuþrjótar brutust inn í um hundrað þúsund tæki og notuðu þau í árás á netþjóna sem þoldu illa álagið. Margar af vinsælustu þjónustum internetsins hrundu í þessari stærstu þjónusturofsárás sögunnar, þar á meðal Netflix, Spotify, Amazon og PayPal.Internet hlutanna stækkar Tækin sem tölvuþrjótarnir notuðu í árásinni voru tæki sem tilheyra nýrri og ört stækkandi tegund tækja sem teljast til Internets hlutanna, eða Internet of things. Þetta voru nettengd heimilistæki á borð við prentara og myndavélar. Nettengdum tækjum í heiminum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Á síðasta ári voru þau tæplega 23 milljarðar talsins. Þessum tækjum mun halda áfram að fjölga og árið 2020 er áætlað að þau verði orðin rúmlega 50 milljarðar talsins.Nettengdum tækjum mun fjölga mikið á næstu árum.MYND/STÖÐ2Þessi nýju snjalltæki eru til dæmis kaffivélar, ísskápar, þvottavélar, brauðristar og ljósaperur. Öll nettengd til að auðvelda líf okkar. Um leið geyma þau oft á tíðum viðkvæmar upplýsingar og eru sjaldan búin öflugum öryggisbúnaði. Friðrik Skúlason er hugbúnaðarhönnur og reynslumikill frumkvöðull í tölvugeiranum. Hann hefur þetta að segja um öryggismál í samhengi Internets hlutanna. „Staðan á öryggismálum er einfaldlega sú að það er allt í kalda koli,“segir Friðrik. „Það er almennt andvaraleysi hjá fólki. Fólk áttar sig ekki á að hvað þessi tæki sem eru að koma inn á heimilin hafa mikla reiknigetu. Þetta eru oft tölvur, með öllu sem því fylgir.“Veikasti hlekkurinn „Ef einhver getur brotist inn á ísskápinn þinn þá getu hann komist inn á netið hjá þér og tölvuna, jafnvel stolið bankaupplýsingum. Í raun gert hvað sem er. Það er ekkert heildarkerfi sterkara en veikasti hlekkurinn.“Friðrik Skúlason, frumkvöðull og sérfræðingur í netöryggismálum.MYND/PJETUROg það er vandamálið með Internet hlutanna, þessi tæki eru að verða veikasti hlekkurinn. Hingað til hefur ekki verið mikið um að þau séu notuð til að gera árásir á einstaklinga en að mati Friðriks verður líklega breyting þar á í framtíðinni. „Við gerum ráð fyrir að það verði framtíðin. Það hefur verið þróunin á öðrum sviðum. Þá getum við farið að sjá dæmi um fjárkúgun og stuld á persónuupplýsingum og hitt og þetta annað,“ segir Friðrik.Átak neytenda og framleiðendaFriðrik segir tvennt þurfa að gerast í öryggismálum nettengdra tækja. Annars vegar þurfi neytendur að gera sér grein fyrir því að þessi tæki geyma oft viðkvæmar upplýsingar og framleiðendur þurfa að sýna ábyrgð og innleiða viðeigandi öryggisstaðla. Því miður sé það svo að atburðir eins og sá sem átti sér stað í Bandaríkjunum í október leiði oft til þess að vitundarvakning á sér stað. „Já, það er bara þannig. Fólk fer ekki að hugsa alvarlega um brunatryggingu fyrr en eftir að það kviknar í heima hjá þeim,“ segir Friðrik. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Nettengdum heimilistækjum er ætlað að auðvelda líf okkar, en um leið geyma tækin oft viðkvæmar upplýsingar og eru berskjölduð fyrir árásum tölvuþrjóta. Sérfræðingur í netöryggismálum segir andvaraleysi ríkja í öryggismálum nettengdra tækja.Afleiðingar Dyn-netárásarinnar í október 2016.MYND/DOWNDETECTORMeiriháttar netárás var gerð á bandaríska fyrirtækið Dyn í október á síðasta ári. Tölvuþrjótar brutust inn í um hundrað þúsund tæki og notuðu þau í árás á netþjóna sem þoldu illa álagið. Margar af vinsælustu þjónustum internetsins hrundu í þessari stærstu þjónusturofsárás sögunnar, þar á meðal Netflix, Spotify, Amazon og PayPal.Internet hlutanna stækkar Tækin sem tölvuþrjótarnir notuðu í árásinni voru tæki sem tilheyra nýrri og ört stækkandi tegund tækja sem teljast til Internets hlutanna, eða Internet of things. Þetta voru nettengd heimilistæki á borð við prentara og myndavélar. Nettengdum tækjum í heiminum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Á síðasta ári voru þau tæplega 23 milljarðar talsins. Þessum tækjum mun halda áfram að fjölga og árið 2020 er áætlað að þau verði orðin rúmlega 50 milljarðar talsins.Nettengdum tækjum mun fjölga mikið á næstu árum.MYND/STÖÐ2Þessi nýju snjalltæki eru til dæmis kaffivélar, ísskápar, þvottavélar, brauðristar og ljósaperur. Öll nettengd til að auðvelda líf okkar. Um leið geyma þau oft á tíðum viðkvæmar upplýsingar og eru sjaldan búin öflugum öryggisbúnaði. Friðrik Skúlason er hugbúnaðarhönnur og reynslumikill frumkvöðull í tölvugeiranum. Hann hefur þetta að segja um öryggismál í samhengi Internets hlutanna. „Staðan á öryggismálum er einfaldlega sú að það er allt í kalda koli,“segir Friðrik. „Það er almennt andvaraleysi hjá fólki. Fólk áttar sig ekki á að hvað þessi tæki sem eru að koma inn á heimilin hafa mikla reiknigetu. Þetta eru oft tölvur, með öllu sem því fylgir.“Veikasti hlekkurinn „Ef einhver getur brotist inn á ísskápinn þinn þá getu hann komist inn á netið hjá þér og tölvuna, jafnvel stolið bankaupplýsingum. Í raun gert hvað sem er. Það er ekkert heildarkerfi sterkara en veikasti hlekkurinn.“Friðrik Skúlason, frumkvöðull og sérfræðingur í netöryggismálum.MYND/PJETUROg það er vandamálið með Internet hlutanna, þessi tæki eru að verða veikasti hlekkurinn. Hingað til hefur ekki verið mikið um að þau séu notuð til að gera árásir á einstaklinga en að mati Friðriks verður líklega breyting þar á í framtíðinni. „Við gerum ráð fyrir að það verði framtíðin. Það hefur verið þróunin á öðrum sviðum. Þá getum við farið að sjá dæmi um fjárkúgun og stuld á persónuupplýsingum og hitt og þetta annað,“ segir Friðrik.Átak neytenda og framleiðendaFriðrik segir tvennt þurfa að gerast í öryggismálum nettengdra tækja. Annars vegar þurfi neytendur að gera sér grein fyrir því að þessi tæki geyma oft viðkvæmar upplýsingar og framleiðendur þurfa að sýna ábyrgð og innleiða viðeigandi öryggisstaðla. Því miður sé það svo að atburðir eins og sá sem átti sér stað í Bandaríkjunum í október leiði oft til þess að vitundarvakning á sér stað. „Já, það er bara þannig. Fólk fer ekki að hugsa alvarlega um brunatryggingu fyrr en eftir að það kviknar í heima hjá þeim,“ segir Friðrik.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira