Eru sjálflærðir á öll hljóðfæri og græjur Guðný Hrönn skrifar 21. júlí 2017 10:00 Egill og Bjarki lýsa tónlist sinni sem tilraunakenndu poppi. Vísir/Eyþór Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári. Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Sjá meira
Bræðurnir Egill Viðarsson og Bjarki Hreinn Viðarsson skipa bandið Andy Svarthol. Það vekur athygli er að þeir eru sjálflærðir á hljóðfærin og gera allt sjálfir; spila á ýmis hljóðfæri, syngja, hljóðblanda, framleiða og svo framvegis. „Bjarki hafði aldrei gert tónlist áður en ég plataði hann út í það. Ég var hins vegar áður í hljómsveitinni Nóru sem gaf út tvær plötur árin 2010-2012,“ segir Egill. „Við erum báðir sjálflærðir á hljóðfærin okkar og allar aðrar græjur.“ „Þegar Nóra lagðist af þá ákvað ég ég að spyrja Bjarka hvort hann vildi ekki stofna hljómsveit með mér, og ég myndi þá kenna honum á hljóðfæri og annað. Og hann var til í það. Við byrjuðum að spila saman fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að byrja að gefa út efni og spila á tónleikunum. Núna erum við nefnilega orðnir nokkuð sáttir við afurðina. Það tók tíma að móta hljómsveitina og efnið, þetta hefur verið ákveðið lærdómsferli fyrir okkur,“ útskýrir Egill sem segir bróður sinn vera orðinn nokkuð færan á hljóðfæri. „Já, já, hann er orðinn fær á gítar, hljómborð og allan pakkann.“ Tónlistin er aðalástríðanEins og áður sagði gera bræðurnir allt í sambandi við tónlistarsköpunina. Aðspurður hvort þetta sé ekki hörkuvinna svarar Egill játandi. „Jú, þetta er allt of mikil vinna. Ég veit ekkert hvað við erum að spá,“ segir hann og hlær. „En þetta er aðalástríðan og við leggjum mikla vinnu í þetta.“Þar sem þið eruð sjálflærðir, geta þá allir stofnað hljómsveit, burtséð frá kunnáttu? „Já, já, ef maður leggur sig fram þá er það hægt. Þetta eru náttúrulega spennandi tímar til að vera tónlistarmaður. Möguleikarnir eru miklir og upplýsingaflæðið er endalaust á netinu og maður getur lært hvað sem er. Ég lærði til dæmis á píanó út frá einhverjum YouTube-myndböndum. Maður þarf bara að vera duglegur að djöflast og pönkast á hljóðfærin, þá kemur þetta,“ segir Egill sem hefur notast mikið við YouTube-myndbönd og leiðbeiningar á netinu til að læra á ýmis hljóðfæri„En auðvitað verður þekkingin eitthvað gloppótt þegar maður lærir svona, en það er allt í lagi. Þetta hefur líka sína kosti.“ Spurður út í hvernig sé að vera í hljómsveit með bróður sínum segir Egill: „Það er bara frábært sko. Ég gæti varla hugsað mér annað. Þetta er auðvitað mjög náið samstarf og við lærum hvor inn á annan og kynnumst betur.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Egill er í hljómsveit með fjölskyldumeðlimi því systir hans, Auður, var með honum í Nóru.Er ekkert verið að rífast? „Jú, jú, en við höfum öll rifist frá því að við vorum krakkar, þannig að það er ekkert mál sko,“ segir hann og hlær. Þess má geta að fyrsta plata Andy Svarthols er væntanleg á næsta ári.
Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”