Afturkallar skipan þriggja fulltrúa og skipar nýjan formann samráðshóps Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2017 14:30 Myndin er samsett. Vísir/Valli/Stefán/Eyþór. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Svanfríður Jónasdóttir tekur við formennsku og skipan þriggja fulltrúa af fimm sem fyrri ráðherra skipaði hefur verið afturkölluð. Samráðshópurinn var upphaflega skipaður af Gunnari Braga Sveinssyni, forvera Þorgerðar Katrínar, en nýjum búvörulögum er kveðið á um að skipaður sé samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga. Skipan Gunnars Braga var gagnrýnd og taldi Félag atvinnurekenda að loforð um þjóðarsamtal hefði verið svikið með því að félagið fengi ekki fulltrúa í samráðshópnum. Úr því hefur nú verið bætt og tekur Páll Rúnar Mikael Kristjánson nú sæti í samráðshópnum fyrir hönd Félags atvinnurekenda. Þá er fulltrúum fjölgað úr tólf í þrettán en skipan Guðrúnar Rósu Þórsteinsdóttur, sem átti að vera formaður hópsins, Bjargar Bjarnadóttur og Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi alþingismanns, hefur verið afturkölluð.Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að með breytingum á skipan samráðshópsins sé sérstaklega horft til þess að auka umhverfis- og neytendasjónarmiða við endurskoðun búvörusamningana. Þar segir einnig að það sé mat ráðherra að mikilvægt sé að víðtæk samvinna og sátt náist við breytingar á búvörusamningi og búvörulögum. Breið aðkoma hagsmunaaðila við endurskoðun búvörusamnings sé nauðsynleg. Er miðað við að endurskoðun ljúki eigi síðar en árið 2019.Nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:• Svanfríður Jónasdóttir, formaður (skipuð af ráðherra)• Brynhildur Pétursdóttir (skipuð af ráðherra)• Elín Margrét Stefánsdóttir (skipuð af ráðherra)• Jóna Björg Hlöðversdóttir (skipuð af ráðherra)• Þórunn Pétursdóttir (Umhverfisráðherra)• Páll Rúnar Mikael Kristjánsson (Félag atvinnurekenda)• Róbert Faresveit (Alþýðusamband Íslands)• Ólafur Arnarsson (Neytendasamtökin)• Andrés Magnússon (Samtök atvinnulífsins)• Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)• Björgvin Jón Bjarnason (Bændasamtök Íslands)• Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)• Helga Jónsdóttir (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja) Tengdar fréttir Ögmundur skipaður í samráðshóp um endurskoðun búvörulaga Í hópnum eru sex karlar og sex konur og á hópurinn að hafa lokið störfum fyrir lok árs 2018. 18. nóvember 2016 10:48 Segja að loforð um þjóðarsamtal hafi verið svikið Félag atvinnurekenda fer fram á það að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga 21. október 2016 16:04 Endurskoðun búvörusamninga: Ráðherra skipar formann starfshóps Sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. 21. október 2016 13:50 Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm ASÍ telur samþykkt búvörulögin á Alþingi mikil vonbrigði enda festi það í sessi til tíu ára kerfi sem skili hvorki ávinningi til neytenda né bænda. Loforð um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki. 17. september 2016 12:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Svanfríður Jónasdóttir tekur við formennsku og skipan þriggja fulltrúa af fimm sem fyrri ráðherra skipaði hefur verið afturkölluð. Samráðshópurinn var upphaflega skipaður af Gunnari Braga Sveinssyni, forvera Þorgerðar Katrínar, en nýjum búvörulögum er kveðið á um að skipaður sé samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga. Skipan Gunnars Braga var gagnrýnd og taldi Félag atvinnurekenda að loforð um þjóðarsamtal hefði verið svikið með því að félagið fengi ekki fulltrúa í samráðshópnum. Úr því hefur nú verið bætt og tekur Páll Rúnar Mikael Kristjánson nú sæti í samráðshópnum fyrir hönd Félags atvinnurekenda. Þá er fulltrúum fjölgað úr tólf í þrettán en skipan Guðrúnar Rósu Þórsteinsdóttur, sem átti að vera formaður hópsins, Bjargar Bjarnadóttur og Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi alþingismanns, hefur verið afturkölluð.Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að með breytingum á skipan samráðshópsins sé sérstaklega horft til þess að auka umhverfis- og neytendasjónarmiða við endurskoðun búvörusamningana. Þar segir einnig að það sé mat ráðherra að mikilvægt sé að víðtæk samvinna og sátt náist við breytingar á búvörusamningi og búvörulögum. Breið aðkoma hagsmunaaðila við endurskoðun búvörusamnings sé nauðsynleg. Er miðað við að endurskoðun ljúki eigi síðar en árið 2019.Nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:• Svanfríður Jónasdóttir, formaður (skipuð af ráðherra)• Brynhildur Pétursdóttir (skipuð af ráðherra)• Elín Margrét Stefánsdóttir (skipuð af ráðherra)• Jóna Björg Hlöðversdóttir (skipuð af ráðherra)• Þórunn Pétursdóttir (Umhverfisráðherra)• Páll Rúnar Mikael Kristjánsson (Félag atvinnurekenda)• Róbert Faresveit (Alþýðusamband Íslands)• Ólafur Arnarsson (Neytendasamtökin)• Andrés Magnússon (Samtök atvinnulífsins)• Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)• Björgvin Jón Bjarnason (Bændasamtök Íslands)• Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)• Helga Jónsdóttir (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja)
Tengdar fréttir Ögmundur skipaður í samráðshóp um endurskoðun búvörulaga Í hópnum eru sex karlar og sex konur og á hópurinn að hafa lokið störfum fyrir lok árs 2018. 18. nóvember 2016 10:48 Segja að loforð um þjóðarsamtal hafi verið svikið Félag atvinnurekenda fer fram á það að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga 21. október 2016 16:04 Endurskoðun búvörusamninga: Ráðherra skipar formann starfshóps Sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. 21. október 2016 13:50 Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm ASÍ telur samþykkt búvörulögin á Alþingi mikil vonbrigði enda festi það í sessi til tíu ára kerfi sem skili hvorki ávinningi til neytenda né bænda. Loforð um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki. 17. september 2016 12:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ögmundur skipaður í samráðshóp um endurskoðun búvörulaga Í hópnum eru sex karlar og sex konur og á hópurinn að hafa lokið störfum fyrir lok árs 2018. 18. nóvember 2016 10:48
Segja að loforð um þjóðarsamtal hafi verið svikið Félag atvinnurekenda fer fram á það að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga 21. október 2016 16:04
Endurskoðun búvörusamninga: Ráðherra skipar formann starfshóps Sjávarútvegs- og landbúnarráðherra hefur skipað Guðrúnu Rósu Þorsteinsdóttur sem formann samráðshóps um endurskoðum búvörusamninga. 21. október 2016 13:50
Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm ASÍ telur samþykkt búvörulögin á Alþingi mikil vonbrigði enda festi það í sessi til tíu ára kerfi sem skili hvorki ávinningi til neytenda né bænda. Loforð um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki. 17. september 2016 12:30