Telur stjórnmálamenn þurfa að gera meira og tala minna Kristinn Ingi Jónsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 26. júlí 2017 06:00 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það eru alltaf vonbrigði þegar tölurnar eru lágar alveg eins og það er jafn gaman þegar þær eru háar. Þetta sveiflast mikið hjá okkur,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, um niðurstöður nýrrar könnunar MMR, en samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi. „Það eina sem stjórnmálamenn geta gert að mínu mati er að tala minna og gera meira. Það er mitt mottó, það er bara þannig að það er ekki það sem maður segir heldur það sem maður gerir sem að mínu mati skilgreinir hvort stjórnmálamenn séu góðir í sínu starfi. Björt framtíð mun að loknu þessu kjörtímabili leggja verk sín í dóm kjósenda,“ segir Björt.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.Mynd/AðsendHvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef marka má niðurstöður könnunarinnar sem gerð var dagana 18. til 21. júlí. Fylgi Viðreisnar mældist þá 4,7 prósent. Báðir flokkarnir hafa tapað fylgi frá síðustu könnun í júní. Þrátt fyrir dalandi fylgi flokkanna stóð stuðningur fólks við ríkisstjórnina í stað á milli mánaða, en 34,1 prósent aðspurðra sagðist styðja ríkisstjórnina. „Við erum rétt að byrja. Það er stutt liðið á kjörtímabilið og við eigum enn þá eftir að sýna okkur og sanna,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar. „Það eru mörg brýn verkefni fram undan sem við munum leggja alla okkar krafta í að takast á við og leysa vel og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að fá fjölda tækifæra til að sanna okkur á komandi mánuðum og næstu árum,“ segir Jóna. „Athygli vakti að Flokkur fólksins bætti hlutfallslega mest við sig á milli kannana, eða rúmum þremur prósentustigum. Flokkurinn fengi 6,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og næði því inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Anton BrinkInga Sæland, formaður flokksins, segist hins vegar ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn. Næsta verkefni sé sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, en Inga hyggst bjóða sig fram í oddvitasæti í höfuðborginni. „Ég er orðlaus. Það er allt þess virði að halda áfram að berjast,“ segir Inga um niðurstöður könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins. Fylgi flokksins var 29,3 prósent í júlí. Nokkuð dró úr fylgi Vinstri grænna, sem mælist nú 20,4 prósent. Fylgi Pírata stóð í stað í 13,3 prósentum. Samfylkingin bætti hins vegar við sig fylgi og fór úr 9,1 prósenti í 10,6 prósent.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
„Það eru alltaf vonbrigði þegar tölurnar eru lágar alveg eins og það er jafn gaman þegar þær eru háar. Þetta sveiflast mikið hjá okkur,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, um niðurstöður nýrrar könnunar MMR, en samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi. „Það eina sem stjórnmálamenn geta gert að mínu mati er að tala minna og gera meira. Það er mitt mottó, það er bara þannig að það er ekki það sem maður segir heldur það sem maður gerir sem að mínu mati skilgreinir hvort stjórnmálamenn séu góðir í sínu starfi. Björt framtíð mun að loknu þessu kjörtímabili leggja verk sín í dóm kjósenda,“ segir Björt.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.Mynd/AðsendHvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef marka má niðurstöður könnunarinnar sem gerð var dagana 18. til 21. júlí. Fylgi Viðreisnar mældist þá 4,7 prósent. Báðir flokkarnir hafa tapað fylgi frá síðustu könnun í júní. Þrátt fyrir dalandi fylgi flokkanna stóð stuðningur fólks við ríkisstjórnina í stað á milli mánaða, en 34,1 prósent aðspurðra sagðist styðja ríkisstjórnina. „Við erum rétt að byrja. Það er stutt liðið á kjörtímabilið og við eigum enn þá eftir að sýna okkur og sanna,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar. „Það eru mörg brýn verkefni fram undan sem við munum leggja alla okkar krafta í að takast á við og leysa vel og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að fá fjölda tækifæra til að sanna okkur á komandi mánuðum og næstu árum,“ segir Jóna. „Athygli vakti að Flokkur fólksins bætti hlutfallslega mest við sig á milli kannana, eða rúmum þremur prósentustigum. Flokkurinn fengi 6,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og næði því inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Anton BrinkInga Sæland, formaður flokksins, segist hins vegar ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn. Næsta verkefni sé sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, en Inga hyggst bjóða sig fram í oddvitasæti í höfuðborginni. „Ég er orðlaus. Það er allt þess virði að halda áfram að berjast,“ segir Inga um niðurstöður könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins. Fylgi flokksins var 29,3 prósent í júlí. Nokkuð dró úr fylgi Vinstri grænna, sem mælist nú 20,4 prósent. Fylgi Pírata stóð í stað í 13,3 prósentum. Samfylkingin bætti hins vegar við sig fylgi og fór úr 9,1 prósenti í 10,6 prósent.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17
Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46