Eru sjálflærðir á öll hljóðfæri og græjur Guðný Hrönn skrifar 21. júlí 2017 10:00 Egill og Bjarki lýsa tónlist sinni sem tilraunakenndu poppi. Vísir/Eyþór Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira