Segir valdahóp í dómskerfinu hafa komið Hönnu Birnu úr ráðherrastóli Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 18:33 Jón Steinar Gunnlaugsson. Vísir/GVA Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að valdahópur í dómskerfinu hafi bolað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, úr starfi. Þetta segir Jón Steinar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. „Á árinu 2013 gaf ég út bók sem ég nefndi „Veikburða Hæstiréttur.“ Þar var að finna umfjöllun um afar slæmt ástand við þennan æðsta dómstól þjóðarinnar og rökstuddar tillögur um úrbætur. Svo var að sjá í fyrstu að þetta hefði haft einhver áhrif, því Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, skipaði þriggja manna nefnd til að gera tillögur til úrbót,“ skrifar Jón Steinar. „Þetta var „utankerfisnefnd“ í þeim skilningi að valdahópurinn í dómskerfinu fékk ekki að ráða vali nefndarmanna. Það þótti þeim dauðasynd. Við þessu varð hópurinn að bregðast og við þesu brást hann svo um munaði.Fyrst var tekið til að koma ráðherranum frá. Til þess voru notaðar tylliástæður sem dugðu. Þegar nefndin skilaði tillögum sínum var kominn nýr og „samstarfsfúsari“ ráðherra.“Vill umbætur í dómskerfinu „Nefndin var sett af og einn af búsmölum valdahópsins fenginn til að þynna út tillögur nefndarinnar í samráði við nefndan valdahóp í dómskerfinu,“ skrifar Jón Steinar sem segir atburðarrásina umræddu „dapurlega.“ „Nú er komin ný ríkisstjórn. Í sæti dómsmálaráðherra er sest kona sem hefur sýnt að hún hafi skoðanir og sé tilbúin til að láta gott af sér leiða á grundvelli málefnalegra röksemda en ekki þrýstings klíkuhópa.“ Jón segir ástæðu til að skora á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðra í ríkisstjórninni að hrista af sér „hlekkina“ og ráðast til þeirra verka í dómskerfnu sem til þess eru fallin að bæta kerfið til hagsbóta fyrir almenning. Meðal þess sem Jón Steinar telur upp að þurfi að gera er að birta opinberlega upplýsingar aftur í tímann um fjármálatengsl dómaranna í öllum íslensku bönkunum og aðrar stofnanir eftir atvikum. Þá vill hann að um leið verði kortlagt hvernig dómararnir hafi raðast í mál gegn forsvarsmönnum þeirra stofnana á síðustu árum. Jafnframt nefnir Jón að breyta þurfi reglum um nýskipan dómara og afnema sjálfdæmi þeirra í þeim efnum. „Þá ætti einnig að fækka dómurum bæði í Hæstarétti og Landsrétti. Núna starfa 10 dómarar á áfrýjunarstigi í landinu (í Hæstarétti). Eftir breytingarnar um næstu áramót eiga þeir að verða 22 talsins (7 í Hæstarétti og 15 í Landsrétti). Þetta er glórulaus vitleysa. Heildarumfang starfa á áfrýjunarstigi mun eitthvað breytast við kerfisbreytinguna en það er fjarri öllu lagi að nauðsynlegt verði að meira en tvöfalda fjölda dómaranna.“ Þá telur Jón Steinar að réttast sé að í Hæstarétti sitji fimm dómarar sem allir dæmi í öllum málum. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að valdahópur í dómskerfinu hafi bolað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, úr starfi. Þetta segir Jón Steinar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. „Á árinu 2013 gaf ég út bók sem ég nefndi „Veikburða Hæstiréttur.“ Þar var að finna umfjöllun um afar slæmt ástand við þennan æðsta dómstól þjóðarinnar og rökstuddar tillögur um úrbætur. Svo var að sjá í fyrstu að þetta hefði haft einhver áhrif, því Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, skipaði þriggja manna nefnd til að gera tillögur til úrbót,“ skrifar Jón Steinar. „Þetta var „utankerfisnefnd“ í þeim skilningi að valdahópurinn í dómskerfinu fékk ekki að ráða vali nefndarmanna. Það þótti þeim dauðasynd. Við þessu varð hópurinn að bregðast og við þesu brást hann svo um munaði.Fyrst var tekið til að koma ráðherranum frá. Til þess voru notaðar tylliástæður sem dugðu. Þegar nefndin skilaði tillögum sínum var kominn nýr og „samstarfsfúsari“ ráðherra.“Vill umbætur í dómskerfinu „Nefndin var sett af og einn af búsmölum valdahópsins fenginn til að þynna út tillögur nefndarinnar í samráði við nefndan valdahóp í dómskerfinu,“ skrifar Jón Steinar sem segir atburðarrásina umræddu „dapurlega.“ „Nú er komin ný ríkisstjórn. Í sæti dómsmálaráðherra er sest kona sem hefur sýnt að hún hafi skoðanir og sé tilbúin til að láta gott af sér leiða á grundvelli málefnalegra röksemda en ekki þrýstings klíkuhópa.“ Jón segir ástæðu til að skora á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og aðra í ríkisstjórninni að hrista af sér „hlekkina“ og ráðast til þeirra verka í dómskerfnu sem til þess eru fallin að bæta kerfið til hagsbóta fyrir almenning. Meðal þess sem Jón Steinar telur upp að þurfi að gera er að birta opinberlega upplýsingar aftur í tímann um fjármálatengsl dómaranna í öllum íslensku bönkunum og aðrar stofnanir eftir atvikum. Þá vill hann að um leið verði kortlagt hvernig dómararnir hafi raðast í mál gegn forsvarsmönnum þeirra stofnana á síðustu árum. Jafnframt nefnir Jón að breyta þurfi reglum um nýskipan dómara og afnema sjálfdæmi þeirra í þeim efnum. „Þá ætti einnig að fækka dómurum bæði í Hæstarétti og Landsrétti. Núna starfa 10 dómarar á áfrýjunarstigi í landinu (í Hæstarétti). Eftir breytingarnar um næstu áramót eiga þeir að verða 22 talsins (7 í Hæstarétti og 15 í Landsrétti). Þetta er glórulaus vitleysa. Heildarumfang starfa á áfrýjunarstigi mun eitthvað breytast við kerfisbreytinguna en það er fjarri öllu lagi að nauðsynlegt verði að meira en tvöfalda fjölda dómaranna.“ Þá telur Jón Steinar að réttast sé að í Hæstarétti sitji fimm dómarar sem allir dæmi í öllum málum.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira