Hvetur konur til þess að kynna sér kraftlyftingar Aron Ingi Guðmundsson skrifar 5. desember 2017 12:18 „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar," segir sterkasta kona Íslands. mynd/kjóarnir „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
„Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira