Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi er kjörgeng í borgarstjórn, samkvæmt ákvörðun meirihluta borgarstjórnar. Málið var tekið fyrir á fundi borgarstjórnar í gær.
Tíu borgarfulltrúar greiddu því atkvæði að Kristín Soffía héldi kjörgengi. Fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Til grundvallar við ákvörðunina voru tvö lögfræðiálit, annað frá Logos og hitt frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir álitin afgerandi.
Í bókun sem Sjálfstæðismenn lögðu fram segja þeir að eðlilegra hefði verið að fá úrskurð ráðuneytis sveitarstjórnamála vegna vafa um kjörgengi Kristínar Soffíu.
Kristín Soffía er álitin kjörgeng

Tengdar fréttir

Vafi leikur á kjörgengi fulltrúa Samfylkingar í borgarstjórn
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur tekið sæti í borgarstjórn eftir dvöl erlendis í fæðingarorlofi. Samþykkt Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að borgarfulltrúi sem fer í leyfi fái samþykki borgarstjórnar áður en hann flytur lögheimili sitt.

Mál borgarfulltrúa bíður fram yfir kosningar
Forsætisnefnd borgarstjórnar fundaði í gærmorgun um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Ætla að funda aftur um kjörgengi Kristínar
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar færði lögheimili sitt til Danmerkur fyrir töku fæðingarorlofs. Tók þátt í stjórnarfundum Strætó bs. í gegnum síma. Forseti borgarstjórnar segir upplýsingarnar nýjar og ætlar að boða fund vegna þeirra.