Ekki upplausn í ríkisstjórninni vegna pistils fjármálaráðherra Benedikt Bóas skrifar 21. júlí 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segir að sveiflurnar á gengi krónunnar hafi verið eðlilegar í ljósi mikils hagvaxtar. Fjármálaráðherra vill marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja fara saman. vísir/eyþór „Það er engin upplausn í ríkisstjórninni. Stefna hennar er alveg skýr hvað þetta snertir,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um grein Benedikts Jóhannessonar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. „Mér finnst mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar að skipta út gjaldmiðlinum. Það er alveg skýrt,“ segir Bjarni en hann er staddur í Hollandi þar sem hann ætlar að hvetja íslenska kvennalandsliðið í fótbolta til dáða. Grein Benedikts hét einfaldlega Má fjármálaráðherra hafna krónunni? Þar sagði hann að krónan væri hemill á heilbrigð viðskipti. Þá sagði hann að fjármálaráðherra bæri skylda til að leggja til þann kost sem farsælastur væri fyrir Íslendinga. Bjarni segir að stjórnmálaflokkurinn sem Benedikt leiðir, Viðreisn, hafi talað um að það væri skynsamlegt að skipta út gjaldmiðlinum. „Stjórnarsamstarfið kveður á um annað og það er alveg skýrt, segir forsætisráðherra. „Við höfum verið að vinna að endurbótum á ramma peningamála í landinu. Það er að störfum nefnd sem sett var af stað, einmitt undir þeim formerkjum að krónan yrði okkar gjaldmiðill,“ segir Bjarni. Að sögn Bjarna má segja um sveiflurnar á gengi krónunnar að þær hafi verið eðlilegar í ljósi þess mikla hagvaxtar sem hafi verið hér og sé langt umfram það sem sé að gerast í kringum okkur. „Að því leytinu til hefur krónan verið að þjóna sínu hlutverki vel. Hún hefur verið að styrkjast í samræmi við stórauknar útflutningstekjur.“ Bjarni bendir á að Seðlabankinn hafi metið það svo að Ísland sé nálægt jafnvægisraungengi, það er að segja að þjóðarbúskapurinn standi ágætlega undir því gengi sem landinn býr við. „Það er augljóst að sumar útflutningsgreinar finna fyrir því að gengið styrkist jafn hratt og raun ber vitni. En það er líka til merkis um að það hefur gengið vel í þessum greinum. Það má ekki gleyma hvað þetta hefur haft áhrif á kaupmátt almennings og haldið verðbólgu lágri,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það er engin upplausn í ríkisstjórninni. Stefna hennar er alveg skýr hvað þetta snertir,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um grein Benedikts Jóhannessonar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. „Mér finnst mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar að skipta út gjaldmiðlinum. Það er alveg skýrt,“ segir Bjarni en hann er staddur í Hollandi þar sem hann ætlar að hvetja íslenska kvennalandsliðið í fótbolta til dáða. Grein Benedikts hét einfaldlega Má fjármálaráðherra hafna krónunni? Þar sagði hann að krónan væri hemill á heilbrigð viðskipti. Þá sagði hann að fjármálaráðherra bæri skylda til að leggja til þann kost sem farsælastur væri fyrir Íslendinga. Bjarni segir að stjórnmálaflokkurinn sem Benedikt leiðir, Viðreisn, hafi talað um að það væri skynsamlegt að skipta út gjaldmiðlinum. „Stjórnarsamstarfið kveður á um annað og það er alveg skýrt, segir forsætisráðherra. „Við höfum verið að vinna að endurbótum á ramma peningamála í landinu. Það er að störfum nefnd sem sett var af stað, einmitt undir þeim formerkjum að krónan yrði okkar gjaldmiðill,“ segir Bjarni. Að sögn Bjarna má segja um sveiflurnar á gengi krónunnar að þær hafi verið eðlilegar í ljósi þess mikla hagvaxtar sem hafi verið hér og sé langt umfram það sem sé að gerast í kringum okkur. „Að því leytinu til hefur krónan verið að þjóna sínu hlutverki vel. Hún hefur verið að styrkjast í samræmi við stórauknar útflutningstekjur.“ Bjarni bendir á að Seðlabankinn hafi metið það svo að Ísland sé nálægt jafnvægisraungengi, það er að segja að þjóðarbúskapurinn standi ágætlega undir því gengi sem landinn býr við. „Það er augljóst að sumar útflutningsgreinar finna fyrir því að gengið styrkist jafn hratt og raun ber vitni. En það er líka til merkis um að það hefur gengið vel í þessum greinum. Það má ekki gleyma hvað þetta hefur haft áhrif á kaupmátt almennings og haldið verðbólgu lágri,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira