Ráðherranefnd um jafnréttismál starfrækt að nýju Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2017 18:15 Stjórnarráðshúsið þar sem forsætisráðuneytið er til húsa. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að starfrækja fjórar ráðherranefndir, meðal annars ráðherranefnd um jafnréttismál sem ekki hefur verið starfrækt á síðustu árum. Hinar nefndirnar eru ráðherranefnd um ríkisfjármál, ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og loks ráðherranefnd um samræmingu mála er varða fleiri en eitt ráðuneyti. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu er nánar greint frá eðli hverrar nefndar fyrir sig. „Ráðherranefnd um ríkisfjármál Hlutverk ráðherranefndar um ríkisfjármál er að skipuleggja vinnubrögð á sviði ríkisfjármála á vettvangi ríkisstjórnarinnar og vinnubrögð gagnvart ráðuneytum og Alþingi, svo sem um stefnumótun í opinberum fjármálum, undirbúningi fjárlagagerðar, eftirlit með framkvæmd fjárlaga og langtímaáætlun í ríkisfjármálum. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eiga fast sæti í nefndinni.Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins Hlutverk ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins er að samræma stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og hafa eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnunnar á einstökum sviðum. Meðal þeirra verkefna sem nefndin fjallar um er framtíðarskipulag peningamála og samræming í fjármálum hins opinbera til skemmri og lengri tíma. Nefndin er auk þess stefnumótandi og í forystu varðandi samskipti við aðila vinnumarkaðarins, uppbyggingu fjármálakerfisins og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi með tilliti til efnahagsmála. Þá er henni jafnframt ætlað að vera vettvangur samráðs og samræmingar við endurskoðun fjármálakerfisins í samræmi við þá áherslu í sáttmála ríkisstjórnar að breið sátt náist um endurskipulagningu fjármálakerfisins á Íslandi. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra eiga fast sæti í nefndinni.Ráðherranefnd um samræmingu mála er varða fleiri en eitt ráðuneyti Hlutverk ráðherranefndar um samræmingu mála er að samhæfa stefnu og aðgerðir í málum þar sem málefnasvið og ábyrgð ráðherra skarast og tryggja vandaðan undirbúning mála og upplýsingaflæði á milli ráðherra. Nefndinni er auk þess ætlað að fylgja eftir innleiðingu verkefna í stjórnarsáttmála með markvissum hætti. Forsætisráðherra á fast sæti í nefndinni en aðrir ráðherrar munu sitja fundina í samræmi efni mála sem til umfjöllunar eru hverju sinni.Ráðherranefnd um jafnréttismál Hlutverk ráðherranefndar um jafnréttismál verður að samhæfa störf ráðherra og ríkisstjórna á sviði jafnréttismála, s.s. vegna lengingar fæðingarorlofs og hækkunar orlofsgreiðslna í fæðingarorlofi, baráttu gegn kynbundnum launamun og að sambærileg störf séu metin með sambærilegum hætti og að Ísland verði í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Nefndinni er jafnframt ætlað að fjalla um aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota og lagaumhverfi kynferðisbrota, með það að markmiði að styrkja stöðu kærenda kynferðisbrota, og um undirbúning Istanbúl-samningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra eiga fast sæti í nefndinni. Aðrir ráðherrar sitja fundi ráðherranefnda eftir þörfum, samkvæmt ákvörðun forsætisráðherra sem stýrir fundum nefndanna í samræmi við reglur um starfshætti ráðherranefnda nr. 166/2013,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að starfrækja fjórar ráðherranefndir, meðal annars ráðherranefnd um jafnréttismál sem ekki hefur verið starfrækt á síðustu árum. Hinar nefndirnar eru ráðherranefnd um ríkisfjármál, ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og loks ráðherranefnd um samræmingu mála er varða fleiri en eitt ráðuneyti. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu er nánar greint frá eðli hverrar nefndar fyrir sig. „Ráðherranefnd um ríkisfjármál Hlutverk ráðherranefndar um ríkisfjármál er að skipuleggja vinnubrögð á sviði ríkisfjármála á vettvangi ríkisstjórnarinnar og vinnubrögð gagnvart ráðuneytum og Alþingi, svo sem um stefnumótun í opinberum fjármálum, undirbúningi fjárlagagerðar, eftirlit með framkvæmd fjárlaga og langtímaáætlun í ríkisfjármálum. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eiga fast sæti í nefndinni.Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins Hlutverk ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins er að samræma stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og hafa eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnunnar á einstökum sviðum. Meðal þeirra verkefna sem nefndin fjallar um er framtíðarskipulag peningamála og samræming í fjármálum hins opinbera til skemmri og lengri tíma. Nefndin er auk þess stefnumótandi og í forystu varðandi samskipti við aðila vinnumarkaðarins, uppbyggingu fjármálakerfisins og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi með tilliti til efnahagsmála. Þá er henni jafnframt ætlað að vera vettvangur samráðs og samræmingar við endurskoðun fjármálakerfisins í samræmi við þá áherslu í sáttmála ríkisstjórnar að breið sátt náist um endurskipulagningu fjármálakerfisins á Íslandi. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra eiga fast sæti í nefndinni.Ráðherranefnd um samræmingu mála er varða fleiri en eitt ráðuneyti Hlutverk ráðherranefndar um samræmingu mála er að samhæfa stefnu og aðgerðir í málum þar sem málefnasvið og ábyrgð ráðherra skarast og tryggja vandaðan undirbúning mála og upplýsingaflæði á milli ráðherra. Nefndinni er auk þess ætlað að fylgja eftir innleiðingu verkefna í stjórnarsáttmála með markvissum hætti. Forsætisráðherra á fast sæti í nefndinni en aðrir ráðherrar munu sitja fundina í samræmi efni mála sem til umfjöllunar eru hverju sinni.Ráðherranefnd um jafnréttismál Hlutverk ráðherranefndar um jafnréttismál verður að samhæfa störf ráðherra og ríkisstjórna á sviði jafnréttismála, s.s. vegna lengingar fæðingarorlofs og hækkunar orlofsgreiðslna í fæðingarorlofi, baráttu gegn kynbundnum launamun og að sambærileg störf séu metin með sambærilegum hætti og að Ísland verði í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Nefndinni er jafnframt ætlað að fjalla um aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota og lagaumhverfi kynferðisbrota, með það að markmiði að styrkja stöðu kærenda kynferðisbrota, og um undirbúning Istanbúl-samningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra eiga fast sæti í nefndinni. Aðrir ráðherrar sitja fundi ráðherranefnda eftir þörfum, samkvæmt ákvörðun forsætisráðherra sem stýrir fundum nefndanna í samræmi við reglur um starfshætti ráðherranefnda nr. 166/2013,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira