Ekki allir sem hlakka til að fara í skólann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 21:00 Þóra segir mikilvægt að byggja upp góðan skólabrag til að sporna gegn einelti. visir/getty „Rannsóknir sýna að einelti komi helst fram að miðstigi í grunnskóla en ræturnar er hægt að rekja alveg niður í leikskóla eins og þegar börn neita að leiða þann sem er við hliðina á sér, vilja ekki bjóða þessum eða hinum heim eða vilja ekki leika við þennan eða hinn að þá eru þetta fyrstu vísbendingar um einhverja neikvæða hegðun sem getur þróast út í eineltishegðun.“ Þetta segir Þóra Jónsdóttir hjá Barnaheillum sem um þessar mundir stendur fyrir átaki gegn einelti undir yfirskriftinni „Verndum börnin.“ Þóra var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þar sem hún ræddi um stöðuna, eins og hún er í dag og hvað þurfi til að sporna gegn einelti. Þóra hefur, með Barnaheillum, unnið ötullega að því að draga úr eineltishegðun með fræðslu.Mikilvægt að byggja upp góðan skólabragAðspurð segist Þóra telja að okkur hafi tekist ágætlega við að draga úr eineltishegðun. „Það hefur vissulega orðið mikil vitundarvakning mjög víða um einelti og margt verið gert til að minnsta kosti fræða og reyna að breyta hegðun hópa. Auðvitað eru flestir skólar með áætlanir um hvernig bregðast eigi við einelti og nýta þær áætlanir, eftir því sem ég best veit, ágætlega. Það verður auðvitað seint, og vonandi þó sem fyrst, hægt að útrýma einelti. Það er mjög margt sem fæst bara með því að byggja upp góðan skólabrag í öllum skólum,“ segir Þóra sem segir að við séum á allt öðrum stað í dag en fyrir fimmtán árum síðan.Mikilvægt að grípa strax inn íAð sögn Þóru er brýnt að hefja vinnu gegn einelti á fyrstu skólastigum og þá sé mikilvægt að bregðast fljótt við á fyrstu stigum eineltis. Átakið „Verndum börnin“ miðar að því að fræða almenning um það hvernig megi koma í veg fyrir einelti og sporna gegn því að það magnist upp.Allir geta orðið fyrir eineltiHún segir að enginn einn sé útsettari fyrir einelti en annar. „Þetta er eitthvað sem gengur jafnt yfir alla. Það er ekki hægt að finna einhvers konar vísbendingar um að einhver einn tiltekinn eða einn hópur verði frekar fyrir einelti því það getur gerst fyrir hvern sem er,“ segir Þóra.Á heimasíðu „Verndum börnin“ er hægt að glöggva sig frekar á málstaðnum. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Rannsóknir sýna að einelti komi helst fram að miðstigi í grunnskóla en ræturnar er hægt að rekja alveg niður í leikskóla eins og þegar börn neita að leiða þann sem er við hliðina á sér, vilja ekki bjóða þessum eða hinum heim eða vilja ekki leika við þennan eða hinn að þá eru þetta fyrstu vísbendingar um einhverja neikvæða hegðun sem getur þróast út í eineltishegðun.“ Þetta segir Þóra Jónsdóttir hjá Barnaheillum sem um þessar mundir stendur fyrir átaki gegn einelti undir yfirskriftinni „Verndum börnin.“ Þóra var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þar sem hún ræddi um stöðuna, eins og hún er í dag og hvað þurfi til að sporna gegn einelti. Þóra hefur, með Barnaheillum, unnið ötullega að því að draga úr eineltishegðun með fræðslu.Mikilvægt að byggja upp góðan skólabragAðspurð segist Þóra telja að okkur hafi tekist ágætlega við að draga úr eineltishegðun. „Það hefur vissulega orðið mikil vitundarvakning mjög víða um einelti og margt verið gert til að minnsta kosti fræða og reyna að breyta hegðun hópa. Auðvitað eru flestir skólar með áætlanir um hvernig bregðast eigi við einelti og nýta þær áætlanir, eftir því sem ég best veit, ágætlega. Það verður auðvitað seint, og vonandi þó sem fyrst, hægt að útrýma einelti. Það er mjög margt sem fæst bara með því að byggja upp góðan skólabrag í öllum skólum,“ segir Þóra sem segir að við séum á allt öðrum stað í dag en fyrir fimmtán árum síðan.Mikilvægt að grípa strax inn íAð sögn Þóru er brýnt að hefja vinnu gegn einelti á fyrstu skólastigum og þá sé mikilvægt að bregðast fljótt við á fyrstu stigum eineltis. Átakið „Verndum börnin“ miðar að því að fræða almenning um það hvernig megi koma í veg fyrir einelti og sporna gegn því að það magnist upp.Allir geta orðið fyrir eineltiHún segir að enginn einn sé útsettari fyrir einelti en annar. „Þetta er eitthvað sem gengur jafnt yfir alla. Það er ekki hægt að finna einhvers konar vísbendingar um að einhver einn tiltekinn eða einn hópur verði frekar fyrir einelti því það getur gerst fyrir hvern sem er,“ segir Þóra.Á heimasíðu „Verndum börnin“ er hægt að glöggva sig frekar á málstaðnum.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira